Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 20

Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 20
Mynd 8. In vitro ónœmisaðgerð - Ósérhœfð: Eitilfrumur sjúklings settar í snertingu við PHA in vitro. Margar verða virkar, Jxtr af nokkrar sérhœfðar gegn œxlinu. læknast með útrýmingu allra æxlisfrumna, eða hvort hann hefur einungis náð „ónæmisstjórn“ yfir æxl- inu og nokkrar æxlisfrumur séu enn til staðar. Sum æxli, m. a. melanoma og brjóstakrabbamein, eru fræg fyrir síðkomna endurkomu, e. t. v. vegna þess, að nokkrar æxlisfrumur losna undan eftirliti ónæmis- kerfisins. Brottnám mikils magns eitilfrumna úr slik- um sjúklingum, til framleiðslu flutningsþáttar, gæti mögulega leitt til minnkaðs varnarmáttar og endur- komu æxlisvaxtarins. Því lengra, sem líður frá klín- iskum bata, þar til eitilfrumurnar eru teknar, þeim mun minni líkur eru fræðilega séð á að skaða gjaf- ann. A hinn bóginn gætu fáar eitilfrumur verið eftir, er myndu sitt upprunalega hlutverk og reyndust hæfar til framleiðslu sérhæfðs flutningsþátlar, ef of langt væri liðið frá átökunum við æxlið. Nokkrar klíniskar rannsóknir hafa farið kringum þessa mögu- leika, með notkun „líklegra eitilfrumugjafa“. I einni þeirra voru konur eldri en 45 ára taldar hafa nátt- úrulega mótstöðu gegn brjóstakrabbameini, mögu- lega eftir einkennalausa sýkingu og notaðar sem gjafar. Á svipaðan hátt bendir ónæmisvirkni, sem fundizt hefur í heilbrigðum fjöluskyldumeðlimum sjúklinga með sarcoma til þess, að nota mætti þá sem eitilfrumugjafa. Ih vitro ónwmisaðgerð Osérhæfð (Mynd 8). Autologous eitilfrumum hef- ur verið skilað aftur til æxlissjúklinga, eftir örvun in vitro með örvökum (mitogenum), eins og t. d. PHA. I ljós hefur komið nokkur hæfni þessara frumna til að eyðileggja æxli á eða nálægt innkomu- stað þeirra. Ennfremur hefur verið lýst virkni slíkra eitilfrumna, örvaðar in vitro, gegn fjarlægu krabba- meinsútsæði í lungum. I þessu sambandi kemur upp sú spurning, hversu margar af eitilfrumum krabba- meinssjúklings hafi „ónæmislega“ kynnzt æxlinu. Álitið er, að um sé að ræða lítinn kjarna frumna, sem hafi mikla sérhæfða ónæmisvirkni gegn æxlinu. Auk þeirra, gæti verið mun stærri hópur óvirkra frumna, sem „kalla mætti til orustu“ gegn æxlinu. /■ \ ' 0) Mynd 9. In vitro ónæmisaðgerð - Sérhœfð: Eitilfrumur sjúk- lings örvaður með rœktun í návisl œxlisfrumna hans in vitro og síðan skilað aftur. 14 læknaneminn

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.