Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 37

Læknaneminn - 01.03.1976, Síða 37
um undir leiðsögn kennara. Námsskipulag í heil- hrigðisþjónustu mætti tengja Borgarlæknisembætt- inu og Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Aðalatriðið yrði að rjúfa einangrun sjúkrahás- anna og frá byrjun beina sjónum nemendanna að því þjóðfélagi og því umhverfi, sem áhrif hefur á sjúkdómsmyndina. Eitt hundrað ár eru nú liðin frá stofnun Lækna- skólans. Er því ekki úr vegi að ræða um kennslu og þjálfun læknanema og markmið námsins. Um heim allan eru nú uppi umræður um mennt- un lækna almennt. Viðteknar aðferðir hafa orðið fyrir gagnrýni, svo og námsefnið sjálft og fyrir- komulag prófa og víða hafa verið gerðar gagngerðar breytingar. (13). Læknadeifd Háskóla Islands þarf að taka þetta mál til almennrar umræðu hið bráðasta, því kröfur heilbrigðiskerfisins munu aukast, þegar heilsugæzlu- stöðvunum og stöðum við þær fjölgar. Eg geri mér ljóst, að ef þær hugmyndir, sem ég hef sett fram um sérhæfingu námsins, þættu líklegar til endurbóta og upp yrðu teknar að einhverju leyti, gæti það, ef engu yrði breytt um annað skipulag, leitt til aukins álags á stúdenta og það svo, að ofraun yrði sumum að ljúka námi á 6 árum. Væri þá annað tveggja til ráða, að lengja námið, sem væri hreint óráð, eða að færa nokkuð af grunn- greinunum til bóknáms-menntaskólanna og í ein- ingar heilbrigðisstétta í fyrirhuguðum fjölbrautar- skólum. Væri þá (og raunar nú þegar) þörf á að athuga hvort ekki væri ástæða til þess að taka upp inntöku- próf í læknadeild, svipað og gert er í Póllandi (14) eða að skipta læknanáminu í tvennt; fyrst eins kon- ar forskóla (pre-medical), sem jafnframt gæti búið stúdenta undir nám í öðrum deildum. Til þess að fá að setjast í lœknadeild þyrfti síðan að þreyta inntökupróf (Medical College Admission Test), svipað og gert er í Bandaríkjunum (14). Þessari hugmynd um „pre-medical school“ mun próf. Hjalti Þórarinsson hafa hreyft fyrir nokkrum árum. Enn ein leið væri sú, að taka við nemendum úr öðrum deildum, sem aflað hefðu sér auk þess þekk- Ahöld notuð aj Rómverskum lœknum. Til hœgri er vaginal speculum. Þessi áhöld fundust í Pompei. ingar i grunngreinum læknisfræðinnar. Kæmi í ljós við prófun að þeim væri í einhverju áfátt, mætti bæta þeim það með námskeiðum. Fyrirmynd þessa er frá McMasters University í Kanada (15). HvuS cru luiiniilislœkninyar? Þessu máli má ekki ljúka svo, að ég leggi ekki eitthvað af mörkum til þeirrar marklýsingar, sem ég held fram að þurfi að skilgreina nákvæmlega. Á þessu stigi get ég eðlilega ekki veitt endanlegt svar, en bendi á eina af fjölmörgum starfslýsingum (job definition), sem ávallt er undanfari marklýs- ingar og hef valið lýsingu sérfræðinganefndar Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þar sem segir eitl- hvað á þá leið, að heimilislœknir (general practiti- oner), sé læknir, „sem ekki einskorðar starf sitt við afmarkaðar sjúkdómsheildit' og býður sjúklingum beinan og samfelldan aðgang að þjónustu sinni.“ (16). Slíkur læknir sinnir öllum vandamálum allra sjúklinga, félagslegum og læknisfræðilegum, og hann getur leyst 9 af hverjum 10, þau 10% sem hann getur ekki leyst, sendir hann frá sér til réttra aðila eða stofnana. Starfið er síðan brotið niður í einingar og lýst nákvæmlega ,og marklýsingin þann- ig byggð upp á einingum starfslýsingarinnar. Inn í þessa mynd gengi einnig aukið og víðara verksvið heimilislæknanna í heilsugæzlustöðvum. Til þess að fyrirbyggja misskilning vil ég taka fram, að mér kemur ekki til hugar, að störf í heilsugæzlustöðvum verði í framtíðinni unnin af læknum, sem allir hafi gengið í gegn um sams konar heimilislækna-kvörn, séu straumlínulagaðir og allir eins. Læknar eru mismunandi hæfir til þess að bregðast við mismunandi aðstæðum, þannig að þá þarf að velja til starfa, samkvæmt því, hvað þeir geta bezt læknaneminn 27

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.