Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 6

Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 6
Leiðari Ágætu lesendur! Loksins sér fyrir endann á þeirri tímaskekkju sem hefur verið á út- gáfu Læknanemans nú í nokkur ár. Skekkjuna hefur tekist að leið- rétta með því að sameina mis- mörg tölublöð í eitt blað undanfar- in ár og með því einfalda ráði að fækka tölublöðum úr fjórum í tvö. Stefnt er að því að þessi tvö tölu- blöð komi út að vori og hausti ár hvert og væri vel ef slík regla kæmist á. Það blað, sem nú kemur út, er-sameinað 2. tölublað 1985 og 1. tölublað 1986. Til málsbóta er, að blaðið er efnismikið og það svo að jafna má til tveggja tölu- blaða! Hefði réttum tíma verið fylgt, ætti ársskýrsla frá aðalfundi Félags læknanema að birtast í þessu blaði. Af óviðráðanlegum orsökum reyndist þetta því miður ekki kleift, en skýrslan mun birtast í næsta blaði. Það blað kemur út í haust og mun heita 2. tölublað 1986. Með öðrum orðum: næsta blað verður eitt tölublað og von- andi að sú tíð sé liðin er ýmist ekk- ert blað um langa hríð eða mörg tölublöð í einu blaði berist lesend- um. Áskrifendaskrá Læknanemans hefur ekki farið varhluta af tíma- skekkju í útgáfu. Ef eitthvert ykkar hefur ekki fengið eldri blöð sem ykkur hefur borið, vinsamlega haf- ið samband við fólk í ritstjórn eða skrifið Læknanemanum í nýtt póstfang sem er: Læknaneminn Pósthólf 1471 121 Reykjavík. Ennfremur hvetjum við alla til að bregðast fljótt og vel við gíróseðli fyrir áskrifendagjöld 1985 sem fylgir blaðinu. Læknanemar, sem greitt hafa félagsgjöld til Félags læknanema, fá að sjálfsögðu eng- an gíróseðil, þeir hafa þegar greitt áskrift með félagsgjaldi sínu. Allir meðlimir í Félagi læknanema 1985-86 eiga að fá þetta blað, enda reglan sú að þeir fái Lækna- nemann sem tekur til þess tima sem þeir eru í félaginu. Erfiðlega hefur gengið að halda utanum þann hóp lækna sem greitt hefur áskriftargjöld. Hér kemur m. a. til að margir flytja á ári hverju til útlanda, en aðrir til íslands. Skrá Læknafélags ís- lands er okkur hér til mikillar hjálp- ar og þökkum við aðgang að henni. Enn einu sinni bregðum við hins vegar á það ráð að senda öll- um læknum á íslandi blaðið og hvetjum alla til að gerast áskrif- endur sem ekki eru það nú þegar. Að lokum svolítið um eilífðarmál Læknanemans, ritstjórnarstefn- una. Eilífðarmál, af þvi að rit- stjórnarstefna á að vera stöðugt umræðuefni þeirra sem að blaðinu standa. í gömlum Læknanema stendur eitthvað á þá leið að blað- ið eigi að vera skemmtilegt, fræð- andi og flytja fréttir af nemendum í leik og starfi. Ef til vill hefurfræðsla í formi fræðilegra greina verið of ríkur þáttur í efni blaðsins á síð- ustu árum og þá einkum á kostnað frétta úr deildinni. Veigamikil skýr- ing þessa eru Meinvörp, fréttablað læknanema, sem í hafa verið helstu fréttir af námi og félags- störfum nemenda. Kosturinn við Meinvörp er að þau hafa náð fljótt til nemenda, en afleiðingin sú að Læknaneminn hefur ekki flutt les- endum sínum efni um það sem helst er að gerast hverju sinni. Á þennan hátt hefursamband lækna við nemendur og námið að ein- hverju leyti rofnað. En tengslin geta líka verið á hinn veginn: hinir fulllærðu sýni okkur nemendum hvernig lífið og tilveran blasa við lækninum, rannsóknarmanninum, kennaranum eða af öðrum þeim sjónarhóli sem þeir eru staddir á. Hvaða skoðanir hafið þið á þessu? Skrifið um þetta eða annað. Draumur ritstjórnar er að geta öðru hverju setið við það eitt að taka upp póstinn sem berst. Um leið og þið skrifið meira, verð- ur Læknaneminn meira blaðið ykkar sem okkur öll langar til að lesa. H.H. S.K. 4 LÆKNANEMINNyi985-'/1986-38.-39. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.