Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Side 8

Læknaneminn - 01.04.1986, Side 8
Mynd 2. Myndin sýnir helstu jónapumpur (Na-K-pumpu ug Ca-pumpu), jóna- skiptiferjur (Na-Ca-skiptiferju) og jónastrauma (Na-, Ca- og K-straum) í hjarta- frumu. Taflan sýnir þéttni helstu jóna og jafnvægisspennu (Nernst spennu) þeirra. Innanfrumuþéttni Utanfrumuþéttni Jafnvægisspenna Na+ 30 mM 140 mM +40 mV K + 140 mM 4 mM -92 mV Ca+ + 100 nM 2mM +130 mV Cl 30 mM 140mM =10 mV H + pH 6,9 pH 7,4 -30 mV Svo viröist sem jónir komist í gegnum frumuhimnu eftir þremur ólíkum leiðum: 1) um jónagöng sent eru að mestu sérhæf fyrir hverja jón fyrir sig, 2) með jónapumpum sem nota orku til flutningsins og 3) með jónaferjum. Allar þessar leiðir eru að líkindum sér- hæfð prótein sem sitja í frumuhimn- unni. Jónapumpur og ferjur sjá til þess að viðhalda þéttnifallanda hinna ýmsu jóna yfir frumuhimnuna og þetta kostar orku. Jónagöngum er stjórnað af hliöum sem er stýrt af ýmsum þáttum, m.a. spennu (spennufalli yfir frumuhimnu). Hlið jónagangs getur verið í a.m.k. þrenns konar mismunandi ástandi, lokað, opið eða óvirkt, eins og sýnt er á mynd 4. Leiðni jóna um göng í frumuhimnu stjórnast þó ekki ein- göngu af hliðum heldur koma einnig til aðrir þættir í starfsemi og umhverfi frumunnar og má þar einkum nefna fosfórýleringu próteina t.d. fyrir til- stilli cAMP. Jónastraumar yfir frumuhimnu hlýða sömu lögmálum og aðrir raf- straumar og þeim er lýst með Ohms lögmáli (spenna = straumur X viðnánt). Þeir kraftar sem knýjajónir yfir frumuhimnu eru tvenns konar, rafkraftar vegna spennufalls yl'ir himnuna og þeir kraftar sent stafa af þéttnifallanda yfir himnuna. Þessir kraftar geta báðir verið í söntu átt eða í gagnstæðar áttir, annar inn í frum- una en hinn út úr frumunni. Lokaút- koma (nettóútkoma) þessara tveggja krafta er stundum kölluö raf-þéttni- fallandi (electrochemical gradient). Ef þessir kraftar vega nákvæmlega hvor upp á móti öðrum (raf-þéttni- fallandi = 0), verður enginn jóna- straumur yfir himnuna og spennan sem þá ríkir er kölluð jafnvægis- spenna (NernsLspenna) fyrir viðkom- andi jón. Jal'nan sem lýsir þessari jafnvægisspennu er þannig: RT [CJú Ex=-----------ln--------- zF [CJi Þar sem R táknar gasstuðulinn, T hitastig á Kelvin, z hleðslu viðkom- andi jónar og F Faradaystuðulinn. [CJU táknar þéttni í millifrumuvökva og [Cx]j þéttni í frymi fyrir viðkom- andi jón (x). Við 37" C er RT/F = 26 mV og útreikningar á jafnvægis- spennu hinna ýmsu jóna eru sýndir á mynd 2. Sá rafkraftur sem knýr jón- irnar á hverju augnabliki er mismun- ur jafnvægisspennu og himnuspennu (E - EJ. í þessu samhengi er venja að nota leiðni (g = l/viðnám) frekar en viðnám. Straum (1) fyrir einhverja jón (x) á vissu augnabliki má tákna þannig (sbr Ohms lögmál: straumur = leiðni X spenna): lx = gx (E - Ex) Það sem einkum einkennir hjarta- frumur og aðrar ertanlegar frumur er að leiðni frumuhimnunnar (g) fyrir vissar jónir getur tekið skyndilegum, miklum og venjulega tímabundnum breytingum. í hjartafrumum á þelta einkum við um Na og Ca eins og fjallað verður um síðar. Leiðni fyrir K hagar sér einkennilega að þessu leyti vegna þess að fyrir mikilvæg- ustu K-straumana (IKI og IK) ríkirein- stefnuleiðni inn í frumuna (inward- going rectification). Við afskautun verður þess vegna tímabundin aukn- ing á leiöni Na og Ca en minnkun á leiðni K. Til að skilja til fullnustu leiðslu hrifspennu í ertanlegum l'rumum verður að kynna sér hina s.k. kapal- kenningu. Þessi kenning var upphaf- 6 LÆKNANEMINN yi985 - '/i986- 38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.