Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 28

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 28
Mynd 5. Krónisk kviðskilun (CAPD). veitist rúm til meiri vökvagjut'ar og þar með betri næringar. Auk snar- hækkandi kreatiníns og kalíums er ofvökvun algengur hvati til skilunar. Tíðar stuttar skilanir eru betri en langar, strjálar ekki síst vegna hættu á „disequilibrium syndrome". Langilestar skilanir eru gerðar á sjúklingum meö króniska nýrnabil- un. Fe'r sá hópur sístækkandi, sem haldið er iifandi á þennan hátt, enda nær meðferðin í vaxandi mæli til sjúklinga, sem fyrr þótt vonlítið að meðhöndla, svo seni gamalmenna og sykursýkissjúklinga. Flestir króniskir sjúklingar njóta blóðskilunar. Algengt er að þeir komi í skilun þrisvar í viku, 3-4 tíma í senn. en er þó breytilegt eftir stærð sjúklingsins, stigi bilunar og fleiru. Kviðskilun, sem langoftast er í formi CAPD þykir einkum henta eftirtöld- um hópum: 1. Sykursýkissjúklingum. 2. Börnum. 3. Öldruðum (yfir 60 ára). 4. Sjúklingum með hjarta- og æða- sjúkdóma. 5. Sjúklingum, sem eindregið óska kviðskilunar. Best er að fylgjast með sjúklingum sem lengst áður en til skilunar kemur. Þó er alltítt, að sjúklingar velti beint í skilun án þess að fyrir sé nokkur grunur um nýrnasjúkdóm. Sé aðdrag- andi nægur vinnst góður tími til sálar- legs undirbúnings og lil að leggja æðaskammhlaup tímanlega þótt stundum líði mánuðir áðuren þau eru notuð. Ekki er unnt að setja ákveðnar reglur um hvenær hefja skuli krón- iska skilun. Þótt reynt sé að einskorða sig við ákveðin gildi. t.d. kreatinin clearance lægri en I0ml/mín., eru það þó ol'tast þvageitrunareinkenni, sem eru afgerandi. Af slíkum ein- kennum má nefna hvers kyns ein- kenni frá taugakerfi, gollurshús- bólgu, brjósthimnubólgu, „úremisk 26 LÆKNANEMINN yi985 - '/1986-38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.