Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 44

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 44
sem sýktar voru á sama hátt en ekki gerð ónæmisbæling. Niðurstöðurnar (Tafla 2) bentu eindregið til þess að þessar skemmdir séu af völdum ónæmissvörunar. Þannig fundust vefjaskemmdir aðeins í 1 af 8 kindum sem höfðu verið ónæmisbældar, en í öllum samanburðarkindunum. Til að renna enn frekari stoðum undir þessar niðurstööur gerðum viö tilraun með að auka ónæmissvörun (immunopotentiation). Þremur og fimm vikum eftir sýkingu voru kind- urnar immuníseraðar með veiru. Þankinn að baki var sá, að ylli ónæm- issvörun skemmdum ætti örvun á ónæmissvörun eftir að sýkingin hefði náð fótfestu að auka skemmdirnar. Sú virtist einnig raunin. (38) Næsta spurning sem við fengumst við var hvort hin skaölega ónæm- issvörun beindist gegn veiru-vöktum (induced) antigenum eðae.t.v. vefja- antigenum, þ.e. mýlis-antigenum. Til þess að prófa þá tilgátu að skemmdir kynnu að stafa af sjálfsof- næmi framkölluðum við experiment- al allergiskan encephalitis (EAE) í kindum og fylgdumst með frumu- bundnu ónæmi og vökvaónæmis- svörun gegn tveimur mýlisantigen- um, þ.e. basísku proteini og galacto- cerebroside í EAE-kindum og visnu-sýktum kindum. í EAE-kind- um fannst hækkandi títer af komple- mentbindandi mótefnum gegn þess- 8. mynd. Mæna úr visnukind með af- inýldum fláka sem líkist mjög virkum, krónískum M.S. fláka. A) Mvlislitun. Mýlið, sem er óskert, litast dukkt. KIú- ver-Barrera, X 40. B) Litun fyrir taugasímum af sama fláka sem sýnir að þeir hafa lialdist. Bodian, X 40. (Minnkað um Vi). 9. mynd. Mæna. Rafeindasjármynd af þöglum, krónískum afmýldum lláka í visnu. Margir afmýldir en að öðru leyti eðlilegir taugasímar (T). Áber- andi astroeytosis (A). Merki sjást um endurmýlingu (E). X 9,100. (Minnkað um Vs). 42 LÆKNANEMINN ^985 - Vmi,-38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.