Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Side 47

Læknaneminn - 01.04.1986, Side 47
13. Mynd. Tilgáta um pathogenesis í M.S. Úr grein eftir Raine (51). Næming (sensitisation): Subklínísk vefjaskemnid e.t.v. vegna veirusýkingar, sem leiðir til vægrar (subthreshold) næmingar T- og 15- eitilfruma, |).á m. minnis- fruma, gegn mýlisantigenum. Latenstími: Faraldursfræðilegar rannsóknir benda til langs latenstíma (10-20 ár) frá hugsanlegri veirusýkingu þar til klínísk einkenni koma fram. Endurvirkjun (reactivation): bað er mikil spurning hvað hrindir af stað vefja- skemmd. Tilgátur eru uppi um það að ytri þættir (streita, áverki, sekúndcr sýk- ingar) lækki þröskuld þols gegn hugsanlegri sjálfsnæmingu fvrir mýlisantgenum, MHC-Il sameindir komi fram (e.t.v. á æðaþeli eða gliafrumum) og sértækar T- eitilfrumur rati inní miðtaugakerfi og greini þar antigen. Sértæk ónæmisárás: Sértækar T- eitilfrumur greini antigen, sem koma fram á frumum í miðtaugakerfi myndi lymfokín og valdi bilun í blóð-heila þröskuldi. Frumur berist inní vefinn, aðrar T- eitilfrumur dragist að ósértækt og röð við- bragða sé hrundið af stað og nái þaö hámarki með staðbundinni mótefnamyndun <>g makrófagar taki að gleypa mýli. Vefjaskemmd: Samanlögð áhrif beinnar afmýlingar, litilsháttar skemmd á tauga- símum, tibrosis um æðar, stækkun gliafruma og fækkun ólígódendrócyta myndar afmýldan fláka. Makrófagar halda áfrant að brjóta niður mýlisleifar löngu eftir að virkri afmýlingu lýkur. Staðbundin stjórnun: Bæliviðbrögð (suppressor) verði virk og haldi effeetorvið- brögðum í skák. Gliosis: begar virkri afmýlingu lýkur tekur við hvíldarskeið og gliafrumur og aðr- >r þættir mynda örvef í skemdinni. I jöðrum vefjaskemmdar sést oft mjó ræma með endurmýlingu. Hringrásin er cndurtekin þegar næsta áfall hrindir af stað endurvirkjun. M.S. og visna Eins og fyrr segir stungu Björn Sig- urðsson og Páll A. Pálsson (55) uppá því að visna kynni að vera gagnlegt dýralíkan fyrir M.S. Sú uppástunga byggðist fyrst og fremst á því að stundum líkist gangur sjúkdónrsins í visnu þeim sjúkdómsgangi sem er talinn einkennandi fyrir M.S. Rann- sóknir okkar hafa leitt fram ýnrsa lleiri þætti sent M.S. og visnu eru sameiginlegir (Tafla 4). Hvort sú tilgáta sem sett var fram af Raine (51) um puthogenesis M.S. (13. mynd) stenst eður ei, kæmi þaö okkur ekki á óvart að síðarmeir mætti þurrka út spurningarmerkið eftir síðasta liðnum í töflu 4. TAFLA 4. Atriði sameiginleg visnu og M.S. Langvinnur sjúkdómsgangur Bein afmýling Virkar og óvirkar skemmdir samtímis til staðar Plasmafrumur í skemmdum Mótefnamyndun í miðtaugakerfi Hækkað IgM í mænuvökva Fástofna bönd í mænuvökva Retróveira? Viðbót: Eftir að þetta erindi var flutt hafa birst niðurstöður sem benda til þess að retróveira kunni að koma við sögu í M.S. (Koprowski, H. et.al. Nature, 318: 154-160, 1985). bakkir: Litlu hefðum við komið í verk í þeim visnurannsóknum sem raktar eru í þessari grein el' við hefðum ekki notið dyggrar aðstoðar fjölmargra sem of langt er að telja upp. En ég hygg aö á engan sé hallað þó að sérstaklega sé getið eftirtal- inna samstarfsmanna á Keldum: Aðal- heiðar Gunnlaugsdóttur, Elsu Benedikts- dóttur. Eyglóar Gísladóttur, Jóns Guö- mundssonar, Rogers Lutley og Svövu Högnadóttur. Að lokum þakkir til Mar- grétar Kristinsdóttur fyrir nostur við handrit. læknaneminn Vi985- '/i986-38.-39. árg. 45

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.