Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Side 52

Læknaneminn - 01.04.1986, Side 52
við greiningu bráðra veirusýkinga. Veirur hafa ýmis ráð til að hvetja ónæmiskerfið og færa því nýja mót- efnavaka að ráðast gegn. Algengt er, að frumur, sem veirur búa í, virðist heilbrigðar við venjulega smásjár- skoðun, þó að á þeim hafi orðið ýms- ar breytingar, sem geta vakið ónæm- isviðbrögð. Óbeinar afleiðingar veirusýkinga gætu verið framleiðsla veirupróteina, sem líkjast mjög vefjapróteinum í nriðtaugakerfi, þannig að ónæmisvið- brögð yrðu ekki bara á veirurnar heldur líka á svipuð vefjaprótein, og vefjaskemmdir væru að kenna slíkum ruglingi eða mimikry eins og fyrirbærið er nefnt á fræðimáli. Enn er ótalinn einn mikilvægur þáttur, sem lítið hefur verið sinnt til þessa. Hvernig fer, ef sjálft ónæmis- kerfið verður fyrir veirusýkingu, eða einstakir frumuhópar innan þess? Verða störf þess hin sömu, eða gæti stjórnun þess og jafnvægi raskast svo, að það réðist á vefi, sem það annars léti í friði? Við þekkjum ekki enn svör við þessum spurningum, en greinilegt er, að nriðtaugakerfið fer ekki varhluta af afleiðingum fyrstu veirusýkingarinnar, sem sannarlega ræðst á sérhæfðar frumur í ónæmis- kerfi manna. þ.e. AIDS. I þeim sjúk- dómi finnst bæði eyðing myelins, e.t.v. vegna beinnar veirusýkingar í gliavef, og há tíðni æxlisvaxtar í mið- taugakerfi. Meðfæddar ónæmisbilan- ir og ónæmisbæling með lyfjum eða geislameðferð, svo og illkynja æxl- isvöxtur á lokastigi hafa stuðlað að heilaskemmdum, sem eru kallaðar progressive multifocal leuconencep- halopathy. Orsökin er talin papova- veiran JC, skyld SV40 veirunni, og jafnvel SV40 í vissunr tilvikum. Þess- ar papovaveirur hafa fundist í heilurn sjúklinganna og virðist hér um beinar veiruskemmdir að ræða. Sumar veirur taka upp langvarandi sanrbýli við hýsilfrumur og hreiðra um sig í þeim til að búa þar alla ævi hýsilfrumunnar. Erfðaefni slíkra veira berst stundum í dótturfrumur við frumuskiptingu. Margt er enn ó- Ijóst um efnaskipti veira og fruma í svo löngu sambýli, einnig unr af- leiðingar þess fyrir heilbrigði hýsil- frumunnar og störf. Þau atriði, sem áður voru nefnd um samskipti veira og fruma í miðtaugakerfi, þar sem af- leiðingarnar yrðu eyðing myelins, geta einnig átt við unr langvarandi sambýli veira við frumurnar, sem framleiða myelin. Ef fáar frumur eru sýktar á hverjum tíma, getur eyðingin orðið nokkuð jöfn. Hægt er einnig að hugsa sér eyðingu, sem kæmi í köst- um þegar vel árar fyrir skaðvaldinum og niagn hans kemst í hámark. Veirur og langvarandi taugasjúkdómar Árið 1954 setti dr. Björn Sigurösson, læknir og forstöðumaður Tilrauna- stöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum, fram kenningu um nýja teg- und veirusjúkdóma, svonefndar hæg- gengar veirusýkingar (Brit. Vet.J.l 10: 255-270, 307-322, 341- 354, 1954). Björn skilgreindi hæg- gengar veirusýkingar á eftirfarandi máta (Skírnir. 132:165-183,1958): 1. Frá því að sýkingarefni berst inn í líkamann og þar til að greinilegra einkenna um sýkingu verður vart, líður langur tími, nokkrir mánuðir eða nokkur ár. 2. Eftir að ytri einkenni eru komin í ljós, standa þau lengi og enda að jafnaði með alvarlegum sjúkdómi eða dauða. 3. Hver hinna annarlegu hæggengu smitsjúkdóma tekur aðeins eina dýrategund og sjúklegar breytingar finnast venjulega aðeins í einu líffæri eða einni tegund líkams- vefs. Hæggengar sýkingar hafa fyrir löngu áunnið sér veglegan sess í veirufræði og tvö fyrri skilgreiningar- atriðin, sem að ofan getur eru nú talin til klassiskrar læknisfræði. Þriðja atriðið, sem Björn setti fram með þeim fyrirvara að því viðhorfi þyrfti kannske að breyta, þegar þekkingin yxi, stóðst ekki. heldur kom á daginn, að sama veiran getur sýkt lleiri en eina dýrategund og valdið vefjaskemmdum í IJeiri en einni vefjategund. Dr. Björn Sigurðsson byggöi þess- ar kenningar m.a. á rannsóknum á tveimur hæggengum smitsjúkdómum í miðtaugakerfi sauðkinda, riðu og visnu. Riða (scrapie) er smitandi hrörnunarsjúkdómur án sýnilegra bólgubreytinga og án venjulegrar mótef’namyndunar. Visna er retro- veirusjúkdómur, þar sem bólgubreyt- ingar og eyóing myelins eru áberandi og mótefnamyndun mikil. Sjúkdóm- urinn getur byrjað mörgum árum eftir sýkingu, jafnvel á öðrum áratug eftir smitun, þó að ævi sauðkindar sé ekki miklu lengri. Björn lýsti visnu fyrstur manna og einangraði fyrstur veiruna, sem veldur henni. Sú veira veldur einnig þurramæði í sauðle. Af visnu- mæði veiruin eru til nokkur afbrigði, og ný geta komið fram þann langa tíma, sem veiran býr í sömu kindinni. Þegar farið var að leita að hæg- gengum veirusýkingum í miðtauga- kerfi manna, fundust sjúkdómarnir Kuru og Creutzfeldt-Jakobs sjúk- dómur, sem líkjast riðu. Samsvörun við visnu er kannske nýfundin í heil- um sjúklinga með AIDS, en mörgum hefur fundist visna minna á nokkuð algengan taugasjúkdóm, heila- og mænusigg (Sclerosis disseminata (SD), eða Multiple Sclerosis (MS) á ensku), sem enginn veit enn af hverju stafar. í sjaldgæfum tilvikum af mislinga- sýkingu, sérstaklega ef börn sýkjast rnjög ung, og hjá nokkrum börnum 50 LÆKNANEMINN 2/i985 - '/i986- 38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.