Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 58

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 58
Próf. Sigurður S. Magnússon Fæddur 16. apríl 1927 Dáinn 21. október 1985 Læknanemar urðu harmi slegnir er þeim var tjáð að deildarforseti þeirra,. prófessor Sigurður S. Magnússon. hefði látist að kvöldi 21.10. ’85. Sigurður varð prófessor í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp við læknadeild H.í. 1975 og gegndi því starfi til dauðadags. Hann var vinsæll og dáður af stúdentum vegna fram- úrskarandi kennslu og skipu- lagningu í verklegu námi. Hann var vökull og síleitandi í fræði- grein sinni og var mikilsmetinn af læknunr, hérlendum sem er- lendum, fyrir frábært framlag sitt til sérgreinar sinnar. Sigurð- ur var alla tíð að leita að því sem betur gæti farið í kennslu og kennsluháttum og hafði um það náið samráð og samstarf við nemendur. Sigurður var deildar- forseti læknadeildar síðasta starfsárið og við nemendur minnumst hans sem mikilhæfs kennara og frábærs stjórnanda. 56 Hann studdi og hvatti stúdenta með ráðum og dáð f hagsmuna- málum okkar. Hann hafði mik- inn áhuga á kennslu í læknadeild og hafði uppi mikil áform um endurskoðun á námsefni til að mæta síauknum kröfum sem geröar eru til læknanema í dag. Sigurður var mikill vinnuþjarkur og gerði miklar kröfur til sín og annarra. Mikilhæfur kennari og vinur er l’allinn í valinn Iangt um aldur fram, hann var öllum harmdauði sem kynntust honum. Lækna- nemar senda fjölskyldu hans og ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Félags læknanema Þorvaldur Ingvarsson Afsökunarbeiðni Þau leiðinlegu mistök uröu í síöasta blaði að í minningar- grein um próf. Sigurð Magn- ússon varð línubrengl. Hér birtist hún á réttu formi. Ég bið aðstandendur afsökunar. Stefán Kristjánsson ritstjóri LÆKNANEMINN Vmi- «»-38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.