Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 67
Beineyðing
Jón Atli Árnason læknanemi
Fyrri hluti: Af osteoclöstum
Mynd 1. Rafsmásjármynd af osteoclast. Sérktnni ættu að koma í ljós, þ.e. stærð
hans og úfið yfirborð. Svarta línan er 10 |im.
Inngangur
Beineyðing er nauðsynlegur hluti
vaxtar og endurmótunar beina auk
þess að hafa hlutverki að gegna í
Calcium (Ca) jafnvægi líkamans.
Auk þessarar eðlilegu (physiolog-
ísku) beineyðingar, verður sjúkleg
(pathologísk) beineyðing í ýmsum
sjúkdómum, s.s. efnaskiptatruflun-
um, krónískum bólgusjúkdómum og
illkynja æxlisvexti.
I fyrri hluta þessarar samantektar
verður fjallað um beineyðingu og þær
frumur sem eytt geta beini. Athygl-
inni verður einkum beint að osteo-
clöstum, eðli þeirra og stjórn, en ost-
eoclastar eru sérhæfðar beinátsfrum-
ur. Einnig verður gaumur gefinn að
öðrum frumutn sem eytt geta beini
undir ýmsum kringumstæðum sem
og samspili fruma við beineyðingu.
I seinni hlutanum sem birtist síðar
verður fjallað um beineyðingu í liða-
gigt (AR).
OSTEOCLASTAR - MORPHO-
LOGIA. Osteoclastar eru sérhæfðar
beinátsfrumur sem sitja einkunt í
endosteum. Þeir eru stórar (3000-
2500 Ltm3 eða ntíkró nr’), greinótt-
ar og fjölkjarna frumur sent inni-
halda súran phosphatasa og eru
myndaðar við samruna smærri,
einkjarna preosteoclasta' (1. mynd).
Þeir eru í nánum tengslum við bein-
ið, venjulega í smá bollum sem
þeir hafa grafið sér (Howship’s
lacunae). Osteoclastar hreyfa sig
mikið in vitro og eyða beini í réttu
hlutfalli við hreyfanleikann2. Þeir
geta þannig einnig eytt beini með því
að ferðast eftir yfirborði beinbjálka
(trabeculi) og "skafið" þá án sjáan-
legrar holu. Beineyðing osteoclasta
er u.þ.b. 11.000 pm3 á dag per
kjarna, sent er um tífalt nteira en hver
osteoblast myndar3.
í rafeindasmásjá má sjá tvenns
konar svæði milli étandi osteoclasts
og ósnortins beins:
I. „Tóml" svœði (clear zone) með
fáum frumulíffærum og smáunt korn-
um (granulum) liggur næst hintnu
osteoclastanna og fylgir nákvæmlega
útlínum beinsins. Þarna eru actinlíkir
þræðir sem gætu valdið viðloðun við
beinið. Hlutverk þessa svæðis er
e.t.v. að skapa það umhverfi (micro-
environment) sem nauðsynlegt er til
beineyðingar.
LÆKNANEMINN VÍ985 - '/i986 - 38.-39. árg.
65