Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 68

Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 68
2. Úfið yfirborð (rough surface) myndar með himnuöngum og inn- hverfingum tengsl milli þess beins sem er að eyðast og frymisblaðra (cytoplasmic vacuoles) sem liggja við yfirborðið. Þetta úfna yfirborð er lítið áberandi í hvíld en vídd þess og umfang fylgir virkni osteoclastsins og stækkar við át4. Á þessu svæði eru collagen þræðir (fibrillur) og kristall- ar sem verið er að flytja inn að frym- isblöðrunum. Öll melting virðist l'ara fram utan f'rumunnar. NIÐURBROT AF VÖLDUM OSTEOCLASTA. Ekki er vitað ná- kvæmlega hvernig osteoclastar fara að því að melta bein en vitað er að þeir geta myndað og losað ýmis ensým. Þessi ensým finnast í áður- nefndum frymisblöðrum. Hugsanlegur niðurbrotsferill: (skv. Bonuccr): 1. Losunarstig: Losun á hydrolyt- iskum ensýmum og procollagen- asa sem sundra efninu milli colla- genþráðanna í matrix beinsins. Þar með verður: a) Losun á kristöllum. b) Afhjúpun collagenþráða og umbreyting þeirra í argyrophil, reticulinlíka þræði sem eru leysanlegri en fast-samanbundnir þræðir í matrix beinsins. c) Virkjun á collagenasa sem meltir þessa þræði. Þessi colla- genasi gæti verið kominn frá öðr- um frumum s.s. macrophögum. Að þessu loknu er milli beins og ostoclasta hálfmelt collagen og millifrumuefni auk óbundinna kristalla. 2. Meltingarstig: Áðurnefndir þræðir og óbundnir kristallar eru fluttir milli himnufellinganna inn að frymisblöðrunum þar sem heildarsundrun þeirra fer fram. Osteoclastar eyða ekki dauðu beini (æðalausu og frumusnauðu) heldur aðeins lifandi, svo að á þessu stigi er ekki ólíklegt að macrophagar aðstoði. TILURÐ OSTEOCLASTA. Ekki er langt síðan talið var að allar bein- frumur væru samstofna og að af ost- eoprogenitor frumum mynduðust ost- eoblastar, osteocytar og osteoclastar til að sjá um beinmyndun, viðhald og eyðingu'’. Nú hefur hins vegarkomið fram að osteoclastar eru annarrar ætt- ar og virðast vera sprottnir af frum- um blóðmyndandi mergsins. Þetta styðja margar tilraunir: 1. Mergræktanir: Tekist hefur að fá fram frurnur í langtíma merg- ræktunum sem morphologískt og cytochemískt líkjast osteoclöst- um7. 2. Symbiosis: Rottur voru tengdar saman meö skinnflipa. Önnur rottan síðan geisluð til að eyði- leggja blóðmyndandi vef en hinni gefið 7H-thymidine (sem er tekið upp af frumum í skiptingu). Brot- in voru bein í báðum rottunum og skoðuö eftir 28 daga. í ógeisluðu rottunni var 3H-thymidine upp- taka bæöi í osteoclöstum og ost- eoblöstum en aðeins í osteoclöst- um þeirrar geisluðu. í annarri eins tilraun var í staö beinbrots, grætt bein inn í kviðvegg rottanna. Sambærilegar niðurstöður feng- ust8,9 og benda þær til þess að for- stig osteoclasta berist milli dýr- anna með blóði. (2. mynd a) 3. Athuganir á osteopetrosis: Ost- eopetrosis er arlbundinn sjúkdóm- ur sem stafar af vöntun eða van- starfi osteoclasta sem er ýmist vegna þeirra eigin vangetu eða galla í stjórn þeirra."1 Sjúkdóms- myndin er því eðlileg afleiðing þessa þ.e. þykk og brothætt bein, blóðbreytingar vegna aðþrengds merghols og compensatorískrar miltisstækkunar og einkenni vegna aðþrengdra tauga". Sjúk- dómurinn getur verið meðfæddur, hraðgengur og illvígur eða áunn- inn og hægfara (Albers-Schön- bergs veiki) sem er algengara. a) Mús með osteopetrosis má lækna með því aö geisla hana og tengja síðan annarri samstofna mús sem ekki er með osteopetr- osis. Við það fær veika músin starfhæfa osteoclasta9. (2. mynd b) b) Bati fæst einnig við flutning á heilbrigðum nierg, miltisfrum- um, einkjarna frumum frá milta eða thymus12 og normal stofn- frumum úr beinmerg8. í tilteknum rottustofni virðist osteopetrosis fylgja atrophiu á thymus og byggjast á afbrigðilegri T-frumu- starfsemi án nokkurs galla í ost- eoclöstum. Rottum þessum batnar við thymusígræðslu1 ’. i einni til- raun voru osteopetrotískar mýs geislaðar og síðan gefinn bein- mergur14 eða miltisfrumur15 úr öðrum músastofni (Beige-Mice) sem hefur einkennandi granulur í frymi osteoclasta, granulocyta og monocyta (samsvarandi Cédiack- Higashi sjúkdómi í mönnum). Þar með læknaðist osteopetrosis mús- anna en einnig fengu osteoclastar þegans þessar granulur, en ekki osteoblastarnir15. í annarri tilraun var hægt að fylgja eltir, hvernig merktir kjarnar fruma úr milta lentu smám saman inni í osteo- ciöstum þegans16. (2. mynd c) c) Osteopetrosis í mönnum lag- ast viö thymusígræðslu, merg- ígræðslu og eitilfrumugjöf. Stúlka ein með congenit, malign osteo- petrosis fékk eftir geislun og cy- clophosphamid meðlerð, merg frá bróður sínum. Eftir mergflutning- inn kom í Ijós að osteoclastar hennar voru karlkyns (XY-litn.) og tóku til starfa á eðlilegan hátt. Einnig varð áthæfni monocyta eðlileg, en henni hafði verið 66 LÆKNANEMINN ^1985 - Vmt,-38.-39. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.