Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Side 74

Læknaneminn - 01.04.1986, Side 74
stjórn). Ekki mælist þó aukið Pg í beini við PTH gjöf40. Bæði colchic- ine (10-7-10-6M) og CT draga úr úhrifum PTH in vitro. Áhrifa CT gætir þó aðeins í 24 klst. Colchicine sem gefið er um leið og PTH kemur í veg fyrir fjölgun osteoclastanna en gefið á eftir PTH gjöf stöðvar það beineyðingu og minnkar úfið yfir- borð4. Áhrif PTH virðast því vera а. m.k. tvíþætt. Það kann að virðast einkennilegt að osteoblastar sem eru beinmynd- andi frumur hafi viðtaka fyrir aðal beineyðingarhormónin þ.e. PTH og V-D og að slíka viðtaka sé ekki að finna á osteoclöstum. Þetta hel'ur ver- ið tekið fyrir af Rodan, G.A. og Martin, T.J. í yfirlitsgrein41. Þeir telja að áhril' PTH á osteoblasta séu eftirfandi: 1. Aukin virkni adenyl cyclasa - aukið c'AMP. 2. Virkjun á c’AMP háðum prótein kinasa. 3. Hömlun á collagenmyndun. 4. Hömlun á virkm alkalísks phosphatasa. 5. Hömlun á Ca upptöku. б. Osteoblastarnir breyta um lögun, dragast saman og dreyfast. Þar með rofnar sú frumuþekja sem liggur yfir matrix beinsins og ost- eoclastar geta komist í tæri við það. Beinmatrix verkar chemo- tactískt en alltaf er samkeppni milli osteoclasta og osteoblasta um að ná þar haldi. Kenning þeirra er eftirfarandi: Hormón s.s. PTH og Pg aflaga osteo- blastaþekju en formbreytingin verður vegna breytinga á c'AMP. Þar með afhjúpast beinyfirborö og osteoclast- ar dragast að beininu og fara að melta það. Niðurbrotsefnin valda síðan enn meira efnatogi. Hugsanlegt er einnig að það verði bein virkjun á osteo- clöstum fyrir áhrif osteoblasta e.t.v. með breytingum á Pg styrk. Hormón- in hindra einnig beinmyndun osteo- blasta. Calcitonin (CT); CT er andstæða PTH, eykur c'AMP í osteoclöstum og minnkar virkni þeirra42. CT verkar gegn aukinni Ca upptöku af völdum PTH. CT er viðurkennd meðferö ásamt diphosphonötum í Paget’s sjúkdómi í beini43. Á osteoclöstum eru sérstakir CT viðtakar og veldurCT algerri stöðvun á þeim miklu hreyfingum sem ein- kenna osteoclastana í rækt24'44. Áhrifin endast meðan CT er til staðar ef osteoclastarnir eru einangraðir en í beinrækt losna þeir undan áhrifum CT sennilega vegna þess að viðtakar hverfa44. Þetta er e.t.v. vegna áhrila frá nærliggjandi stjórnfrumum sem geta temprað osteoclastavirkni með því að breyta framleiðslu Pg (sjá um Pg). Pg gætu minnkað tjáningu CT viðtaka en hugsanlega einnig örvað osteoclastana á einhvern óþekktan hátt. Einangraðir osteoclastar eru því alltaf sjálfkrafa virkir nema til komi bæling af CT. en nálægar frumur geta allétt þeirri bælingu. CT hefurengin áhrif á osteoblasta, macrophaga, monocyta42 eða fjölkjarna risafrumur en einstaka einkjarna fruma í beini svarar CT. Ekki er útilokað að þær séu preosteoclastar. VÍTAMÍN D3 (-1,25-dihydroxy- cholecalciferol) (V-D); V-D stýrir jónastyrk Calcium (Ca) og Phosphats (Ph) og veldur auk þess beineyðingu í háum skömmtum46 en litlir skammt- ar eru nauðsynlegir fyrir beinupp- byggingu og geta verkaö gegn bein- rýrnun af völdum stera47. Osteoclast- ar hafa enga viðtaka fyrir V-D, frekar en PTH, og verða því áhrif þess að berast til osteoclasta um aörar frumur líkt og áhrif PTH10. V-D viðtakar hafa ekki fundist á öörum frumum í beini en osteoblöstum og osteopro- genitor frumum4s. Hins vegar veldur V-D fjölgun þroskun osteoclasta í óþroska beinum og eykur samruna preosteoclasta18'411. Stöðug gjöf V-D í ungar mýs (0.05-0.25ixg/kg) olli fjölgun og aukningu á yfirborði osteoclasta ásamt auknum hydroxyprolineút- skilnaði49. Þetta gerðist óháð skömmtum. Skammtaháð aukning varð á osteoblastavirkni, þ.á.m. aukning á S-Alk. phosphatasa. Hins vegar var beinmassi áfram óbreyttur svo og Ca og Ph í sermi ólíkt því sem gerist í mönnum. Á þessum grundvelli er sett fram sú hugmynd að V-D verki beint á ost- eoblasta sem síðan hafa áhrif á ost- eoclasta. Hugsanleg eru einnig áhrif á osteoclasta með breytingu á flæði Ca og Ph í garnavegg og þar meö breytingu á styrk þessara jóna í serrni, en aukning á S-Ph og/eða lækk- un á S-Ca veldur aukinni PTH mynd- un og virkjun osteoclasta sem áður sagði. V-D hefur mikil áhrif á þroskun og starfsemi mergættaðra fruma einkun á monocyta og espaðar og/eða ill- kynja eitilfrumur "'M. I monocytarækt með V-D lá frum- urnar útlit macrophaga og aukna ensymvirkni (beta-acetylglucoseam- idase), og mjög lítið magn (ÍO'111- 10 7M) af V-D nægir til að valda þroskun á HL60 frumum (promyelo- cytic leukaemia) í frumur líkar mono- cytum og fjölkjarna macrophögum, bæði hvað varðar útlit, starf og anti- gen (HLA-DR. C3r). Frumur þessar fara einnig að bindast við lifandi, og melta dautt bein í rækt52. Alveolar macrophagar úr 5/7 sjúkl- ingum með sarcoidosis mynduðu V- D in vitro51, en í sarcoidosis er oft hypercalcemia, sennilega vegna extrarenal myndunar V-D. Macro- phagar gætu þannig með local myndun V-D haft áhrif á beinum- setningu. V-D gæti því haft áhrif á beineyð- ingu á eftirfarandi hátt: 72 LÆKNANEMINN Vmi - Vmt,-38.-39. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.