Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Page 84

Læknaneminn - 01.04.1986, Page 84
slæma lungnabólgu ef þau smituðust af RSV.8 Svipað fyrirbæri er þekkt eftir bólusetningu gegn mislingum rneð dauðu bóluefni (sem er ekki lengur í notkun): atypiskir misling- ar.1 Einkenni Hósti og nefrennsli eru oftast fyrstu einkenni bronchiolitis.2 Oft fara þessi einkenni smáversnandi í nokkra daga, en versna síðan skyndilega með hraðri og grunnri, en háværri, öndun, intercostal, subcostal og su- praclavicular inndráttum, útöndunar- stununt og þreytu.2’ 9 Apnököst og ntiklir öndunarerfiðleikar sjást stund- um hjá börnum yngri en 2 rnánaða. Við lungnahlustun heyrast hátíðni rhonci og/eða hvæs í útöndun, og út- öndun er lengd. Einnig eru öndunar- hljóð minnkuð yfir báðum lungum, og dreifð slímhljóð heyrast í lok inn- öndunar. Tachycardia er oft áber- andi. Lifur og milta eru oft þreifanleg vegna þans á Iungum sem þá þrýsta þessum líffærunt niður á við.9 50- 80% sjúklinga hafa hita á bilinu 38.3°-38.9°.2 Önnur einkenni og fylgikvillar geta verið óværð, blámi á vörum, lystarleysi, uppköst, niður- gangur, conjunctivitis, pharyngitis og otitis media.2 Það, sem liggur að baki þessum einkennum, er þrenging eða alger lokun á bronchiolum, sem orsakast af aukinni slímframleiðslu, submucosal bjúg, íferð lymphocyta, og skertri bifhárastarfsemi.2 Flestir telja bron- chospasma ekki eiga þátt í obstruc- tioninni.1,9 Obstructionin veldur hvæsi og lengdri útöndun. A Iungnamynd er greinilegt ofþan á lungum með flöt- um eða everteruðum þindarcontúrum og auknu ant.-post. þvermáli, og einnig sjást þykknaðir bronchial- veggir (on end), og stundum litlir striklaga atelectasar og íferðir.1’ 2’ 9 Ofþanið og atelectasarnir valda trufl- uðu ventilations:perfusions hlutfalli, sem leiðir til hypoxemiu og hypercar- biu.2 Blóðmyndin er oftast eðlileg.9 Eftir að obstruction er komin fram er sjúklingurinn oft alvarlega lasinn í 1-2 daga, en batnar síðan á nokkrum dögum.9 Greining Greiningin er fyrst og fremst klinisk, en ef greina á orsakavald þá hafa komið fram 2 nýjar aðferðir sem not- aðar eru við veiruleit: 1. Immunofluorescence (IF) á frumum úr nefkokssogi. Þessi að- ferð er talin mjög áreiðanleg, og öryggi hennar hefur aukist eftir að hafin var notkun monoclonal mót- efna.1 Þessi greining er gerð á Rannsóknarstofu Háskólans, og svar fæst samdægurs. 2. ELISA (ensyme linked immuno- sorbent assay) er einnig mjög ör- ugg og næm aðferð sem byggir á greiningu viral antigens í nefkoks- sogi.1 Þessar greiningaraðferðir gera mögu- legt að fá fljótt fram örugga sjúk- dómsgreiningu, sem getur verið mjög mikilvægt, einkum ef um kritiskt ástand er að ræða hjá sjúklingnum.1 Því er sjálfsagt að taka nefkokssog og senda í veiruleit hjá öllum sjúkling- um með klinisk einkenni sem líkjast bronchiolitis. Einnig má gera mótefnamælingar í sermi í byrjun sýkingarinnar og eftir bata, og sýna fram á hækkaðan mót- efnatíter gegn ákveðinni veiru, en slíkt tekur að sjálfsögðu mun lengri tíma, og hefur sjaldnast afgerandi áhrif á meðferð sjúklingsins. Mismunagreining ASTHMI: Einkennin eru oft mjög svipuð og við broncholitis. Ef hvæs og hávær öndun koma í endurteknum köstum með einkennalausum tímabil- um á milli, ef asthmi er í fjölskyld- unni, eða barnið hefur merki um of- næmi (t. d. atopiskan dermatitis, eo- sinophiliu eða hækkuð Ig E), kemur asthmi sterklega til greina.2 CYSTIC FIBROSIS: Þetta er arfgeng- ur autosomal víkjandi sjúkdómur í exocrine kirtlum, sem veldur því að slím í öndunarfærum verður óeðli- lega þykkt. Einkenni: hvæs, product- ifur hósti og endurteknar bakteríu- sýkingar í öndunarfærum. Fyrstu merki þessa sjúkdóms eru oft van- þrif.3 Þennan sjúkdóm má greina eða útiloka með svitaprófi. CHONDROMALACIA: Þá erbrjósk í öndunarfærum sérlega veikbyggt og fram koma soghljóð, bæði í inn- og útöndun, sem versna oft við áreynslu, grát eða sýkingu. Hávær öndun er oft áberandi alveg frá fæð- ingu.3 Greiningu má gera með bron- choscopiu. Ýmsir gallar á hjarta og stœrri œðum: Má þar helst nefna vascular ring, og aðra galla á æðum sem þrýsta á barkann eða berkjur og valda obstruction, sem oft er mest í tengsl- um við áreynslu, svo sem grát eða át. Oftast heyrast rhonci bæði í inn- og útöndun.1’ 7 Þessa galla má yfirleitt greina með ómskoðun eða röntgen- mynd af vélinda með skuggaefni. BRONCHOPNEUMONIA: Einkenn- in eru töluvert frábrugðin, meðalfín slímhljóð meira áberandi, en rhonci sjaldgæfir. Hiti er oftast hærri en sést við bronchiolitis. Röntgennrynd er einnig töluvert frábrugðin, meira áberandi dreifð innfiltröt, en ekki ofþan eins og í bronchiolitis.7’9 INEANTILE PNEUMONIA SYN- DRÓM, sést hjá börnum yngri en 6 82 LÆKNANEMINN Vms - '/1986 - 38 .-39. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.