Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 85

Læknaneminn - 01.04.1986, Blaðsíða 85
mánaða og er m. a. orsakað af Chlamydia trachomatis og Cyto- megalovirus. Þá eru meira áberandi slímhljóð, en ekki hvæs, hiti er sjaldnast hækkaður og í blóðmynd er áberandi eosinophilia, og Ig G og Ig M eru hækkuð.9 ASPIRATION af ýmsum orsökum, s. s.: 1. Gastroesophageal reflux. 2. Trulluð kynging, vegna tauga- eða vöðvasjúkdóma. 3. Tracheoesophageal fistula. Þessa sjúkdóma má útiloka með rönt- genmynd af vélinda og maga (með skuggaefni), eða með speglun á vél- inda og barka. KÍGHÓSTI: Klinisk einkenni geta í einstaka tilfelli verið svipuð bron- chiolitis. Oftast er áberandi hækkun á hvítum blóðkornum og lymphocytum í blóðstroki hefur fjölgað. Greiningu má gera með ræktun á Bordet- Gengou æti, en þó ber að athuga að hún er oft falskt neikvæð.7 Meðferð I. Súrefnismeðferð og öndunarað- stoð. Að hindra súrefnisskort er mikilvægasta atriðið í meðferð bronchiolitis. Öndunartíðni erall- góður mælikvarði á það, hvort 02 gjöf sé nauðsynleg. Ef öndunar- tíðni nær 60/mín., má búast við að Pa02 sé koniið í 60 mm Hg,1 og því full ástæða til að setja barnið í tjald með 30-40% súrefni. Blámi (cyanósa) eða áberandi órói eru einnig ábendingar um að hefja 02 meðferð. Markmiðið ætti að vera að halda Pa02 milli 70 og 90 mm Hg.2 Það hefur einnig verið hluti af hefðbundinni meðferð að hafa rakt loft í tjaldinu, en slíkt er um- deilt, og halda sumir fram að það valdi reflex samdrætti í bron- chum.2 Sjálfsagt er að sjúga slím úr efri loftvegum, og fá sjúkra- þjálfara til að gefa lungnabank. Blóðgös úr slagæð ætti að taka ef öndunartíðni nálgast 60/mín. og ef þau eru ekki viðunandi, eða kliniskt ástand sjúklingsins fer versnandi, þrátt fyrir meðferð, ætti þegar að intubera sjúklinginn og leggja hann í öndunarvél.1'2 2. Vökvameðferð. Sjúklingar meö bronchiolitis eru oft þurrir vegna minnkaðrar vökvatekju, og aukins vökvataps með hraðri öndun, og vegna hita. Vökvajafnvægi verður að leiðrétta, og er best að gefa vökva í æð í byrjun til að draga úr áreynslu við matargjafir, sem stuðlað gæti að uppgjöf sjúkl- ings.9 Athuga verður þó að of- vökvun getur verið hættuleg þar sem slíkt getur aukið á bjúg í lungnavefnum, og þannig aukið obstructionina sem sjaldnast er á bætandi.7 Því er nákvæm vökva- gjöf mikilvæg. 3. Lyfjameðferð. Ýmis lyf hafa verið reynd í meðferð bronchiolitis, en ekkert þeirra hefur unnið sér ör- uggan sess. Reynt hefur verið að nota berkjuvíkkandi lyf (adrenalín [gefið s.c.], adrenerg lyf [(3-2) og theophyllamín), stera og antiviral lyf (ribavirin).2 Fáar rannsóknir hafa stutt notkun berkjuvíkkandi lyfja í meðferð bron- chiolitis.1 • 2' 3 Þar sem erfitt er að greina bronchiolitis frá asthma, eru þessi lyf þó oft reynd, en það hefur sýnt sig að fáeinir sjúklingar með bronchiolitis hafa gagn af þeim. Hvaða sjúklingar þetta eru, er erfitt að segja um fyrirfram, og því hefur verið mælt með að prófa adrenalín s.c. hjá öllum sjúklingum með bron- chiolitis. Ef obstructionin minnkar við adrenalíngjöf mætti einnig reyna (3-2 adrenerg lyf og/eða theophylla- mín, en hjá þeim, sem ekki svara adrenalíni, eru þessi lyf gagnslaus.2 Sterar hafa reynst vera gagnslausir ef þeir eru gefnir einir sér. Nýlegar rannsóknir hafa þó bent til að notkun dexamethasone og ]3-2 adrenergra innöndunarlyfja samtímis flýti fyrir kliniskum bata sjúklinga, en frekari rannsóknir til staðfestingar þessum niðurstöðum eru nauðsynlegar áður en notkun þessara lyfja gegn bron- chiolitis verður almenn.2 Ribavirin er antiviral lyf sem er virkt in vitro gegn ýmsum RNA og DNA veirum. Þetta lyf má gefa sjúklingum meö úða, í súrefnistjaldi, eða gegn- um öndunarvél. Tvær samanburðar- rannsóknir sýndu að þetta lyf flýtir fyrir bata, bæði kliniskt, með bættum blóðgösum, og með lækkuðum RSV mótefnatíter.4' 5 Hvorug rannsóknin leiddi í ljós neinar aukaverkanir af lyfinu. Þetta lyf hefur reynst sérlega vel við meðhöndlun á króniskum bronchiolitis hjá ónæmisbældum sjúklingum.1 Því fer fjarri að Ribavi- rin sé komið í almenna notkun, en e. t. v. væri rétt að hafa þennan möguleika í huga hjá sjúklingum með slæman bronchiolitis sem reynst hef- ur nauðsynlegt að leggja í öndunar- vél.2 Sýklalyf gegn bronchiolitis eru gagns- laus og óþörf nema einkenni bakt- eríusýkingar komi frani.2'9 Horfur Ljóst er að smábörn, sem fá bron- chiolitis, verða oftar obstructíf á fyrstu 4 árum ævinnar en þau sem aldrei hafa fengið þennan sjúkdóm. Munurinn er verulegur, eða 42% á móti 19%.6 Þennan mun má skýra á tvennan hátt, annarsvegar þannig að sýkingin hafi valdið skemmdum á lunga barnsins, og sé því orsök þessa munar, eða hinsvegar að þau börn sem hafa viðkvæma öndunarvegi (og verða því fremur obstruktíf) séu í áhættuhópi fyrir að fá bronchioli- LÆKNANEMINN Vi985- !/i986 — 38.-39. árg. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.