Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 89

Læknaneminn - 01.04.1986, Síða 89
var gjört, og hitti ég þáfyrirfinnska stelpu, 5. árs nema, sem átti aö vera á sömu heilsugæslustöð og ég. Var okkur sagt að við værum einu skiptistúdentarnir í Tyrklandi í júní. Okkur var ekið á áfangastað í litlu þorpi, Etimesgut, u.þ.b. 15 km frá útjaðri Ankara. Þar var bæði héraðsspítali og heilsugæslustöð. þar vorum við skildar eftir hjá fram- kvæmdastjóra spítalans. Eina enskan sem hann kunni var „You want tea?" sem þó var öllu meira en tyrkneskukunnátta okkar. Okk- ur til bjargar kom tannlæknir spít- alans, sem byrjaði á því að segja hreystisögur af sjálfum sér í bar- áttu við tyrkneska tannsjúkdóma áður en við komumst að með okk- ar vandamál. Þar sem bæði við og framkvæmdastjórinn vissum jafn- lítið um hvar við ættum að vera í kerfinu var sæst á 2 vikur á heilsu- gæslustöðinni, og 2 vikur á spít- alanum. Herbergið sem við fengum á þriðju og efstu hæð spítalans var ekkert slor. Málningin flögnuð af veggjunum, rúmin sigin svo líktust U-i, vaskurinn stíflaður og sturtan stóð varla undir nafni. Reyndar áttum við fljótlega eftir að komast að því að þar var yfirleitt alveg vatnslaust á morgnana, heita- vatnslaust á kvöldin og rafmagns- laust af og til. Svo deildum við her- berginu með allskyns skorkvikind- um. Privat-klósett höfðum við að vísu ekki en okkur stóðu öll kló eða öllu heldur holur á spít- alanum til boða, utan fram- kvæmdastjóraholunnar. Nánari lýsing átyrknesku „salerni“: Dæld í gólfið með gati. Lítill krani niðri við gólf og plastfata til „niðursturt- unar“. Klósettpappír óþekkt fyrir- bæri. Maturinn á staðnum var í enn hærri klassa en herbergið. Soðið LÆKNANEMINN 2/i985 - VÍ986 —38.-39. árg. grænmeti í olíu, hrísgrjón í olíu, baunir í olíu og salat í olíu. Alltaf allt fljótandi í olíu. Og svo gamalt brauð með öllu saman. Leyfði ég mér að efast um hreinlæti kokksins, enda voru ekki liðnir margir dagar þegar sumir fengu heiftarlega í magann og urðu að halda sig við te og ferskjur meiri- hluta dvalarinnar. Þetta svokallaða „Field Project“ er hálfgerð tilraunastarfsemi hjá stjórnvöldum og aðeins til staðar á nokkrum stöðum í landinu. Stór- um landsvæðum er skipt niður í mörg minni. Hvert litlu svæðanna hefur eina heilsugæslustöð (HG) og hvert stórt svæði hefur einn héraðsspítala. Mörg stór svæði til- heyra svo einum háskólaspítala. í HG-stöðinni í Etimesgut störfuðu 3 læknar og 9 Ijósmæður. Lækn- arnir taka á móti sjúklingum sem koma á stöðina. Langalgengastar eru loftvegasýkingar og gastro- enteritis. Ef ekki er hægt að gera út um málið á staðnum eða með lyfseðli er viðkomandi sendur á hér- aðsspítalann, sem í þessu þorpi þjónaði 8 HG-stöðvum. Ef vanda- málið reynist héraðsspítalanum um megn er viðkomandi sendur á háskólaspítalann. í Etimesgut voru 2 læknanna sem tóku á móti öllum sjúklingum, skrifuðu recept, saumuðu sár, hreinsuðu abcessa, tóku sauma og sáu um slíka minni- háttar handavinnu. Þriðji læknirinn (kvensa) var í „fjölskylduskipu- lagningu" sem fólst einkum í því að setja lykkjuna í þær konur sem þess óskuðu. Þær voru hins vegar allt of fáar að mati stjórnvalda sem nú eru að reyna að fá fólk til að fækka barneignum. Ekki aðeins vegna heildarfólksfjölda heldur einnig vegna tekna per einstakl- ing. Meirihluti landsmanna eru bændur sem varla geta fætt og klætt sig og sína. Sést það glöggt á HG-stöðinni hversu kröpp kjörin eru þegar heilu fjölskyldurnar koma í lörfum og það var alls ekki sjaldgæft að sjá vannærð börn. Sú læknisþjónusta sem HG-stöðin getur veitt er ókeypis. Um leið og viðkomandi þarf á röntgenmynd að halda, sérfræðingi, spítalavist eða langtímalyfjameðferð s.s. við gigt eða krabba, þá er það sjúk- 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.