Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Page 6

Læknaneminn - 01.10.1989, Page 6
Leiðari “En kjósir þú nú á tímum að gera ekkert og halda jafnframt virðingu þinni, er besta ráðið að þykjast önnum kafinn við mikilvœgar rannsóknir...” (Leslie Stephens, Sketches from Cambridge (1865)) I þéttskipaðri stundaskrá lœknanemans er hœtt við að lítill tími gefist til að grufla í afmarkaða kima lœknisfrœðinnar, til að fá þann dýpri skilning sem mikilvœgur er og gefur náminu gildi. Þrátt fyrir perestrojkuna sem nú ríður yfir deildina, er hæpið að það leiði til mikilla breytinga hvað þetta mikilvœga atriði varðar. En fyrir þá sem eru þungt þjakaðir af glósulestri og tímasókn, er til afdrep innan múra deildarinnar sem nokkrir (þó ekki of margir) lœknanemar hafa nýtt sér. Hér er ég auðvitað um að rœða umB.S. nám sem gefur hið nauðsynlega frelsi sem þarf til frœðilegrar iðkunar, sem marga dreymir um erþeir hefja háskólanám. Arið 1984 voru lög um B. S. nám í lœknisfrœði samþykkt á deildatfundi og til þessa hafa yfirleitt um einn til þrír lœknanemar á hverju ári nýtt sérþennan möguleika. Avöxturinn hefur íflestum tilfellum verið ríkulegur og að mati margra þeirra semfrelsið hafa nýtt sér hefur sá tími sem í verkefnið fór verið einn lærdómsríkasti tími námsins. Flestir þeir sem nú hafa lokið þessum áfanga hafa fengið birtar niðurstöður rannsókna sinna í viðurkenndum erlendum vísindatímaritum og er það góður mælikvarði á hve verkefnin hafa tekist vel og mikill metnaður hefur legið að baki. En árangur af sjálfstœðri vinnu í eitt ár undir handleiðslu góðra manna verður að sjálfsögðu ekki eingöngu mœldur fjölda greina sem skrifaðar eru heldur erþetta fyrstfremst gullið tœkifœri til að sökkva sér á bólakafí afmarkaða greinarfrœðinnar og öðlast þœr nýju víddir og þáfróun sem afþví hlýst. I þessu hefti lœknanemans gefur að líta þau fjölbreytilegu og metnaðarfullu verkefni sem boðið var upp á fyrir námsárið 1989- '90 og œtti sú lesning að veraforvitnileg fyrir þá sem áhuga hafa á rannsóknum. Eg minntist hér að ofan á að breytingin sem nú œtti sér stað innan deildarinnar myndu vart auka til muna þann tíma sem lœknanemar hafa til sjálfstœðrar menntunar. Þó er vert að minnast á eina veigamikla undantekningu sem hillir undir og var raunar löngu tímabœr. Hér er um að rœða rannsóknartímabil á fjórða ári sem allir eiga að fara í gegnum og á að standa í fjóra mánuði. Þó að þarna sé um að rœða stuttan tíma þá er kannski mikilvœgast að þetta getur nœgt til að kveikja áhugann og getur þannig leitt til áramhaldandirannsóknaíformiB.S. náms. Viðgetum því vonast til að að framundan séu bjartir tímar með blóm í haga fyrir akademískt nám innan lœknadeildar og eftil vill erþess ekki langt að bíða að hœgt verði að bjóða upp á doktorsnám í deildinni og þannig gera lœknadeild Háskóla Islands að alvöru lœknaskóla. MKM 4 LÆKNANEMINN l-%89-42. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.