Læknaneminn - 01.10.1989, Page 13
Ætt C
MYND 9.
Blóðþrýstingurmældist 120/80. Almennar rannsóknir
voru eðlilegar. Tölvusneiðmynd af heila sýndi einkenni
um nýja blæðingu og merki gamalla skemmda.
Mænuvökvi varblóðugurog cystatin C mældist lækkað
eða 3.0 mg/1.
Næstu fimm árin fékk sjúklingur 6 heilaáföll.
Endurtekin heilarit voru óeðlileg. Andlegu
breytingarnar jukust, einng fór að bera á flogaköstum
og hafði hann verið rúmfastur í eitt ár áður en hann lést
af síðasta heilaáfallinu.
Sjúklingur Nr. 3. (Ætt B, mynd 8)
Þegar sjúklingurinn var 20 ára fékk hann
skyndilega svimakast, sem stóð í 3 klst. Fannst honum
allt snúast í kringum sig.
Níu árum síðar, þvöglumælgi, máttleysi hægra
megin í andliti, magnleysi og stjórnleysi í hægri hendi
og jafnvægisleysi. Öll einkennin gengu yfir á 4 klst.,
nema þvöglumælgin sem lagaðist alveg á nokkrum
dögum. Blþr. 150/90.
Almennar rannsóknir eðlilegar. Heilalínurit,
hálsæðamyndir (vertebralis og carotis communis
angiografia) báðum megin sýndu ekki með vissu neitt
óeðlilegt.
Sjúklingur lamaðist 31 árs vinstra megin eftir
i í'iu iu: iviynain synir neiiaunurn ai sjuKiingi sein naiui lengiu
vikum fyrir andlát sjúklings. Ritið er mjög óeðlilegt. Grunntíðni (
framantil vinstra megin.
heilaáföll. Ritið er tekið tveim
LÆKNANEMINN l-y»89-42. árg.
11