Læknaneminn - 01.10.1989, Page 19
Vefjasýni, tekið með berkjuspegli sýndi hnatt- og
plasmafrumuíferð í millivef lungna (interstitial
pneumonitis). Til að létta sjúklingi öndun var hafin
teófýllamín meðferð. Slappleiki óx og varð hann
óvinnufær til allrar vinnu vegna úthaldsleysis. Ræktanir
°g mótefnamælingar gegn Cytomegalovirus fengust
ekki gerðar á þessum tíma. Hann fékk endurteknar
skútabólgur. í eitt sinn var Streptococcus milleri
meinvaldurinn, en í annað sinn Hemophilus influenzae
og pneumococcar. Oft var hann með vatnsþunnan
niðurgang. Sjúklingurinn fékk viðvarandi verk
framanvert og hliðlægt á vinstra læri. Vöðvastyrkur í
ganglimum varlítillegaskertur. Rannsóknamiðurstöður
sýndu vægan blóðskort; T-hjálparfrumum fækkaði
alveg niður í = 5/mm-’ (600-1200). T-hjálparfrumu/T-
bælifrumu hlutfall lækkaði niður í = 0.01 (1.0-2.8). í
eitt sinn reyndist alkalískur fosfatasi hækkaður = 1000
(80-270).Laktat í mænuvökva var nokkuð hækkað =
3.98 mmoi/I (1.20-2.10), svo og prótein = 497 mg/1
(200-400).
Ellefta lega. Ástæða hennar var vaxandi
almennur slappleiki. Hann hafði verið með 38-39°C
hita á kvöldin en minni á daginn, blóðugan niðurgang
og þjáðst af svefnleysi. Við skoðun var sjúklingur
horaður og hafði almennar eitlastækkanir. Við
bakskoðun var hann með bankeymsli yfir Th-3 til Th-
5 hryggjartindum og vinstra nýra sem leiddi út í kvið.
Hann fékk fenoxýmetýlpenicillín meðferð vegna
skútabólgu.
Nokkru síðar var hafin zidóvúdín (RetrovirR)
meðferð, gegn alnæmisveiru sýkingunni og varð hann
hitalaus smám saman.
Tólfta lega. Var hún vegna Hemophilus
influenzae lungnabólgu og fékk sjúklingur ampicillín
meðferð gegn henni með góðum árangri. Nokkru síðar
hækkaði kreatínín, fór hæst í = 215 jimól/l (44-110).
Natríum lækkaði = 124 mmól/1 (137-147). Kalíum
hækkaði = 5.8 mmól/1 (3.6-5.0). Tveimur til þremur
vikum fyir andlát varð vart vaxandi sljóleika.
Sjúklingurinn fór næstum því í dá (coma) áður en hann
dó.
Niðurstöður úr krufningu: Ræktunfrálungum
sýndi að dánarorsök var lungnabólga orsökuð af
Staphylococcus aureus. Nýrnahettur voru rýrar og við
Vesturbæjar Apótek
Á horninu á Melhaga og Hofsvallagötu
Hefur á boðstólum Opið alla virka daga kl. 9 til 18
011 lyf Sími 2 22 90
Hjúkrunarvörur
Snyrtivörur
og
Hreinlætisvörur
LÆKNANEMINN 1^/1989-42. árg.
17