Læknaneminn - 01.10.1989, Side 21

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 21
Klínískt gefa CMV sýkingar sig til kynna við alnæmi, meðal annars sem alvarleg lungnabólga, lifrarbólga, gama- og ristilbólga, vélindabólga, magabólga, æða- og sjónubólga í augum og nýrnahettubólga (7,10). CM V virðist hafa mikla sækni í nýrnahettur við alnæmi (22). Þessi sjúklingur hefur að öllum líkindum haft CMVogToxoplasmagondii orsakaðanýmahettubólgu sem sennilega hefur valdið Addisonsveiki (nýmahettubilun) hjáhonum (22,1). Undir lokin sýndu rannsóknir lækkun á natríum og hækkun á kalíum í blóði sem bendir til nýmahettubilunar. Erfitt getur verið að greina Addisons veiki við alnæmi vegna þess að einkenni langvinnrar nýmahettubilunar geta líkst einkennum við alnæmi, svo sem slappleika, niðurgangi °g þyngdartapi (22,23). Þegar Toxoplasma gondii veldur fylgisýkingu hjá alnæmissjúklingum er oftast um að ræða sjúkdóma • miðtaugakerfi; yfirleitt ígerðir (abscessa) í heila, en einnig getur frumdýrið valdið dreifðri heilabólgu, heilahimnubólgu og æða- og sjónubólgu (5,7,13). Tölvusneiðmyndun af höfði var neikvæð og er því ósennilegt að sjúklingurinn hafi haft miðtaugakerfis- sýkingu. Vefjameinafræðileg rannsókn eftir dauða leiddi hins vegar í ljós útbreidda Toxoplasma gondii sýkingu: Frumdýrið fannst í nýrnahettu, lunga, lifur, eitli (mynd 2) og að líkindum í hjarta. Frumdýrið hefur sennilega átt þátt í nýrnahettubólgu hjá sjúklingnum, eins og að framan greinir. Ef til vill hefur hækkaður alkalískur fosfatasi stafað af lifrarbólgu (hepatitis) orsakaðri af Toxoplasma gondii en frumdýrið fannst í Kupffer frumum og að nokkru leyti í þekju lifrar. Eitlastækkanir voru mjög líklega að hluta til orsakaðar af frumdýrinu (5). Mögulegt er að sjúklingurinn hafi verið með hjartavöðvabólgu (myocarditis) orsakaða af Toxoplasma gondii en frumdýrið fannst að lfkindum í vöðvafrumum íhjarta (15). Við alnænti ereinnig þekkt að frumdýrið getur valdið vöðvabólgu (myositis) og eistnabólgu (5). Sjúklingur var mjög oft með niðurgang og ýmis kviðaróþægingi. Endurteknarræktanirfyrirbakteríum og leit að sníkjudýrum voru neikvæðar. Verulegur hluti alnæmissjúklinga fá óviðráðanlegan niðurgang og vanfrásog frá meltingarvegi (malabsorbtion) þar sem ekki er hægt að finna neina grundvallarorsök, svo sem CMV garnabólgu (4,6). Sýnt hefur verið fram á að HIV sýkingskemmirsjálfráðartaugarímeltingarfærum og er mögulegt að það eigi þátt í niðurgangi við alnæmi (8). Einnig er mögulegt að einkenni séu að hluta til komin vegna Addisonsveiki, sbr. ofangreint. Sjúklingur grenntist og tærðist upp. Kyngingarörðugleikar, niðurgangur og hugsanlega vanfrásog eða Addisons sjúkdómur gætu sennilega skýrt það. Margir alnæmissjúklingar tærast upp án þess að hægt sé að finna grundvallarástæðu fyrir því svo sem dreifða CMV-sýkingu (4). Undir lokin sýndu blóðrannsóknir hækkun á kreatíníni, en það bendir ef til vill til skertrar nýmastarfsemi, en þekkt er að um tíu prósent alnæmissjúklinga fá nýmasjúkdóma. Þar af fær um þriðjungur afturkræfa (reversible) bráða nýrnabilun, orsakaða af nýmaeitri (lyfjum) eða vefildisskorti (hypoxemiu) en um tveir þriðju fá nýmakvilla (nephropathy) tengdan alnæmi, sem veit á slæmar horfur (20). Sjúklingurinn hefur mjög líklega þjáðst af heilakvilla (vitglöpum) orsökuðum af alnæmisveirunni. Heilakvilli gengur undir ýmsum nöfnum á ensku (HIV encephalopathy, AIDS dementia complex, subacute encephalitis) (2,16,17,24). Snemmkomin einkenni eru: Vitræn (cognitive) truflun, t.d. einbeitingar- örðugleikar, rugl, minnisleysi varðandi nýliðnaatburði og erfiðleikar við að leysa reikningsdæmi; truflun á hreyfikerfi (motor), t.d. minnkaður styrkur í gangl imum eins og þessi sjúkl ingur var með, og skriftarörðugleikar; atferlistruflun og er algengast að sjúklingar einangri sig félagslega, en geðæsing (agitation) getur komið fyrirog barnokkuð áhenni hjá þessum sjúklingi. Þegar líður á sjúkdóminn (nokkrir mánuðir) vaxa vitglöpin (dementia) og geta orðið alvarleg. Skynhreyfihefting (psychomotor retardation) kemur fram ásamt öðrum sjúkdómsteiknum. Nokkrum vikum fyrir dauða varð vart vaxandi sljóleika og rugls hjá sjúklingnum og var hann næstum því komin í dá (coma) við dauða. Heilakvilli af völdum alnæmisveiru er algengur við alnæmi og getur verið fyrsta eða eina einkennið við alnæmi (16,17). Hækkun próteina í mænuvökva sjúklingsins hefur sennilega stafað af heilakvillanum (2,16). Verkurinn framanvert og hliðlægt á vinstra læri hefur sennilega verið vegna eintaugarkvilla (mononeuropathy) í utanlærishúðtaug (nervus cutaneus femoris lateralis) , en eintaugarkvilli er þekktur við alnæmi. Sennilega er alnæmisveiran meinvaldurinn (11). ^ I fyrstu legunni var sjúklingurinn klínískt með alnæmi samkvæmt skilgreiningu (3,24). Eftir á að LÆKNANEMINN 1—1'1989-42. árg. 19

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.