Læknaneminn - 01.10.1989, Síða 29

Læknaneminn - 01.10.1989, Síða 29
eru hvorki sérlega aggressivir eða toxiskir. Strept.pyogen. er mjög agressivur og í meðallagi toxiskur. Stífkrampabacillan og bamaveikisbakterían eru mjög toxiskir, en lítið aggressivir. Þegar sóttkveikjur hafa náð fótfestu í lifandi vef, rekast þær á fjöl- breytt vamarkerfi líkamans. Til að skjóta rótum og margfaldast verða þær að sigrast á þessum vörnum. Hinar ýmsu tegundir baktería taka á móti þessum vömum á mismunandi hátt. Staph.aureus og strept.pyogenis framleiða toxin, svonefnd leukotoxin, sem geta drepið hvítfrumur. Lungnabólgusýkillinn býr yfir hæfileikum, sem tengdur er yfirborði bakteríunnar, og er fólginn í því, að byggja umhverfis sig mucoid hjúp til varnar. Stafylokokkar geta framleitt efnakljúfa, coagulase, sem myndar fibrin- himnu um bakteríuna til verndar gegn hvítfrumunum. Bakteríur, sem valda sjúkdómi hjá einni tegund lífvera, geta verið alveg meinlausar öðrum. Virulens sóttkveikja er þannig oft bundin við eina eða fáar dýrategundir og ýmsar bakteriur, sem eru hættulegar manninum, eru mein- lausar dýrum og öfugt. Alitið er, að þessi mismunur sé einna mest kominn undir bakteríutoxinum, en mjög er mismunandi næmi hinna ýmsu lífvera fyrir þeim. Þannig er bamaveikitoxínið meinlaust rottum og stífkrampatoxínið hefur engin áhrif á dýr með köldu blóði. Við flestar sýkingar, sem sóttkveikjur valda, stafa veikindin af skemmdum, sem orðið hafa á sýkingarstaðnum. Einkenni fara eftir því hvaða bakteríur eiga hlut að máli, eftir virulens þeirra, eftir mótstöðuafli sjúklingsins og að nokkru leyti í hvaða vef líkamans sýkingin hefur náð bólfestu. Nokkrar bakteriutegundir eins og þær, sem valda taugaveiki, fuglavinafári (undulant fever) og Weils-sjúkdómi, framkalla litla eða enga skemmd á sýkingarstaðnum, en orsaka samt sýklablóðsmit (bacteraemi), sem sýkt getur ýmsfjærliggjandi líffæri. Virulensbakteriustofna afsömu tegund geturverið mjög mismunandi. Það fer þóekki eingöngu eftir virulens sóttkveikja, hvort sýklar, sem komast gegnum yfirborðsþekju líkamans, valda sýkingum, heldur líka eftir mótstöðuafli hvers og eins, sem er talsvert einstaklingsbundið. Þetta mótstöðuafl er kallað ónæmi (immunity). Septiskar bólgur Þegar sýklar ná fótfestu í vefjum líkamans framkallar það viðbrögð, sem setjaí gang vamaraðgerðir á staðnum, jafnframt því, að öll líkamsstarfsemin beinir spjótum sínum gegn sýkingunni. Þessi almennu og staðbundnu viðbrögð eru nefnd bólgusvörun inflammatory reaction. Klinisk einkenni hennar sem eru fyrst og fremst staðbundin, eru hiti, roði, bólga og verkir. Þegar staðbundnu einkennin koma fljótt í ljós, ásamt hitahækkun og öðrum almennum sjúkdómseinkennum, er talað um bráða bólgusvörun til greiningar frá sígengri (króniskri), sem gefur lítil almenn og staðbundin einkenni, en verður oft langvinnari og erfiðari viðfangs, en oftast fer það eftir hvaða sýklar eiga í hlut hvor sjúkdómsmyndin kemur í ljós. Við bráða bólgu verður aukin háræðagisnun (permeabilitet) á hinum sýkta stað, sem stuðlar að auknu plasmaflæði,sem aftur ber með sér mótefni, komplement og kleifkjarna hvítfrumur út í vefinn og framkallar oft graftrar íferð, ef um kröftuga sýkingu er að ræða. Þær bakteríur, sem valda graftaríferð, eru kallaðar pyogen bakteríur, en það eru einkum kokkar og kolíform sóttkveikjur. Aðrir sýklar valda fyrst og fremst bandvefsaukningu og hafa tilhneigingu til að mynda örvef eða granulom eins og t.d. verður við miltisbrand (antrax), ámlusýki (erysopeloid) við holdsveiki og sláturbólu (orf) Fyrir utan staðbundna fjölgun á hvítum blóðfrumum kemur sýking með pyogen bakterium af stað almennum sjúkleikaeinkennum, svo sem hitahækkun, hvítfrumufjölgun (leukocytosis) og öðrum blóðbreytingum. Algengustu pyogen bakteriumareru stafylokokkar, streptokokkar og kolibasillur. Ef viðnám það, sem bólgusvörunin veitir, nær ekki að stöðva sýkinguna berst hún í dýpri vefi líkamans og dreifist þar áfram, einkum í gisnari vef eins og t.d. á mótum vöðvalaga, og er nú nefnd netjubólga (cellulitis). Sýkingin getur borizt í sogæðakerfið og framkallað sogæðabólgu (lymphangitis) ogeitlabólgu í námundaviðsýkinguna. Sýking getur einnig borizt í blóðrásina, og er þá talað um blóðsmit. Slík sýking á venjulega upptök sína í bláæðum, sem sýkt æðabólga (sept.thrombophlebitis) eða bakteriublóðrek. Sýkingaleiðir Sýkingar geta orðið til með ýmsu móti, oftast er það vegna áverka á yfirborðsþekju, en þær geta líta LÆKNANEMINN 1-44989-42. árg. 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.