Læknaneminn - 01.10.1989, Side 31

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 31
svæði eins og t.d. í sambandi við sýkingu í rennibelg (bursitis), sem ekki er sjaldgæft framan til á hnjám eða olnbogum. Utlitið getur fljótt á litið minnt á djúpa netjubólgu, en spennan í undirliggjandi vef er lítil sem engin, sjúkl. verður lítið veikur og almennu einkennin óveruleg. Grunn netjubólgageturminnt áheimakomu (erysipelas), en hefur ekki eins skýr takmörk hvað snertir roða og fyrirferð á bólgusvæðinu. Sogaæðabólga Bakteríutoxin og sóttkveikjur geta dreifzt með sogæðum Þetta kemur einna helzt fyrir við streptokokkasýkingar og er ekki sjaldgæft við minni háttar ígerðir í höndum eða fótum. Kliniskt ertalað um tvennskonar form. Capillær form, sem lýsir sér með dreifðum roða og smágreinnóttum rauðum rákum í kringum staðbundna sýkingu. Trunculær form, en þá koma í ljós rauðleitar rákir, oft margra cm langar, sem liggja frá sýkingarstaðnum. Oft fylgja almenn sjúkdóms- einkenni með hitahækkun og blóðbreytingum. Eitlabólga á tilsvarandi svæði er algeng. Igerðir geta myndazt í þessum eitlum. Venjulega er hægt að finna staðbundna sýkingu og oftast batnar sogæða- bólgan af sjálfu sér, þegar að sýkingin er meðhöndluð með skurðaðgerð og ræst út. Rétt er að gefa sýklalyf við sogæðabólgu. Blóðsmit (sepsis) Berist sóttkveikjur út í blóðrásina er venjan að tala um eitt af þrennu: Bacteraemia, pyaemia eða septicaemia. Milli þessarra flokka eru ekki skörp mörk, en þó er talið hagkvæmt að viðhalda þeim. Sýklablóðsmit (bacteraemia): Viðbacteraemiu eru sóttkveikjur í blóðrásinni í litlum mæli og fjölgar ekki að ráði, en berast þangað frá staðbundim ii sýkingu. Dæmi um þetta sést oft í samband við þvagfærasýkingar, við vissar mildar meningococcasýkingar og stundum í sambandi við gonococc-sýkingar eða þegar um septiskar liðbólgur er að ræða. Blóðígerð (pyaemi): Viðstaðbundnarsýkingar geta bacteriutoxin skemmt endothel á bláæðum í nágrennisýkingarinarogframkallaðblóðsega. Hagstæð vaxtarskilyrði skapast fyrir sóttkveikur í blóðtappanum. Hvítfrumur og proteolytisk enzym brjóta hann niður og smábitar geta losnað og borizt út í blóðrásina, sem blóðrek og festst í fjarlægum stöðum og þannig borið með sér sóttkveikjur. Pyaemi er hættulegt ástand eins og septicaemia. Blóðeitrun (septicaemia): Talað er um septicaemiu þegar fjölgun ermikil á pathogen bacterium í blóðinu. Fyrr á tímum var þetta nokkuð algengt í samband við sýkingar, sem stöfuðum af haemolytiskum streptococcum og öðrum pyogen sóttkveikjum, en einna þekktast var þetta í samband við barnsfararsótt. Dæmi um septicemiu, sem gekk sem epidemia var svartidauði (Pasteurella pestis). Sepsis táknar alltaf alvarlega sýkingu með meiri háttar eitrun og er oft vottur um að sýkingin hafi lamað vamarmátt líkamans. Septicaemia og pyaemia voru miklu algengari fyrr á tíð en nú er orðið og voru streptococcar algengasta orsökin. Betri lækningamöguleikar nú hafa fækkað þessum tilvikum, en bacteraemia af völdum colisýkla eru orðnar algengasta orsökin fyrir blóðsmiti í dag. Heimakoma (Erysipelas) Heimakoma er streptokokkasýking í húð, sem tekur til yfirborðs lymfubrauta og lýsir sér með samfelldri bólguhellu. Sýkingin byrjar út frá áverka á yfirborðsþekju, oft mjög óverulegum. Heimakoma, sem var mun algengari fyrir daga sýklalyfja, kemur helzt fyrir í andliti, á fótleggum og scrotum, en getur þó komiðfyrirhvarsemer. Fólk veikistmeð kölduflogum, fær háan hita og blóðbreytingar. Húðin verður rauð, heit og aum viðkomu, þykk og þétt átöku og eru mörkin á bólgunni og heilbrigðri húð mjög vel skýr hvað snertir litarhátt og jaðarþykknun. Bólga og eymsli eru jafnan í svæðis eitlum. Yfirleitt myndast ekki gröftur, en drep getur komið í húðina á staðnum. Meðan heimakoma var algengur kvilli, var blóðeitrun af völdum streptokokka og hjartaþelsbólga ekki óalgengur fylgikvilli. Nokkur hætta er á endursýkingum og getur það leitt til fílildis (elephantiasis) á útlimum. Skurðaðgerðum er ekki beitt við þenna sjúkdóm, en meðferðin er fyrst og fremst fólgin í sýklalyfjagjöf, sein er þá haldið áfram all langan tíma eftir að einkennin hverfa, en það er talið minnka endursýkingarhættu. LÆKNANEMINN 1-4Í989-42. árg. 29

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.