Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Side 32

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 32
Graftarbóla (furunculus) Graftarbóla er algeng sýking í húð og stafar af stafylokokkum og byrjar í hársekk og fitukirtli og því oft nefnt folliculitis. Þessi sýking getur komið hvar á líkamann sem er, nema á hárlausum svæðum, eins og lófum og iljum, en er algengust í andliti, aftan á hálsi, ínáraog áhandarbökum. Eittfyrstaeinkennið erkláði, þroti og roði á staðnum, en fljótlega kemur í ljós graftarbóla, sem opnast og rennur þá fram lítilsháttar gullleitur gröftur, og læknast bólgan oft á þessu stigi, en hitt kemur líka fyrir, að roði og bólga eykst kringum bóluna með vaxandi sársauka og getur nú myndazt graftarkýli, sem venjulega er með gráleitt graftarhrúður í toppinn. Eftir fáa daga opnast kýlið sjálfkrafa og graftamaglinn losnar upp og læknast þá sýkingin af sjálfu sér. Sjaldan fylgja almenn sjúkdómseinkenni. Þótt stundum þurfi að beita skurðaðgerð, nægir þó oftar staðbundin meðferð með áburði eða bökstrum. Graftarbólur geta verið varasamar í andliti, einkum á efri vör og kringum nefið (nasolabial svæði). Ohjákvæmilegar hreyfingar á andlitsvöðvum eiga þátt í að dreifa sýkingunni, sem getur borizt í bláæðar á þessu svæði og komizt í v. ophthalmica svo áfram í sinus cavernosus og valdið heilahimnu- bólgu. Einkenni um þessa sýkingu eru meðal annars bjúgbólga í námunda við sýkinguna, hitahækkun og vaxandi sj úkdómseinkenni. Graftarkýli (carbunculus) Graftarkýli byrjar á sama hátt og graftarbóla, en bólgan nærhértil margraaðliggjandi hársekkja. Fyrstu einkenni er þétt, sársaukafull bólga og fljótlega fer að vessaúrmörgum litlum graftaropum. í byrjunmyndast ekki nein greinil. ígerðarhola, en hrúður og undirliggjandi húðdrep kemur í ljós, sem getur náð niður í undirhúðarvefinn. Oft fylgir hitahækkun, sogæðabólga og almenn lasleika-einkenni. Carbunculus getur komið fyrir hvar sem er á líkamanum, en er einna algengast aftan á hálsi og stafar m.a. af því, að þar ganga fjölmargir bandvefsstrengir frá húð og niður í fasciuna og eiga þeir þátt í því, að vefurinn gefur hér lítið eftir, en bjúgbólga og spenna á staðnum stuðlar að blóðþurrðarástandi og flýtir þannig fyrir drepi í bólgunni. Venjulega þarf að beita skurðaðgerð við þessar sýkingar. Svitakirtlabólga Svitakirtlabólga (hydradenitis) er lang algengust íholhönd og stafaroftast af staph. aureus. Oft myndast margar smá ígerðir og þar eð sýkingin hefur tilhneigingu til að berast frá einum svitakirtli í annan, getur hún haldið áfram vikum eða mánuðum saman. Þessar ígerðir á að meðhöndla með skurðaðgerð, en hætt er við endursýkingu. Sýktur fitupoki Oft kemur fyrir, að fitupoki sýkist (inficerað atheroma) og lýsir sér sem vel afmörkuð fyrirferðarauking og grunn netjubólga. Greiningin er auðveld, þar eð ætíð er saga um fitupoka, æxlismyndun, sem sjúkl. hefur vitað af um lengri eða skemmri tíma áður. Þegar sýking hefur borizt í fitupoka þarf að meðhöndla þá eins og hvert annað graftarkýli með skurðaðgerð og fráræsingu (drainage), en þar eð sjaldnast er hægt að ná burtu sjálfum fitupokanum, þarf venjulega að gera aðra aðgerð síðar meir, þegar sýkingin hefur læknazt. Gangrene Gangrene (íludrep, áludrep, kolbrandur, brandur) er kliniskt hugtak, sem haft er um deyjandi eða dauðan líkamsvef, sem tekinn er að leysast upp og meltast fyrir áhrifrotnunarbacteria. Við þetta myndast meðal annars rok- gjöm efni, sem bera með sér fúla lykt af rotnun. Loftmyndunin framkallar oft sérkennilegt brak (crepitationir), sem finna má fyrir með þreifingu. Litarbreytingar koma í ljós í vefnum, sem geta verið dökkbrúnar, grænbrúnar og svartar og stafa af niðurbroti blóðrauða í vefnum og verður meira áberandi í blóðríkum vef. Helztu orsakir fyrir fludrepi eru eftirfarandi: -Slagæðasjúkdómar; Á friðartímum eru slagæðasjúkdómar algengasta orsökin, eins og t.d. æðakölkun (atherosclerosis), sem líka er kallað senil 30 LÆKNANEMINN 1-2/1989-42. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.