Læknaneminn - 01.10.1989, Page 38

Læknaneminn - 01.10.1989, Page 38
Gómígerð Gómígerð (felon) er ígerð, sem staðsett er í gómhluta fingra eða þumals. Stafar venjulega af stungusári góminn. Vegna bandvefsstrengja, sem festa húðina við undirliggjandi kjúku, gefur vefurinn hér lítið eftir og er því hætta á blóðrásartruflun og súrefnisþurrð, senr leiðir til vefjadreps, ef ekki er nógu fljótt létt á þrýstingnum með skurðaðgerð. Einkenni: Sár verkur samfara bólgu í fingurgómnum kemur fljótt í ljós. Sársaukinn stafar af mikilli spennu, sem óhjákvæmilega verður í þessu vel lokaða hólfi, en líka af því, að í gómnum liggja tilfinningataugar húðarinnar mjög þétt. Við skoðun sést rauður, heitur og bólginn fingurgómur, sem er mjög við- kvæmur átöku upp að yztufingurfellingunni. Overulegeymslieruáfingrinum dorsalt og ofan við yztu fingurfellinguna og hreyfingar í fingurliðum eru lítið sem ekkert hindraðar, þó sársauki geti komiðfram viðbeyginguáyztakjúku-lið. Sýkingin berst sjaldan upp fyrir þennan lið. Slæmur viðbótarkvilli er að fá beinígerð í yztu kjúku, en það getur leitt af sér ígerðarbólgu í ytri kjúkulið. Meðferð er fólgin í skurðaðgerð. Opna þarf með hliðarskurði gegnum fingur- góminn frá hlið til hliðar, skera þvert á bandvefsstrengina og losa þá frá yztu kjúku og ræsa sárið vel út. Dýpri sýkingar Dýpri sýkingar (subcutan ígerðir) geta komið fyrir hvar sem er á hendur og fingur eftir áverka. Líkt og við gómígerðir hafa þessar sýkingar tilhneigingu til að leita fremur í djúpið, en opnast út á húðina og geta þá orsakað sýkingu í sinaslíðrum, fingurliðum og kjúkubeinum. Þessar sýkingar opnast oft gegnum þröngt yfirborðsop, en eru í sambandi við dýpri og stærri ígerðir gegnum þröngan gang (collar-button abscess). Þessar ígerðir þarf að opna með breiðum skurði niður í botn. Fingurfítaígerðir: Fingurfitaígerðir(interdigital abscess-webspace infection) eiga oft upptök sín frá siggi (callus) í lófanum, sem sprunga hefur komið í og sýkzt og myndað dýpri ígerð, þrengt sér í gegnum lófafasciuna og áfram inn í lausan bandvef í fitina milli fingranna. Þessi tegund ígerðar er kölluð flibbahnapps- ígerð (collar-button abscess) vegna lögunnar sinnar. Þessi gerð ígerðar með tvær abscess-holur samtengdar um grannan gang, gegnum volar fasciuna, geta komið fyrir annarstaðar í lófanum. Graftarsýking í liðum: Sýking í liðum (septiskur arthritis) stafar venjulega vegna áverka á sjálfan liðinn, sem síðan leiðirtil sýkinga. Oft er hægt að draga útgraftar-vilsu frá liðpokanum til greiningar. Sýkingar í fingurliðum eru erfiðar viðfangs og valda oft breytingum í liðnum, sem leiðir til örmyndunar, 1 iðbrjóskseyðingar og kreppu íliðpokanum, sem veldurþví,aðfingurliðurinn verður meira og minna stífur. Beinígerð Beinígerð (osteitis) er oft afleiðing af opnu broti eða líkaafannarisubcutansýkingu. Nauðsynlegterað greina beinbólgu áður en rtg.logiskar breytingar koma frá. Meðferð er annars fólgin í því að skafa út allt dautt bein (sequester) og ræsa sárið út ásamt með sýklalyfjagjöf. Sýking í sinaslíðrum Sýking í sinaslíðri (septiskur tenosynovitis, tendovaginitis) stafar oftast af stungusárum yfir beygisinaslíðri, mjög oft í námunda við flexor- fel 1 ingar fingranna, en þar er mjög grunnt inn á sinaslíðrið. Sýking í stífa sina- slíðrinu, sem nær frá lófafellingunni að yzta kjúkulið, er sérlega varasöm. Vegna þess hve sinaslíðrið er hér óeftirgefanlegt, er fljótlega hætta á skertri blóðrás og blóðþurrðardrepi í sininni, sem hefur mjög litla eigin blóðrás. Sinadrep eða í bezta falli samgróningur milli djúpu og grunnu sinarinnar og sinaslíðursins er því algeng afleiðing. Auk þess getur sýkingin borizt hærra upp í höndina, upp í sinabelgi handar og úlnliðs. 36 LÆKNANEMINN 1-2/Í989-42. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.