Læknaneminn - 01.10.1989, Blaðsíða 39
Þessar sýkingar eru algengastar í vísifingri,
löngutöng og baugfingri. Graftarbólga í sinaslíðri
berst fljótt up allt slíðrið og fylgir roði, bólga og
staðbundinn sársauki frá gómhluta upp í lófa, þar sem
slíðrið endar, en þar minnkar sársaukinn líka greinilega.
Einkenni: Symmetrisk bólga á fingrinum, sem
hefur spólulaga lögun. Ef bólgan er ekki symmetrisk,
er sennilega ekki um tenosynovitis að ræða. Sjúkl.
heldur hinum sýkta fingri í vægri beygingu í öllum
þremur liðamótum. Sé aðeins einum fingurlið haldið
í stífri beygingu, er tæpast um sinaslíðurbólgu að ræða.
Mjög ákveðin þreifingareymsli eru yfir beygisininni,
en ekki teljandi til hliðar við hana. Mikill sársauki er
þegar rétt er úr fingrinum. Eigin beyging og rétting er
tæpast möguleg. Þar sem fleiri sýkingar í fingri geta
valdið sárum verkjum við réttingu, er eftirfarandi próf
til hægðarauka:
Haldið er um miðkjúku fingursins í hvíldarstöðu,
síðan er rétt gætilega úr yzta kjúkulið, en við þetta
dregst sinin eftir fingrinum og veldur sársauka í öllu
sinaslíðrinu.
Við sýkingar í þumalfingurslíðri eru einkenni
svipuð, en bólgan og eymslin ná oft hærra upp í lófann.
Samaerað segja um litlafingurinn. Þareð aðeins er um
eina sin að ræða í þumalfingurslíðrinu, er
samvaxtarhættan að einhverju leyti minni en í hinum
fingrunum.
Meðferð: Mjög nauðsynlegt er að átta sig strax
á þessari sýkingu og hefja meðferð sem fyrst, þar sem
mikil hætta er á drepi í viðkomandi sinum.
Þótt hugsanlegt sé, að hægt sé að lækna þessa
sýkingu í byrjun með hreyfiheftingu, hálegu og kröftugri
sýklalyfjagjöf, er miklu öruggara að opna strax inn á
sinaslíðrið og er það venjulega gert á tveimur stöðum,
bæði þar sem upphaflega meiðslið var og síðan á
öðrum stað í sinaslíðrinu. Ráðlegt er að setja inn
grannan kera (nota má premature infant feeding tube)
og spóla í gegnum slíðrið með sýklalyfjaupplausn eða
saltvatni, en auk þess þarf að ræsa út sjálft sárið, þar til
bólgan hverfur.
Graftarbólga í sinaslíðri er alvarlegt ástand og er
hyggi legt að leggj a fólk með þessar sýki ngar á sjúkrahús
meðan meðferð fer fram.
Amlusýki
Ámlusýki (erysipeloid) er nonpyogen,
intradermal, staðbundin sýking, sem stafar af G-post.
bacterium (Eryspelothrix rhusiopathiae). Þessi sýking
er bundin við hendur og fingur og kemur helzt fyrir hjá
þeim, sem vinna við verkun á fiski eða skelfiski.
Erlendis mun hún einnig vera algeng í svína-
sláturhúsum. Tími frá smitun þar til einkenni koma
fram er talinn vera 14 dagar. Horfur eru góðar. Fyrir
daga fúkalyfja var talið að sýkingin jafnaði sig á
þremur vikum. Sýkingin leiðir ekki til ónæmis.
Einkenni: Subj. einkenni eru ekki áberandi.
Helzt er um að ræða kláðafiðring, en aftur á móti er ekki
mikill sársauki í bólgunni og greinir það þennan sjúkdóm
frá graftarsýkingu í fingrum. Sýkta svæðið er blárautt
eða purpurarautt, bólgan er lítið spennt og dálítið
glansandi og mörkin ógreinileg. Bólgan hefur
tilhneigingu til að breiðast út nokkra daga. Sjaldan er
hitahækkun eða almenn sjúkdómseinkenni.
Lymfueitlabólga kemur þó fyrir. Igerðir myndast ekki.
Meðferð er conservativ. Penicillin verkar vel
á sýkinguna og læknar hana á fáum dögum.
Sláturbóla
Sláturbóla (orf) er fremur sjaldgæf virussýking,
sem lýsir sér sem vel afmarkað ofholdgunarþykkni í
höndum, og fingrum. Lítil sem engin almenn einkenni
fylgja. Hnúskurinn stækkar ínokkrar vikur, en læknast
svo af sjálfu sér á 6-8 vikum.
Smitefnið berst frá sauðfé eða geitum, en hjá
þessum dýrum er um húðsjúkdóm að ræða, sem einkum
er bundinn við hárlaus svæði, svo sem munn, nasaholur,
nára og júgur og einkennist af útbrotum eða smá
blöðrum og gengur undir nafninu ectyma contagiosum.
Sjúkdómurinn stafar af orf-virus og flokkast undir pox-
virus flokkinn, eins og bólusótt.
Algengast er, að fólk sýkist í sláturtíð á haustin
og margir trúa því, að smitunin komi frá hornum eða
slóg kindanna og er þessi kvilli oft nefndur homasýki
hér á landi.
Sjúkdómurinn kemur í ljós 3-6 dögum eftir að
smitun á sérstað og byrjar sem smá blettureða macula,
en þykknar og stækkar á fáum dögum, rauðleitur í
miðju, innan í hvítum hring og þar utan um rauðleit
zona. Þessi bólga heldur áfram að stækka, líkist
húðtumor, en minnir þó mest á ofholdgun eða
hypertrophiskt granulom, 8-10 mm á hæð og oft 6-8
mm í þvermál, en getur þó orðið stærra. Yfirborðið er
LÆKNANEMINN 1^/1989-42. árg.
37