Læknaneminn - 01.10.1989, Page 42
Meðferð þunglyndis
-stutt yfirlit
Jón Hilmar Friðriksson og Davíð O. Arnar læknar
Inngangur
Þunglyndi er algengur sjúkdómur og er talið að
um 18-23% kvenna og 8-11% karla fái einkenni
alvarlegs þunglyndis einhvern tímann á ævinni (1).
Milli 12-20% þessara sjúklinga fá langvinnt
þunglyndi (2) og allt að 15% sjúklinga með alvarlegt
þunglyndi fremja sjálfsmorð (3). Þunglyndi er algeng
ástæða innlagnar á geðdeildir og um 6% kvenna og 3%
karla með þunglyndi þarfnast sjúkrahúsvistunar vegna
þess (4). Meðferð þunglyndis getur verið margþætt,
lyfjameðferð, raflostsmeðferð eða samtalsmeðferð og
getur fleiraen einu meðferðarformi verið beitt samtímis
hjá sama sjúklingi.
I þessum greinarstúf mun verða gerð grein fyrir
helstu atriðum í meðferð þunglyndis, einnig verður
tæpt stuttlega á helstu einkennum og greiningu.
Einkenni og greining
Meðal helstu einkenna alvarlegs þunglyndis eru
depurð, framtaksleysi, áhugaleysi, kvíði,
einbeitingarskortur og svartsýni. Sjálfstraust þessara
sjúklinga er lítið og hafa þeir oft sektarkennd. Kvarta
þeir um þreytu og að ekkert veiti þeim ánægju
(anhedonia). Svokölluð líffræðileg einkenni
(hiological symtoms), svefntruflanir (oftast árvaka),
dægursveiflur, minnkuð matarlyst, minnkuð kynhvöt
og tregða (psychomotor retardation) geta verið til
staðar (1,5).
Greining byggist fyrst og fremst á sögu og
geðskoðun. Greiningunamásvostyðjameð stöðluðum
prófum eins og þunglyndismati Hamiltons og
dexametasónsprófi (5).
Gjarnan er reynt að meðhöndla
þunglyndissjúklinga utan sjúkrahúss í upphafi. Ef
sjálfsmorðshugsanir, vannæringeðastjarfi(£/e/?/-es'5,;ve
stupor) eru til staðar er hins vegar nauðsynlegt að
leggja viðkomandi inn á geðdeild. Einnig er innlögn
stundum nauðsynleg ef sjúklingur svarar illa meðferð
og ef umhverfi sjúklings er talið “óæskilegt” m.t.t.
árangurs meðferðar og batahorfa (4).
Lyfjameðferð
Lyfjameðferð er algengasta meðferðarform
þunglyndis og eru þríhringlaga geðdeyfðarlyf stærsti
lyfjaflokkurinn (4).
Þríhringlaga geðdeyfðarlyf: Þríhringlaga
geðdeyfðarlyf hafa verið á markaði í nær þrjá áratugi
og því komin talsverð reynsla á notkun þeirra. Þau eru
talin verka með því að hamla endurupptöku örvandi
boðefnanna noradrenalíns og serotonins í nærtaugaenda
(presynaptic neurone) og auka þannig framboð þessara
boðefna í taugungamótum (synapse) (6).
Þríhringlaga lyfin hafa ósérhæfða
stemmingshækkandi verkun sem kemur fram þegar í
upphafþeinnighafaþau kvíðastillandi verkunogverkun
gegn svefntruflunum sem kemur fram á fyrstu dögum
meðferðarinnar. Sérhæfð verkun á þunglyndi kemur
oft ekki fram fyrr en 2-3 vikum eftir upphaf meðferðar
(6).
Ekki er mikil munur á verkun þríhringlaga
geðdeyfðarlyfja innbyrðis en þó hafa sum öflugri
verkun á einu sviði en öðru (4). Amitriptýlín, doxepín
og trímípramín hafameirislævandieiginleikaenönnur
lyf af þessum flokki og hentaþvível þegarsvefntruflanir
eru áberandi. Klómípramin gefið í æð er oft gefið
sjúklingum með stjarfa og auk þess talið henta vel gegn
þráháttum og þráhugsunum (7). Flest þríhringlaga
geðdeyfðarlyfin hafa einnig góða verkun á kvíða
(anxiety neurosis) (8).
Aukaverkanir þessara lyfja eru vel kunnar og
40
LÆKNANEMINN 1-34989-42. árg.