Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Side 43

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 43
Tafla 1: Helstu þrí- og fjórhringlaga geðdeyföarlyfin. Antikólinere áhrif Slævandi verkun Ímípramín ++ + Amitriptýlín +++ +++ Klómípramín ++ ++ Maprótilín ++ + Míanserín (+) ++ Nortriptýlín ++ + Amoxapin ++ + geta í sumum tilfellum hamlað notkun þeirra. Andkólínergar aukaverkanir s.s. munnþurrkur, sjónstillingarlömun, þvag- og hægðartregða eru algengar. Þessar aukaverkanir eru hvað mestar í upphafi meðferðar og eru gjarnan tímabundnar. Sérstakrar varúðar verður þó að gæta við notkun þessara lyfja hjá sjúklingum með ómeðhöndlaða gláku og blöðruhálskirtilsstækkun (4,6). Þessi lyf geta haft áhrif á leiðslukerfi hjartans, en hafa aftur á móti ekki áhrif á samdráttarhæfni þess. Talið er hættulítið að nota þessi lyf í meðhöndlaðri hjartabilun og einu algeru frábendingarnar við notkun þessara lyfja eru hjá sjúklingum með greinrof, rof í AV hnút og langt QT bil (long Q-T interval syndrome) (4,9). Rétterþó aðgætafyllstuvarúðarþegarþessilyf eru notuð hjá sjúklingum með hjartasjúkdóma og taka hjartalínurit áður en meðferð er hafin og síðan aftur á meðferðartímabilinu (9). Við ofskömmtun og eitranir vegna þríhringlaga geðdeyfðarlyfja er hætta á lífshættulegum hjartsláttartruflunum og þurfa slíkir sjúklingar að vera undir ítarlegu eftirliti. Krampar og dá (coma) geta einnig komið fram við þessar eitranir (6). Algengasta alvarlega aukaverkun þríhringlaga lyfjana og sú sem oftast hamlar notkun þeirra hjá eldra fólki er réttstöðu lágþrýstingur (orthostatic hypotension) Hjá eldra fólki sem þjáist af beinþynningu (osteoporosis) er þetta sérstaklega varasamt vegna hættu á beinbrotum, ef þetta fólk dettur eftir að hafa risiðskyndilegaupp (4,10). Lyfin geta í upphafi gefið sjúklingum áræði til sjálfsmorðs vegna hinnar ósérhæfðu stemningshækkandi verkunarsem kemur fram á fyrstu dögum meðferðar. Algengustu skammtar þríhringlaga lyfja eru á bilinu 150-200 mg daglega en lægri fyrir klómípramin eða 75-150 mg dagskammtar. Venjulega er byrjað með 25-75 mg dagskammta sem síðan eru smám samanauknirupp ífullaskammta. Einhveralgengustu mistökímeðferð með þrfhringalyfjumeraðmeðhöndla sjúkling með of litlum skömmtum í of stuttan tíma. Ráðlegt er að halda áfram með fulla skammta í allt að 6 mánuði eftir að einkenni hverfa og er það talið minnka líkur á að sjúklingur fái einkenni aftur (4). Ef sjúklingur svarar ekki meðferð má reyna að hækka dagskammtinn en margir sjúklingar þola hærri skammta en 150-200 mg á dag (11). Hækka má skammta þar til ákveðnar en þolanlegar aukaverkanir gera vart við sig (12). Beri það ekki árangur má reyna að bæta við tríjoðóthýróníni í smáskömmtum eða litíum þannig að blóðþéttni þess sé 0.5-0.8 míkrógr/L Rannsóknir hafa sýnt að allt að 60-70% sjúklinga sem ekki svara þríhringlaga lyfjum einum og sér svara slíkri viðbót (13). Fjórhringlaga geðdeyfðarlyf: Tvö lyf af þessum flokki eru skráð hérlendis, mínaserin (Tolvon (R)) og marprótílín (Ludiomil (R)). Mínaserín er talið hafa minni áhrif á leiðslukerfi hjartans heldur en þríhringlaga geðdeyfðarlyfin (14). Lyfið er því valkostur þegar frábendingar eru fyrir þríhringlagalyfjumvegnaleiðslutruflanaíhjarta,einnig hefur það minni andkólínergar aukaverkanir og því mögulegt að nota það hjá sjúklingum með gláku eða blöðruhálskirtilsstækkun. Talið hefur verið að marprótílín auki hættu á krömpum. Ekki hefur verið sýnt fram á að áhrif þessara lyfja á þunglyndi séu betri en áhrif þríhringlaga lyfja. Meðferð með mínaserín er hafin með 30 mg dagskammti sem síðan má auka upp í 40-90 mg á dag, algengustu skammtar marprótílíns eru 75-150 mg daglega (14). Efni sem hafa áhrif á endurupptöku serotonins: Nýlega kom á markað hérlendis lyfið flúoxetín (Fonte.x(R)) . Þetta lyf er talið hamla endurupptöku serotonins í nærtaugaenda (presynaptic neurone) og eykur þannig framboð serotonins í taugungamótum (synapse). Það er talið vera kröftugra stemmingahækkandi lyf helduren önnurgeðdeyfðarlyf og þannig auka meira á sjálfsmorðshættu í upphafi meðferðar. Það veldur ekki andkólínergum aukaverkunum, er lítið slævandi og er talið að það geti LÆKNANEMINN l-Vim-42. árg. 41

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.