Læknaneminn - 01.10.1989, Side 44

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 44
dregið úr matarlyst. Lyfið er gjarnan gefið í einum dagskammti 20 mg að morgni. Enn er lítil reynsla komin á notkun þessa lyfs og því ekki ljóst hvaða sess það kemur til með að skipa í meðferð þunglyndis í framtíðinni (14,15). MAO-hemjarar: Eitt lyf úr þessum lyfjaflokki er skráð hérlendis, ísókarboxíð (Marplan (R)). Það hamlar monoamínoxídasa sem er hvati í niðurbroti katekólamína (6). Akveðinnar tregðu hefur gætt við að nota MAO- hemjara sem fyrsta lyf gegn þunglyndi vegna hættu á alvarlegum háþrýstingi ef sjúklingar á lyfinu neyta fæðutegunda sem innihalda mikið af tyramíni (tafla 2). MAO-hemjarar hafa verið taldir verka vel í ódæmigerðu þunglyndi (atypical depression) sem einkennist m.a. af aukinni matarlyst, aukinni svefnþörf og sveiflum í geðslagi háðum umhverfisáreiti (moodreactions) (16). Litíum er talið auka á verkun MAO-hemjara eins og þríhringlaga lyfja (17). Ekki er mælt með að nota MAO-hemjara með þrí- eða fjórhringlaga geðdyfðarlyfjum. Eiga að líða a.m.k. 14 dagar frá því að meðferð með þrí- eða fjórhringalyfjum er hætt þar til meðferð með MAO- hemjurum er hafin eða öfugt, vegna hættu á sjaldgæfu heilkenni (syndrome) sem einnkennist m.a. af krömpum, mjög háum hita (hyperpyrexia) og dái (6,14). Raflostmeðferð Raflostmeðferð (ECT) hefur lengi verið beitt gegn þunglyndi en fyrst var þessi meðferð reynd við geðsjúkdómum 1938(18). Raflostmeðferðin hefur þá kosti umfram lyfjameðferð að sjúklingar svara oft fyrr og sneitt er framhjá aukaverkunum lyfjameðferðar. A móti kemur að nær undantekningarlaust þarf að leggja sjúklinga inn á sjúkrahús. Það hefur gefist vel að beita raflostmeðferð hjá sjúklingum sem svara illa lyfjameðferð og þar sem vannæring og sjálfsvígshugsanir eru áberandi (19). Verkun raflosts á þunglyndi er ekki að fullu þekkt en talið er að krampar sem sjúklingar fá þegar rafstraumur er gefínn skipti miklu máli fyrir verkun þess (19). Venjulega eru gefin 6-8 raflost í hverri meðferðarhrinu, oftast 2-3 á viku. Helstu frábendingar eru aukinn heilaþrýstingur og æðasjúkdómar í heila, Tafla 2: Fæðutegundir sem ber að forðast þegar sjúklingar eru á MAO-hemjurum. Forðast alveg: - alla osta nema smurosta - lifur, lifrakæfu, lifrapylsu - sfld - banana, avocado, gráfíkjur - bjór, rauðvín, sherry, pilsner - hákarl, kæst skata, siginn fiskur, graflax, harðfiskur - soyja sósa, ger Borða lítið af: - súkkulaði, rúsínur - kaffi, kók en raflost veldur skyndilegri en skammvinnri aukningu á blóðflæði til heila. Ennfremur getur nýleg kransæðastífla verið frábending (19). Aukaverkanir raflostmeðferðar eru vel kunnar, rugl (confusion), höfuðverkur og tímabundin minnisskerðing. I samantekt Scoverns á niðurstöðum 13 rannsókna sem báru saman árangur af meðferð með þríhringalaga lyfjum annars vegar og raflostmeðferðar hins vegar reyndist árangur af raflostmeðferð marktækt betri í 9 rannsóknum af 13 en jafngóður árangur var í 4 rannsóknum. (20). Samtalsmeðferð I upphafi meðferðar er nauðsynlegt að útskýra vel fyrir sjúklingum eðli sjúkdómsins og meðferðarinnar. Einnig er miki 1 vægt að útskýra verkun lyfjanna, hvenær vænta má árangurs og greina frá helstu aukaverkunum (4). Hinni eiginlegu samtalsmeðferð má skipta í stuðningsmeðferð og innsæismeðferð. Með stuðningsmeðferð er reynt að hvetja sjúklinga til að breyta atferli sínu með því að breyta áreitismynstrinu t.d. með innlögn á sjúkrahús. Markmið innsæismeðferðar er að reyna að auka skilning sjúklings á eigin atferli. Rannsóknir hafa sýnt að betri árangur fæst þar 42 LÆKNANEMINN 1-2/1989-42. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.