Læknaneminn - 01.10.1989, Síða 53
aðskilnaði á jónskiptasúlum og síðan sindurtalningu.
Heimildir:
1. H. Halldórsson, M. Kjeld, G. Thorgeirsson: Role of
phosphoinositides in the regulation of endothelial prostacyclin
production. Arteriosclerosis, 8: 147-154.
2. T.W. Martin, K.C. Michaelis: Bradykinin stimulates
phosphodiesteratic cleavage of phosphotidylcholine in
cultured endothelial cells. Biochem Biophys Res Comm 157:
1271-1279.
3. S.L. Pelech, D.E. Vance: Signal transduction via
phosphatidylcholine cycles. TIBS 14- janúar 1979.
Samanburður á drápsvirkni og vaxtarheftandi
virkni drápsfruma.
Umsjónarkennari: Helga M.Ögmundsdóttir.
Rannsóknarstofa í sameinda- og fr umulíffræði
Rannsóknir á virkni drápsfruma (“natural killer”
eða “NK” fruma) eru annað meginrannsóknarverkefnið
sem unnið er að á Rannsóknastofu Krabbameinsfélags
Islands í sameinda- og frumulíffræði. í upphaflegri
athugun á sjúklingum með mergfrumuæxli (multipel
myeloma) hafði komið í ljós að skert virkni drápsfruma
var algeng meðal þessara sjúklinga. Þetta er í samræmi
við niðurstöður annarra sem hafa lýst lélegri virkni
drápsfruma í illkynja sjúkdómum af beinmergs- eða
eitilvefsuppruna. Prófið sem við höfum mest notað í
athugunum okkar byggist á mælingu á hindrun á DNA
framleiðslu markfruma, sem var þróað hér vegna
tæknilegra erfiðleika við að nota hefðbundnari próf
sem mæla dráp sem losun geislavirks króms úr
rnarkfrumunum. Þetta ásamt vísbendingum sem fyrir
lágu um hugsanlegt hlutverk drápsfruma við að hafa
hemil á frumufjölgun í eðlilegum beinmerg varð til
þess að vaxtarheftandi virkni drápsfruma var könnuð
frekar og var það verkefni unnið sem BS verkefni
1987-1988. í ljós kom að drápsvirknin er mest fyrstu 6
klst. írækt, eneftirþaðgætirgreinilegraheftandi áhrifa
á DNA framleiðslu markfruma og frumuskiptingum
seinkar. Þessar niðurstöður gefa tilefni til þess að
kanna betur sambandið milli þessara tveggja þátta í
starfsemi drápsfruma.
I vetur hefur verið unnið að BS verkefninu
“Ónæmiskerfiðog brjóstakrabbamein”. í þvísamhengi
hefur nokkuð verið könnuð virkni drápsfruma í
brjóstakrabbameinssjúklingum. Hefur virknin yfirleitt
reynzt eðlileg og kom það ekki á óvart miðað við
niðurstöður annarra um virkni drápsfruma í illkynja
sjúkdómum af þekjuvefsuppruna. Við þessar tilraunir
höfum við einnig notað bæði frumulínur og frumræktir
úrbrjóstakrabbameinsæxlum. Fyrstuniðurstöðurbenda
til þess að ástæða sé til að fylgja eftir mismunandi
áhrifum drápsfruma á mismunandi markfrumur.
Við höfum nú aðstæður til þess að mæla
frumudráp án þess að nota geislavirk efni með því að
nota upptöku og mæla losun á frumefninu europium.
Aætlað verkefni felur í sér að bera saman drápsvirkni
og vaxtarheftandi virkni drápsfruma og nota til þess
eitilfrumur úr heilbrigðum svo og sjúklingum með
mismunandiillkynjasjúkdómasvosemmergfrumuæxli
og brjóstakrabbamein. Einnig verða notaðar
mismunandi markfrumur og bornar saman m.t.t. næmis
fyrir drápi eða áhrifum á DNA framleiðslu. Hugmyndin
á bak við þetta er sú, að komast að því hvort um tvö
mismunandi ferli er að ræða í virkni drápsfrumanna
sem þá fæli í sér að einstaklingur gæti haft galla í öðru
ferlinu en ekki hinu og einnig að markfumur geti verið
misnæmar fyrir ferlunum tveim.
Heimildir:
Helga M. Ögmundsdóttir (1988). Natural killer cell
activity in patients with multiple myeloma. Cancer Detect.
Prev. 12, 133-143 .
Pétur B. Júlíusson & Helga M. Ögmundsdóttir (1988).
Growth-regulatory effects of NK-cells. Scand. J. Immunol.,
28, 259.
Blomberg, K., Granberg, C., Hemmilá, I. & Lövgren,
T. (1986) Europium-labelled target cells in an assay of
natural killer cell activity. I. A novel non-radioactive method
based on time-resolved fluorescence. J. lmmunol. Mcthods.,
86, 225-229.
Hamilton, G., Reiner, A., Teleky, B., Roth , E., Kolb.,
R., Spona, J. & Jakesz, R. (1988) Natural killercell activities
of patients with breast cancer against different target cells. J.
Cancer Res. Clin. Oncol., 114, 191-196.
Pross, H.F. (1986) The involvement of natural killer
cells in human malignant disease. I E. Lotzová & R.B.
Herberman (Eds.): Immunobiology of Natural Killer cells.
Vol II. CRC Press, Boca Raton, Florida. Bls. 11-27.
Ahrif lyfja á skammtímaáhrif skyndilegra
tíðnibreytinga í hjarta.
Umsjónarkennari: Magnús Jóhannsson.
Rannsóknarstofa í lyfjafræði
Inngangur: Skammtímaáhrif skyndilegra
tíðnibreytinga í hjartavöðva eru skilgreind sem
enduruppbygging krafts eftir ertingu (mekanisk
restitution), kraftaukning eftir aukaslag,
endurnýtingarhlutfall kalsíumjóna og kraftaukning við
paraða ertingu. Þessi skammtímaáhrif eru talin
endurspegla þá mekanisma sem stjóma samdráttarkrafti
LÆKNANEMINN 1—M989-42. árg.
51