Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Side 64

Læknaneminn - 01.10.1989, Side 64
Tafla 3. Læknanemar við Háskóla íslands !989 -1990 1. ár 2, ár 3. ár 4. ár 5. ár 6. ár Samtals 136 43 42 34 33 30 Konur (%) 42,6 32,5 59,5 56,0 42,4 30,0 Karlar (%) 57,4 67,5 40,5 44,0 57,6 70,0 fyrir konur í læknastétt að fá almennt lækningaleyfi og sérfræði viðurkenningu og fastar sérfræðingastöður en karla í stéttinni. Af 598 sérfræðingum hér á landi eru aðeins 42 konur sérfræðingar og af þeim aðeins 18 sem starfa á sjúkrahúsum hér á landi. Á undanfömum árum virðast konur í læknastétt víðast hvar í heiminum vera vanræktar í sambandi við háskólastöður og sums staðar einnig yfirlæknastöður. Við margar læknadeildir erlendis eru konur í kennslustöðum en þó ekki í prófessorsstöðum. Komið hefur í ljós að tekjurkvenna í læknastétt eru víðast hvar minni en tekjur karla, allt að fjórðungi minni. Stafar þetta m.a. af því að konur í læknastéttvinnaminnivaktavinnuogfálægralaunaðar stöður. Konur í Iæknastétt hafa lengri háskólamenntun en nokkrar aðrar konur í þjóðfélaginu að jafnaði. Mikilvægt er því að konur í læknastétt nýti menntun sína og hæfileika í þágu þjóðfélagsins. Nánast öll mál varða að einhverju leyti konur en þó meira sum mál en önnur og mikilvægt er eftir að konum fjölgar í faginu að konur og karlar úr læknastétt vinni saman t.d. í nefndarstörfum eða að lækningum til þess að fá betri sýn og hugsun inn í fagið og koma að skoðunum kvenna í menntun læknanema og fagpólitik innan læknisfræðinnar í landinu til þess að stuðla að breytingum fyrir framtíðina. Skv. læknaskrá landlæknisembættisins frá 1988 má sjá að konur eru um 15% í læknastétt en 27% af unglæknum (tafla 1). Á Islandi eru nú um 1200 læknar og greinilega breytingu má sjá á kynjum í stéttinni á sl. 15 árum (tafla 2). Flestar konur í læknastétt eða 80% eru undir 44ra ára aldri og 50% kvenna innan stéttarinnar eru undir 34ra ára aldri (tafla 3). Aðeins 42 konur í læknastétt hafa fengið sérfræðileyfi en 556 karlar. Þærsérgreinar sem virðast hafa flestar konur úr læknastétt eru: Geðlækningar, barnalækningar, fæðingalækningar, meinafræði, kvenlækningar og heimilislækningar (tafla 5). Varðandi kynskiptingu meðal læknanema í H.í. árið 1989 kemur í ljós að konur á 3ja ári eru 59,5% læknanema, en á 4. ári 56%. Á 6. ári eru konur hins vegar aðeins 30% læknanema en karlar 70% læknanema þannig að fjölgun kvenna í læknanemastétt virðist einkum og sér í lagi hafa átt sér stað á sl. 5 árum (tafla 7). Það er von mín að þessi greinarskrif vekji umræðu meðal læknanema og auki stéttar- og félagsvitund, sérstaklega kvenna í Iæknanemastétt og virki þær til meiri þátttöku innan læknadeildar H.í. og læknastéttarinnar í framtíðinni að loknu námi. Heimild: Læknaskrá Landlæknisembættisins, 1988. 62 LÆKNANEMINN 1-4Í989-42. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.