Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1989, Qupperneq 67

Læknaneminn - 01.10.1989, Qupperneq 67
sem þangað sækja sína kennslu, þ.e. á 2. ári og á vorönn 1. árs. Þótt bæði sé kennt í húsinu og lesið hefur nemendum þótt kyndugt að engin aðstaða er fyrir þá að öðru leyti, t.d. engin kaffistofa. Hafa sumir þeirra haft á orði að gleymst hafi að gera ráð fyrir nemendum í þessari annars ágætu byggingu. Bráðabirgðalesaðstaða á Borgarspítala. Það tókst að bægja frá því neyðarástandi sem hafði skapast meðal nema 6. árs með því að setja upp bráðabirgðalesaðstöðu í ónýttri álmu á Borgarspítalanum á vorönn. Tókst þetta fyrir velvilja einstakra manna á þeim bæ. Nú stendur til að opna þar nýja sjúkradeild svo að það lesrými tapast. Af öllu framansögðu er ljóst að læknadeild hefur látið hlunnfara sig hvað varðaraðstöðu stúdenta. Erfitt er um vik þar sem segja má að afstaða háskólans endurspeglist í þeirri tillögu sem borin var upp á háskólaráðasfundi sl. vor, að afnema öll fjárframlög til Læknagarðs. Forsvarsmönnum Læknadeildar tókst þó að afstýra því. Það er ljóst að hugarfar ráðamanna bæði innan læknadeildar og háskólans þarf að breytast og það er hlutverk læknanema að stuðla að því. I þessu sambandi má nefna að vitanlega er það hneyksli fyrirsjálfan háskólaspítalann að þarskuli ekki vera aðstaðafyrir læknanema semeru þarvið nám. Hið sama má segja um flestar aðrar stofnanir þar sem nám Iæknanema fer fram. Framtíðin verður að skera úr um það hvemig læknanemum tekst að fylgja þessum baráttumálum eftir. Lokaorð Eftir að hafa setið í stjórn félags læknanema í eitt ár get ég ekki setið á mér að festa á blað nokkrar hugrenningar um starfsemi F.L. Reyndar er best að taka fram, svo að ekki gæti misskilnings, að ekki er um leynifélag að ræða né heldur sitja þar skuggaverur við stjórn. Aðalverksvið félagsins eru þrjú og sé litið á þau samkvæmt vinsældum meðal læknanema þá má fyrst telja: 1) Ráðningarmál: Þetta er sá vettvangur sem flestir læknanemar hafa áhuga á, en mestur á síðari árunum. Endaerhérum aðræðapersónulegahagsmuni hvað varðar reynslu og fjárhaf. Ef ekki væri nauðsyn að vera meðlimur í F.L. til að þiggja stöðu á vegurm þess væri félagatalið sennilega heldur rýrt. 2) Kennslumál: Allir hafa sitt álit á kennslunni og námsefninu. Það eru þó færri sem eru tilbúnir til að láta til sín taka að einhverju marki á þessu svið. Þetta er þó hugsamlega að breytast og mæting, sértaklega af fyrri árunum, á kennslumálaráðstefnu sl. vor endurspeglar vonandi breytingu í rétta átt. 3) Almenn félags- og réttindamál læknanema: A þessum vettvangi er nánsat enginn áhugi meðal læknanema og kemur sennilega margt til: Menn telja sig ekki hafa tíma til slíkrar vinnu vegna annríkis við lærdóminn og þær fáu frístundir sem gefast sé örugglega betur varið í allt annað. Argangarnir sækja kennslu á mismunandi stöðum og síðari árin deilast á hina ýmsu spítala. Það verður því lítill samgangur milli ára í læknadeild og skapast því lítill “félagslegur andi’’. Félagsheimilið við Suðurgötu nýtist heldur ekki sem skyldi sem samkomustaður enda fjarri flestu kennsluhúsnæði. Þau vandkvæði sem koma upp hverju sinni meðal læknanema eru yfirleitt bundin við einstök námsár. Það er brýnt að menn geri sér grein fyrir því, þegar í upphfi náms, að nemendur í hverjum árgangi eiga best með að fjalla um sín vandkvæði, og eiga að gera það. Það er hlutverk stjómar og þá sérstalega formanns og kennslumálanefndarað leiðbeina hvert skuli leita með kvartanir og koma með tillögum um úrbætur. Þannig dreifist vinnan best, flestir eru virkjaðir til að vinna að eigin hagsmunum og ekki er hlaðið óhóflegu álagi á fáa einstálinga. Það vita sjáfsagt flestir af hverju ffllinn er stór, grár og feitur, enda augljósast að ef hann væri lítill, hvítur og flatur væri hann magnyltafla. Það er í höndum læknanema hvort að félag þeirra verði dauðyflisleg magnyltafla, sem menn líta einungis við þegar þeir þjást af höfuðverk, eða “félagslegur ffll” sem beitir sér af atorku við sérhvert verkefni. Þar sem að síðasta samlíking bendir sterklega til sjúklegs þankagangs eða byrjandi elliglapa er best að Ijúka þessu hið snarasta með því að þakka öllum sem starfað hafa fyrir félagsins hönd þetta árið. Fyrir hönd stjómar Sigurbergur Kárason formaður LÆKNANEMINN l-?t989-42. árg. 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.