Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.04.1990, Blaðsíða 13
í þeim efnum (21). Menn hafa lengi haldið að RF geti hjálpað ónæmiskerfinu til að útrýma framandleika úr líkamanum. Þannig geta RF magnað ræsingu á klass- íska ferli komplimentkerfisins (22,23) með því að ten&jast IgG mótefnum, sern þegar hafa bundist sýkl- um eða ónæmisfléttum. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef IgG mótefnin eru í litlu magni eða af undirflokki, sem ræsir illa eða ekki komplimentkerfið. Þannig getur myndast rof í yfirborð sýkla vegna virkjunar komplimentþátta C5-C9 (membrane attack contplex). Einnig skríða átfrumur í átt að vaxandi þéttni komplimentbrota (C3a og C5a) með efnatogsvirkni (chemotaxis) og sýklar sem þannig eru húðaðir með C3b (opsóneraðir) eru þeirn auðveld bráð. Þetta getur hvort tveggja stuðlað að virkari útrýmingu sýkla (mynd 6A). Einnig hefur verið bent á að RF geti stækkað ónæmisfléttur með því að bindast þeim og þannig stuðlað að opsóneringu þeirra og þar með að hraðari upptöku þeirra í átfrumukerfi líkamans (21) (mynd 6B). Lýst hefur verið mótefnum, sem tengjast umbreyttum setum á halahluta IgG mótefna í ónæmisfléttum. Slíkir RF geta tengt saman mótefnasameindir og þar með aukið heldni (avidity) þeirra við væki sitt (24). Þetta getur verið mikilvægt ef um lágsæknimótefni (low affinity) er að ræða, vegna þess að þá tengist hver eining með fleiri bindisetum á mótefnavakann (mynd 6C). I þessu sambandi má geta þess að sértækni RF sem myndast í ónæmissvörum beinist gegn þeim IgG undirflokkum, sem líkaminn framleiðir hverju sinni. Þetta er nauðsynlegt til að RF geti haft þau áhrif á ónæmissvör sem að framan er getið. I seinni tíð hefur verið talið að RF gætu haft beina þýðingu við stýringu á ónæmissvörum. Þannig hafa verið birtar rannsóknir sem benda til að RF geti eftir atvikum bælt eða örvað frantleiðslu á IgG mótefnum. Stýring ónæmissvara er flókið ferli, sem enn er ekki fiMkannað. Þar með talin er stýring á mótefnaframleiðslu, en menn telja að RF geti haft mikilvæg áhrif á hana. Mynd 7A sýnir einfaldaða mynd af einu slíku stýrikerfi. Væki og/eða ónæmisfléttur örva B-frumur til myndunar IgG mót- efna. Þessi IgG mótefni geta á afturvirkan hátt miðlað bælingu (negative feedback) á IgG mynduninni með bindingu á Fc viðtaka B-fruma (FcR). Einnig fram- leiða FcR+ B-frumur (B-frumur með Fc viðtaka) leysanlegan þátt, SBF (suppressive B-cell factor), sem bælir ósértækt FcR- B-frumur. Einnig geta IgG mótefni bundist Fc viðtökum á FcR+ T-frumum. Við það losna svonefndir IBF (isotype binding regulatory factors), sem bæla mótefnaframleiðslu B-fruma (25). Ef RF eru til staðar í upphafi ónæmissvars geta þeir með bindingu á Fc hluta IgG haft margvísleg áhrif á styrk ónæmissvarsins (25,26), eins og mynd 7B sýnir. RF geta örvað IgG myndun með því að upphefja bælinguna sem ígG miðlar í gegnum Fc viðtaka B- fruma. Það hefði líka áhrif á framleiðslu B-fruma á bæliþættinum SBF (25). Með því að hindra tengingu IgG mótefna á Fc viðtaka T-fruma má minnka losun á IBF, sem stuðlaði að áframhaldandi IgG myndun (26). Að minnsta kost ein rannsókn bendir þó til að í ákveðnum tilvikum geti RF bælt framleiðslu á IgG mótefnum, hugsanlega með því að tengjast beint himnubundnum IgG mótefnum á yfirborði B-fruma (27). Þetta gæti verið sambærilegt við það þegar RF anti-idiotypisk mótefni bæla RF framleiðslu hjá eitilfrumum í rækt (11). Af framansögðu er ljóst að RF geta haft margvísleg áhrif á varnarkerfi líkamans og öruggt má telja að þar séu ekki öll kurl komin til grafar. GIGTARÞÆTTIR OG LIÐAGIGT Þó að finna megi RF með hefðbundnum kekkjunarprófum í allt að 80% liðagigtarsjúklinga hafa menn ekki orðið sammála um þýðingu þeirra í meingerð sjúkdómsins. Eitt sinn var jafnvel talið að RF myndun gæti verið orsök liðbólgunnar. Það má þó telja ólíklegt þar sem einstaklingar með mótefnaskort (agammaglobulinaemia / hypogammaglobulinaemia) og því án RF geta haft þrálátar liðbólgur, sem Iíkjast mjög RA (28-30). Einnig er alltaf nokkur hluti liðagigtarsjúklinga sem ekki hefur mælanlegt magn af RF í blóði. Það útilokar þó ekki að RF geti verið til staðar í liðhimnunni (synovium) og sumir telja að RF sem finnast í blóði endurspegli einungis magn/virkni RFí liðhimnunni. Hins vegar mábendaá aðstórhluti fólks sem hefur mælanlegar hækkanir á RF í blóði fær aldrei liðagigt. Þetta getur bent til að það séu RF í liðhimnu og liðholi sem séu skaðlegir, frekaren RF í blóði. Aðrir hafa talið að RF myndun væri afleiðing LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.