Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 20

Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 20
og tók líka upp á því að tengja mjógirnislykkju við magann án þess að skerða hann sjálfan (4. mynd). Wölfler hafði þennan háttinn á þegar krabbameinið var svo útbreitt að vonlaust þótti um varanlegan bata og einnig þegar þrengslin voru til komin vegna maga- eða skeifugarnarsárs. Svo undarlega brá við að þessi aðgerð bar annan og meiri árangur en menn höfðu búist við; auk þess sem maginn gat tæmst eins og til var ætlast kom í ljós að sárið tók að gróa, sennilega vegna þess að sársvæðið hvíldist þegar matnum sem í magann kom var veitt í nýjan farveg. Þetta varð víða kunnugt um miðjan níunda áratuginn og veituskurður Wölflers mátti heita einráður sem skurðlækning við maga- og skeifugarnarsári næstu 40-50 árin. Þeim til þóknunar sem gaman hafa af samanburði íslenskrar sögu við mannkynssöguna má bæta því hér við að Guðmundur Magnússon tók þessar nýjungar í þjónustu sína. Hann framkvæmdi fyrsta veituskurð hér á landi í Sjúkrahúsi Reykjavíkur við Þingholtsstræti árið 1902 og fyrstu magaskerðingu Billroths á Landakotsspítala 1906. Einnig varð hann fyrstur til að opna gallblöðru og tína úr henni steina; það var 1905. Nafni hans Hannesson tók fyrsta botnlangann hérlendis á Akureyrarspítala haustið 1902. En víkjum nú aftur að skurðaðgerðum vegna maga- og skeifugarnarsára. Þegar fram liðu stundir dofnaði dýrðarljóminn um nafn Wölflers og annarra sem höfðu þróað og smábreytt veituskurði hans (gastróenteróstómíu). Hvernig stóð á því ? I fyrsta lagi reyndust dauðsföll eftir aðgerðina fleiri en búist hafði verið við. I öðru lagi batnaði ekki nema þremur af hverjum fjórum og síðast en ekki síst myndaðist æði oft nýtt sár á nýjum stað þegar frá leið, í mjógirnislykkjunni skammt frátengingunnþsvokallað stóma-sár. Þar kom að flestir lögðu veituskurðinn fyrir róða en tóku í staðinn upp magaskerðingu og virtist hún brátt, þegar á allt var litið, gefa betri árang- ur í glímunni við þau sár sem ekki fengust til að gróa þótt matarkúrum og sýruhemjandi lyfjum væri beitt langtímum saman. En magasýrunni varð að halda í skefjum þar sem að sár detta helst á þá slímhúð sem sí og æ er böðuð í mjög súrum safa. Reynslan sýndi líka og sannaði að helst var von til að sár gréri ef stór hluti magasekkjarins vartekinn, helst 70-80%. Því skamm- rifi fylgdi oft sá böggull að leiðinlegir kvillar gerðu vart við sig eftir svo mikla skerðingu. Margvíslegar meltingartruflanir, megrun og yfirleitt bágborin líkamleg heilsa var svæsnasta mynd þessara fylgifiska aðgerðarinnar. En árið 1943 hefst nýr kapítuli í sögu magaskurða vegna sára þegar Lester Dragstedt í Chicago hóf að gera vagótómíu og draga þannig úr sýruframleiðslunni í stað þess að kasta burt helmingi magans eða þrem fjórðu. Dragstedt skar í sundur báða stofna vagus- taugarinnar utan á vélindinu (5. mynd) rétt fyrir ofan efra magaopið og þar með búið! Ekki reyndist þetta þó Truncal 5. mynd nægilegt til frambúðar; sýran minnkaði að vísu blessunarlega og sárið greri en magi sumra sjúklinganna reyndist svo aflvana eftir aðgerðina að honum tókst ekki að ýta fæðunni niður í garnir og hlutust af því margs konar bágindi eins og nærri má geta. Þá var 18 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.