Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 25

Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 25
nefndur í þessu sambandi. Má þar nefna Epstein- Barr veirur, rubeola-, rubella-, hepatitis- og parainfluenzuveiru, en þessir sjúklingar sýna oft óeðlileg ónæmisviðbrögð við þessum veirum. Athyglisvert er að rannsóknir hafa leitt í ljós aukna reverse transcriptasa-virkni hjá þessum börnum sem gæti bent til þess að um retroveirusýkingu sé að ræða (9,18). í vefjum hafa fundist lífverur líkar Richettsíum og einnig hafa bakteríurnar Propionibacterium acnes (berst með rykmaurum), Treponema pallidum og Mycoplasma verið tengdar Kawasaki sjúkdónti. Aðrir hafa bent á hugsanlegt samband við eiturefni ýmiss konar (þ.á.m. kvikasilfur, skordýraeitur o.fl.). Undanfarið hefur umræðan mest snúist um hugsan- leg tengsl Kawasaki sjúkdóms við notkun teppasápu (rug shampoo) á heimilum þessara barna. (9,10). Þannig er talið hugsanlegt að við teppaþvott þyrlist upp rykmaurar ásamt bakteríunni Prop. acnes , en einnig hafa verið vangaveltur um það hvort að í teppasápu séu einhver efni sem geta orsakað sjúkdóminn (18). Greining: Þar sem orsakir sjúkdómsins eru ekki þekktar og rannsóknarniðurstöður ósértækar, er greiningin f.o.fr. klínísk (sbr. að ofan). Æðabólgu í kransæðum má greina með ómskoðun af hjarta eða með hjartaþræðingu (angiografíu). Hafa skal hug- fast að hjartalínurit og röntgenmynd af brjóstholi getur hvort tveggja verið eðlilegt. Mismunagreiningar: Ýmsir smitsjúkdómar (sjá töflu- 1), þ.á.m. skarlatsótt og Steven-Johnson svndrome. Aður en Kawasaki sjúkdómur er greindur verður að útiloka ýmsa veiru- og bakteríusjúkdóma sem valdið geta svipuðum einkennum. Því er sjálfsagt að senda sýni til bakteríu- eða veiruræktunar og til mælinga á veirumótefnum. Toxic shock svndrome sem yfirleitt er af völdum staphylokokka (oft með blóðeitrun), getur birst með mjög svipuðum einkennum og sjást í Kawasaki sjúkdómi og má m.a. greina það frá honum með ræktunum. Horfur: Flestir ná fullum bata. Þeir sem fá slæm einkenni frá hjarta eru í mestri hættu og innan við 10% sjúklinga með kransæðabólgu deyja, yfirleitt 1-2 mánuðum eftir upphaf sjúkdómsins (7). Ljóst er að dánartíðni hefur lækkað töluvert með bættri greiningu og meðferð. Fyrir rúmum áratug var Tafla-1: Helstu mismunagreiningar Kawasaki sjúkdóms (16); Skarlatsótt Staphylococcal toxic shock syndrome Stevens-Johnson syndrome - (erythema multiforme) Leptospirosis Epstein-Barr veirusýking Juvenile rheumatoid arthritis Mislingar Acrodynia Polyarthritis nodosa Rocky Mountain spotted fever Lyfjaofnæmi Scalded skin syndrome dánartíðni áætluð 2% en nýrri rannsóknir benda til þess að dánartíðni sé ekki nema 0,3% (17). Meðferð: I. Almennt: Þar eð orsökin er óþekkt er meðferðin f.o.fr. almenn stuðningsmeðferð. Sýklalyf virðast ekki koma að gagni. Þessa sjúklinga ber undantekningalaust að leggja inn á sjúkrahús. Æskilegt er að gera ómskoðun af hjarta sem fyrst, einnig hjartalínurit og röntgenmynd af brjóstholi. Helstu rannsóknir aðrar eru: Blóðræktun, ASO-títer, hálsstrok, almenn blóðrannsókn og blóðflögur, sökk, CRP, og almenn þvagrannsókn. Hægt er að gera ýmsar veiruræktanir og mæla veirumótefni fyrir E.B., mislingum, rickettsiu og leptospirosis. Auk þess þarf stundum raufarglersskoðun á æðahjúp (uvea) augna, lifrarpróf, mænuvökvasýni og mælingu á rheumatoid factor í sermi ef mikil einkenni eru frá liðum. Fylgj- ast verður vel með hjartastarfssemi og helst skal framkæma ómskoðun af hjarta á 2.-3. og aftur á 8. viku (2). Ef mikil eða óljós einkenni eru frá hjarta er æskilegt að gera hjartaþræðingu. II. Mælt er með að gefa öllum sjúklingum stóra skammta af aspiríni í upphafi (80-100 mg/kg/dag með 6 klst. millibili) í a.m.k. 14 daga. Halda skal áfram háskammta aspirínmeðferð a.m.k uns hiti lækkar. Að því búnu eru gefnir lægri skammtar af LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.