Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 43

Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 43
Leiðir til forvarna gegn insúlín- háðri sykursýki og öðrum T-frumutengdum sjúkdómum Engilbert Sigurðsson læknanemi Inngangur Markmið þessa greinarkorns er að gera grein fyrir helstu leiðum til sértækrar bælingar T-frumuvið- bragða í sjúkdómum þar sem T-frumur gegna lykilhlutverki í meingerð. Sérstök áhersla verður lögð á fræðilegar forsendur forvarna í insúlínháðri sykursýki (IDDM, insulin dependent diabetes mellitus, sykursýki af gerð 1) þar sem T-frumur eiga snaran þátt í þróun meingerðar sem veldur eyðingu B- frumna. Nokkru rými verður varið til upprifjunar á starfsemi T-frumna og samspili þeirra við aðrar frum- ur ónæmiskerfisins. Reynt verður að hafa einfaldleika að leiðarljósi í framsetningu þótt það kunni að koma niður á fræðilegri nákvæmni. Itarlegri yfirlitsgreina um einstök efnisatriði verður getið þar sem við á. Frumubundin ónæmisviðbrögð Heilbrigt ónæmiskerfi þarf að uppfylla tvö grundvallarskilyrði. Hið fyrra er að greina framand- leika og bregðast við honum, hið síðara að bregðast ekki við sjálfi. T-eitilfrumur, hér eftir nefndar T- frumur, gegna lykilhlutverki innan ónæmiskerfisins. Þær greinast í nokkrar undirtegundir. Hinar helstu eru T-hjálparfrumur (Th), sem bera á yfirborði sínu CD4 sameindina (CD4+), T-bælifrumur (Ts) og T- drápfrumur (CTL). T -bælifrumur og T-drápfrumur hafa flestar CD8 sameind í úthimnu (CD8+). T- hjálparfrumur greina framandleika og stjórna viðbrögðum við framandleika m.a. með því að örva T- drápfrumur til dráps og B-eitilfrumur (B-frumur) til mótefnamyndunar. Nær öll væki (“antigen”) eru Th- háð. í því felst að B-frumur þurfa hjálp frá Th-frumum til að mynda mótefni gegn slíkum vækjum. Þó eru til Th-óháð væki (t.d. lípópolysakkaríð) sem bindast mörgum mótefnasameindum í úthimnu B-frumu samtímis (“cross linking”) og ná þannig að ræsa B- frumur beint. T-bælifrumur tempra viðbrögð annarra T-frumna og kunna að gegna mikilvægu hlutverki við varnir gegn sjálfsofnæmi. Flest er enn á huldu um hvernig þær starfa. T-drápfrumur eyða m.a. veirusýktum frumum og geta verið miklir skáðvaldar í surnum sjálfsofnæmissjúkdómum fari þær að herja á heilbrigðar frumur einstaklingsins. Til greiningar markvækja (“target antigens”) hafa T-frumur svonefndan T-frumuviðtaka á yfirborði sínu (“T cell receptor”, TCR) (mynd I). Til að T-frumur geti starfað eðlilega verða þær að eiga náin samskipti við aðrar frumur ónæmiskerfisins. T-hjálparfrumur geta t.a.m. ekki greint framandleika nema á yfirborði svonefndra sýndarfrumna (“antigen presenting cells”, APC). Sýndarfrumur eru einkum þrennskonar: Gleyplar(M0;makrófakar, monocytar), B-frumur og angafrumur (“dendritic cells”, DC; dæmi um slíkar frumur eru Langerhans frumur í húð). Með nokkrum rétti má segja að sýndarfrumur séu T- hjálparfrumum það sem augað er heilanum (sýnd = sjón). Líkt og augað breytir rafsegulbylgjum á ákveð- nu tíðnisviði í ral'boð sem heilinn getur unnið úr og túlkað, umbreyta sýndarfrumur próteinum í peptíðbúta og sýna hjálparfrumum bútana í tengslum við sérstök yfirborðsprótein í úthimnu sinni. Slík framreiðsla próteina (“antigen processing and presentation”) er LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.