Læknaneminn - 01.04.1990, Side 46

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 46
viðhaldi sjálfsþols með því að sýna CD8+ T-frumum búta eigin próteina. Viðbrögð CD8+ T-frumu við framandi epitópi eru talin ráðast af þroska frumunnar og því hvort hún hefur orðið fyrir lömun/bælingu ellegar verið virkjuð til dráps. (Verður skýrt nánar síðar í greininni.) Tilvist class I sameinda er ein meginforsenda þess að T-drápfrumur (CD8+) geti drepið veirusýktar frumur. Class I sameindir á frum- um gera CD8+ T-drápfrumum kleift að greina á milli heilbrigðra frumna og sýktra (myndun veirupróteina í umfrymi sýktrar frumu leiðir til þess að veiruprótein eru að hluta til brotin niður og sýnd í tengslum við class I sameindir hennar líkt og um eigin prótein frumunnar væri að ræða). MHCclass II sameindir(mynd2)ernæreingönguað finna á sýndarfrumum og ræstum T-frumum og er meginhlutverk þeirra að sýna T-hjálparfrumum framandleika. Sameindir sem sýndarfrumur gleypa eða taka upp á annan hátt úr umhverfi sínu eru brotnar niður og peptíðbútar af hæfilegri stærð (8-20 amínósýrur) ná sumir hverjir að bindast MHC class II sameindum inni í sýndarfrumum og berast með þeim út á yfirborð (mynd I). Sýndarfrumur sýna að líkind- um peptíðbúta eigin próteina í tengslum við class I sameindir líkt og aðrar frumur. Mismunandi bindigeta grófa hinna ýmsu class I og class II sameinda ræðst af breytileika í gerð þeirra amínósýra sem mynda botn grófanna (mynd 3, a og b). Amínósýrur með basískar, súrar eða stórar alífatískar hliðarkeðjur ráða miklu um bindigetuna þar eð hleðsla og stærð setur bindingu ígrófina vissarskorður. Gildir það jafnt um amínósýrur á botni grófar sem um amínósýrur einstakra agretópa. Rétt er að undirstrika að bindingin er fremur ósértæk. Hver einstaklingur hefur innan við 10 mismunandi gerðir grófa á jafnmörgum gerðum class II sameinda (mynd 2). Þess- ar örfáu grófir binda og sýna T-hjálparfrumum hluta af því ógrynni af peptíðbútum er myndast við niður- brot próteina sem sýndarfrumur taka upp úr umhverfi sínu. Það ræðst síðan einfaldlega af samlögun peptíð- búts og grófar og af hleðslu á einstökum amínósýrum í gróf og á agretópi hvort af bindingu getur orðið. Sem dæmi má nefna að sé tiltekið prótein klofið með ensímum í 15-20 hluta í sýndarfrumu þá er vel hugsanlegt að aðeins þriðjungur eða minna af þeim peptíðbútum sem myndast geti bundist við grófir þeirra class II sameinda sem einn einstaklingur býr yfir (Grey et al. 1989y.). Slík binding er þó forsenda þess að T-hjálparfrumur geti grei nt próteinið og brugðist við því sé um framandi prótein að ræða. Sú forsendaer nauðsynleg en ekki nægileg. Gerð einnar einstakrar amínósýru í grófinni virðist geta ráðið miklu um lögun grófarinnarogþarmeðbindigetuhennar. Hjáevrópska kynstofninum virðist t.a.m. gerð amínósýru númer 57 á DQB keðjunni skipta miklu við tilurð insúlínháðrar sykursýki (Todd et al. 1988y. og 1990y.). Önnur forsenda T-frumubundinna ónæmisviðbragða er að einstaklingurinn búi yfir starfhæfum (þ.e. óbældum) T-hjálparfrumum er geti greint sýnd epitóp og virkist um leið ti I að bregðast við þeim fyrir tilstuðlan ly mfókína (IL-1, IL-6) sem sýndarfrumur seytra. 44 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.