Læknaneminn - 01.04.1990, Side 47

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 47
Myndun sjálfsþols T-frumur bera nafn af uppruna sínum í hóstarkirtli (thymus; tímgill?). Þar myndast T-frumustofnar á fósturskeiði og á fyrsta aldursári hjá homo sapiens og e.t.v. í litlum ntæli fram á kynþroskaár en lítið ef nokkuð eftir það. Talið er að innan við 10% þeirra T- frumustofna sem myndast í hóstarkirtli fái örvun til vaxtar og viðgangs, afgangnum er eytt - “tional deletion” (Schwartz 1989y.). Valið miðast viðaðT-frumum er ætlað að greina og bregðast við framandleika í tengslum við MHC class I og class II sameindir, samtímis því sem óæskilegt er að T- frumustofnar sem brugðist geta við sjálfi komist á legg. I hóstarkirtli á sér því stað eyðing á T- frumustofnum sem greina það sjálf sem til sýnis er í gróf sýndarfrumna líffærisins (t.d. epitóp á helstu frumu- og plasmapróteinum). Einnig er nauðsynlegt að T-frumur hafi hæfilega sækni í MHC class I og class II sameindir (brúnir grófar). Aðeins þeir T- frumustofnar sem hafa hæfilega sækni fá örvun til vaxtar og viðgangs en sé sæknin of mikil eða lítil komast þeir ekki á legg. Þessi krafa kemur vel heim og saman við þá staðreynd að binding við class I/class II sameindir er forsenda greiningar T-frumna á epitóp- um og því forsenda eðlilegrar starfsemi þeirra. Hvernig fer ónæmiskerfið að gagnvart próteinum sem ekki eru til staðar í hóstarkirtli á þroskaferli T- frumna? Þará meðal eru að líkindum ýntis prótein sem sérhæfðar frumur tjá í litlu magni og prótein sem fyrst eru tjáð eftir að hóstarkirtillinn hefur að mestu tekið út sinn T-frumuþroska og ná því vart að valda eyð- ingu T-frumustofna í kirtlinum. “Clonal anergy” eða lömun/bæling sjálfgreinandi T-frumustofna sem ekki er eytt í hóstarkirtli virðist vera þýðingarmikil í því sambandi (Schwartz I989y.). A hún sér stað utan hóstarkirtils. Líkja má sjálfgreinandi óbældum T- frumum við tímasprengjur sem gæfulegast er að gera óvirkar sem fyrst. Ella geta slíkar T-frumur orðið kveikja sjálfsofnæmisviðbragða verði þær fyrir nægilegri örvun ræsandi lymfókína. Sérstök hátæknidýramódel hafa verið mikið notuð í rannsóknum á sjálfsþoli (“self-tolerance”). Er þar um LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.