Læknaneminn - 01.04.1990, Page 50

Læknaneminn - 01.04.1990, Page 50
Mynd 4. 1) anti-CD4 (ósérhæfð) V 2) anti-class II (sérhæfð/ósérhæfð) mótefni 3) anti-TCR (sérhæfö/ósérhæfð) f 4) samkeppni um class II bindingu ------ peptíð 5) T-frumubólusetning frumur 6) TCR-bólusetning peptíð væki. Einnig má ná fram sértækii bælingu með því að beita mótefnum gegn völdum T-frumuviðtökum. Forsenda þess er að hægt sé að greina skaðlegar T- frumur frá óskaðlegum, t.d. út frá takmarkaðri notkun á V genabútum. Fjórða leiðin sem vert er að nefna er samkeppni um class II bindingu (Wraith et al. 1989y Janeway I989y.). Fiægt er að smíða peptíðbúta sem hafa meiri sækni í þær grófir sem agretóp sjálfsvækis binst en agretóp sjálfsvækisins. Hér er um afar snjalla leið að ræða í völdum tilfellum cins og t.d. ef margir meinvaldir T-frumustofnar greina epitóp sama sjálfsvækis. Ljóst er að T-hjálparfrumur ná ekki að greina hin hættulegu epitóp ef þau fást ekki tjáð í tengslum við class II sameindir vegna samkeppnisblokkunar. Ofangreindar leiðir eiga það sammerkt að vera “passífar” í þeim skilningi að þær móta ekki ónæmiskerfið til langframa. Því er óvíst um hve lengi meðferð þyrfti að vara sem og um varanleika bælingar. Dýratilraunir benda þó til þess að ná megi varanlegri lækningu með því að rjúfa á þennan hátt tímabundið vítahring sjálfsofnæmisviðbragða (Waldmann et al. 1989y.). Tvær öllu meira spennandi leiðir til sértækrar T- frumubælingar eru þekktar (Wraith et al. 1989y Janeway 1989y.). Önnur er fólgin í bólusetningu með T-frumum og miðar að því að örva á sértækan hátt T-bælifrumur sem greina meinvalda T-frumu- stofna. Forsenda slíkrar bælingar er að hægt sé að einangra hinar meinvöldu T-frumur, fjölga þeim in vitro, veikla þær og bólusetja einstaklinginn með þeim. Er þá vonast til þess að slík bólusetning örvi bæliffumur til dáða í baráttu þeirra við samstofna T- frumur in vivo. Hæpið er að hægt verði að nota slíkar frumur í aðra einstaklinga, því að jafnvel þótt HLA arfgerð tveggja einstaklinga (HLA, “human leucocyte antigen”) geti verið hin sama þá er einnig til staðar annars konar breytileiki sem gerir meðferð af þessu tagi mjög einstaklingsbundna. Nýjasta viðbótin í flokki leiða til sértækrar T- frumubælingar er fólgin í bólusetningu með þeim hluta TCR sem binst við epitóp í gróf (“idiotype specific sequences”, “V region sequences”) (Vanderbark et al. 1989, Janeway 1989y.). Umrætt svæði ræður mestu um breytileika T-frumustofna. Óljóst er hvernig slfk bæling á sér stað enda aðeins rúmt ár síðan henni var fyrst lýst. Idíotýpu-sérhæfðar bælifrumur virðast örvast við slíka bólusetningu (enn er á huldu hvernig þær örvast en sjá tilgátur í grein Janeway 1989). Bælifrumur þessar greina væntan- lega sömu TCR-epitóp í gróf class I sameinda á yfir- borði T-frumna af umræddri idíotýpu (þ.e. sem bera 48 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.