Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 55

Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 55
Prófessor Snorri Pál 1 Snorrason. ekki hægt að ætlast til þess að sagt sé nákvæmlega fyrir um hvað kunna eigi og hvað ekki. Lýsing á heildarmarkmiðum er hins vegar nauðsynleg. Eg tel að fyrirlestrar í deildinni kunni að vera orðnir of rnargir. Fyrirlestrar eru vitaskuld til að fræða nemendur, kynna námsefnið með öðrum hætti og öðrum áherslum en lesa má í bókum. Leggja áherslu á aðalatriði, örva nemendur, bera fram spurningar sem vekja forvitni. En það getur verið býsna lýjandi að sitja daglangt, vikum og mánuðum saman undirfyrirlestrum, misjafnlega uppbyggilegum eins og gefur að skilja. Þá getur svo farið að þeir sljóvgi nemendur fremur en örvi. Eg het' alltaf haft tröllatrú á bóklestri í læknanáminu, sem og öðru nárni og tel að hugarorkan nýtist þannig betur. Hvað klíníska námið varðar er góð sjúkrasaga og skoðun miklivægast. Það fer ekki hjá því í jafn vandasömu starfi og læknisins að mönnum verði á mistök, en ef menn vanda sig við sjúkrasögu og skoðun verða mistökin örugglega færri. Ef ég á að svara því hverjar ég telji framtíðarhorfur læknisfræðinnar og stöðu lækna þá er ég viss um að læknar halda áfrant að vera í forustuhlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Það er fyrst og fremst vegna hinnar breiðu menntuna'r læknastéttarinnar. Margar nýjar stéttir hafa komið til sögunnar í heilbrigðisþjónustunni og samvinna lækná við þær þarf að vera góð, en engin þessara stétta hefur eins breiðan bakgrunn og læknastéttin. I fyrsta lagi er hin aldalanga hefð læknastéttarinnar og síðan læknismenntunin, sem sífellt er sniðin að þörfum læknisþjónustunnar. Smátt og smátt held ég að verkaskipting milli heilbrigðisstéttanna verði skýrari og samstarfið taki vonandi ntið af hinu sameiginlega markmiði, þ.e. að þjóna sjúklingunum. Varðandi framtíðarhorfur læknisfræðinnar, sern þú spyrð um, þá hljóta þær að mótast af þeirri skoðun að framundan verði áframhaldandi fram- þróun og framfarir á öllum sviðum læknisfræðinnar og takast muni að ráða bót á mörgum þeim sjúkdómum, sem nú hrjá mannkynið. Annað mál er það að ég held að seint muni takast að gera menn alheilbrigða á lfkama og sál. Eftir embættispróf varð ég kandídat á Landspítalanum 1949 - ’50 en eftir það alllengi aðstoðarlæknir á lyflæknigadeildinni þar, eða frá 1950 - '54. Það hefur orðið mikil breyting síðan þá. Ætli innlagnir hafi ekki verið í kring um 400 á ári og hver sjúklingur lá að meðaltali miklu lengur en nú er. Sérhæfingin var miklu minni og sjúklingahópurinn var blandaðri, meðal annars vegna þess að þá var engin barnadeild, taugadeild eða sérstök krabba- meinsdeild á spítalanum og þessir sjúklingahópar komu því jöfnum höndum á lyflækningadeildina. Yfirlæknirinn, próf. Jóhann Sæmundsson, varreyndar neurolog og ég fékk töluverðan áhuga á neurologiu, svo að minnstu munaði að ég veldi hana í stað hjartasjúkdóma. Ennþá hef ég gaman af að fást við neurologíu. Maður fann oft fyrir hversu lítið var um sérhæfingu í þá daga. Margs konar rannsóknir og handverk voru í verkahring okkar aðstoðarlæknanna, t.d. skoðuðum við öll blóðstrok sjálfir. Við höfðum bækur til að fletta upp í; stórar, þýskar bækur með góðum litmyndum , en ef við gátum ekki fundið út úr afbrigðilegum sýnum sjálfir var enginn til að leita til. Og svona var þetta á mörgum sviðum. Tíðni sjúkdóma var önnur en nú er. Mikið var um magasjúkdóma, svo sem magasár og lágu magasárssjúklingarnir oft langtímum saman á deildinni. Alls konar sýkingar. ekki síst í öndunar- færum voru algengar, illkynja háþrýstingur með hjartabilun.nýrnabilun eða heilablóðfalli og LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.