Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 56

Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 56
þannig mætti lengi telja. Hinsvegar voru kransæðasjúkdómar miklu sjaldgæfari en síðar varð. svo sem kunnugt er. Ég hef skoðað sjúkraskýrslur frá lyflækningadeild Landspítalans á áratugnum 1930 - 1940, til að leita að kransæðasjúkdómatilfellum og fyrsta tilfellið virðist hafa komið 1938. Níels Dungal hóf krufningar á Landspítalanum þegar árið 1931 og eru til allt frá þeim tíma miklar og góðar upplýsingar. Það er ljóst að hefði tíðni kransæðasjúkdóms verið umtalsverð á þessum árum hefði það ekki leynt sér. Árið 1954 fór ég út til Boston til sérnáms í hjartalækningum. Þar var ég á annað ár, en hélt síðan áfram að auka menntun mína í hjartalækningum smám saman með námi í styttri tíma bæði í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Norðurlöndunum. Um uppruna minn og uppvöxt má svara að ég er fæddur í Eyjafirði, á Rauðavík, en móðir mín fluttist skömmu síðar með mig að Kálfskinni, en þar bjó þá bróðir hennar. Móðir mín, Þórey Einarsdóttir, starfaði um tíma við sjúkrahúsið á Akureyri og kynntist þar föður mínum Snorra Halldórssyni, sem þar var þá aðstoðarlæknir. Þegar ég var 5 ára fluttumst við mæðginin suður á land, þegar faðir minn hafði fengið Síðulæknishérað, eftir framhaldsnám í Danmörku og Noregi. Breiðabólstaður á Síðu var þá læknissetrið. Ég undi mér vel í sveitinni, einkum kringum vinnufólkið og bústörfin, en faðir minn bjó dágóðu búi og hélt margt vinnuhjúa. Tolldi ég illa innivið yfir bókunum eftir að farið var að reyna að kenna mér heima eftir fermingu, svo að það varð úr að faðir minn sendi mig til nánts í Menntaskólann á Akureyri. Mun þar hafa ráðið nokkru að hann hafði sjálfur verið í gamla gagnfræðaskólanum á Akureyri. Menntaskólaárin á heimavistinni gömlu voru ánægjuleg og eftirminnileg. Ánægja mín af bústörfum sést meðal annars á því að veturinn eftir stúdentspróf var ég vetrarmaður hjá föður mínum, og öll árin í læknadeild var ég þar í kaupavinnu á sumrin. Þegar kom að því að ég færi í háskóla var ég fyrst að hugsa um að fara í verkfræði í Kaupmannahöfn, en varð að hætta við það vegna stríðsins. Á þessum árum stundaði ég töluvert íþróttir, einkum spretthlup og keppti m.a. í fimmtarþraut. Gott líkamsþrek kom sér vel þegar ég settist í Háskólann og þurfti að sitja yfir bókum langtímum saman og minni tími gafst til hreyfingar en ég óskaði. Oft má snemma sjá merki sterkra persónueinkenna. Mér hefur þótt gaman af því, sem ég mun hafa sagt við fólkið á Kálfskinni 5 ára gamall, einhverju sinni þegar rætt var um jarðaför, en ég spurði hver ætti að jarða þann, sent deyr síðastur. Mér finnst að þetta sýni áberandi þátt í eðli mínu, logik eða rökhyggju og forvitni, en jafnframt má lesa úr þessu vissa undirgefni við “kerfið”. Varðandi mína persónulegu hagi, sem þú spyrð um, þá vil ég gjarnan taka fram að ég kynntist konu minni, Karólínu K. Jónsdóttur, þegar ég var í læknadeildinni og hún í hjúkrunarnámi. Við höfum haldið saman alla tíð síðan og eigum 2 kjörbörn og 4 barnabörn. Hún hefur fylgt mér á ölum mtnum námsferðum erlendis. Þann tíma sent ég var við framhaldsnám við Massachusetts General Hospital í Boston vann hún þar sem hjúkrunarkona og gat sér sérstaklega gott orð fyrir færni í starfi. Yfirmaður alls spítalans, Dr. Walter Bauer, sem Karólína hjúkraði í veikindum hans fann hvöt hjá sér til að taka fram að hún væri enginn eftirbátur færustu hjúkrunarkvenna spítalans. Því tek ég þetta fram að mér fannst það staðfesta þá skoðun mína að Hjúkrunarskóli íslands væri traustur og vandaður skóli, sem stæði fyrir sínu hvar sem væri. Karólína vann á yngri árum á hinum ýmsu deildum Landspítalans og síðar með mér á lækningastofu minni. Þú spyrð um áhugamál mín. Þau eru margvísleg: lestur góðra bóka, músík, skák og bílar! Sum áhugamál mín held ég að beri merki um rökhyggju eins og þú ýjaðir að, t.d. hef ég haft áhuga á fræðum tengdum heimspeki og eðlisfræði. Heimsfræði, eða hugmyndir um tilurð heimsins og eiginleika alheimsins hafa vakið áhuga minn, fremur en stjörnufræði okkar eigin sólkerfis. Ég hef lengi lesið all nokkuð um þetta efni, síðast bók Stephen W. Hawking þegar hún kom út. Þegar ég hugleiði hvaðan orkan var komin í “stórahvell" þá fer hrollur um mig. Ráð til læknanema að lokum? Nú vandast málið. Bestu ráðleggingar held ég að komi fyrst og fremst úr föðurhúsum, kannski frá öfum og ömmum. Ég held að þau ráð dugi best. Hvernig væri að rifja þau upp og taka sér taki. Það sem mér hefur reynst farsælast, að ég tel, í leik og starfi er að koma til dyranna eins og maður er klæddur. 54 LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.