Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 79

Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 79
Gagn og gaman í Gyðingalandi Jón Hai-Hwa Sen og Hlynur Níels Grímsson, læknanemar Það var í desember 1988 sem við félagarnir ákváð- um að gerast skiptinemar á vegum Alþjóðasamtaka læknanema. Vorum við báðir sammála um að fara til ísrael. enda er það eitt af þeim fjölmörgu löndum sem liinn venjulegi túristi fer ekki til og er einnig sérstakt m.t.t. sögu þjóðarinnar, en við ætlum nú að greina lítillega frá landi og þjóð. Eretz Yisrael er hebreska nafnið á Israelsríki, stund- um stytt í Ha’aretz, sem þýðir einfaldlega Landið. Landið er staðsett mitt á milli Asíu og Afríku og liggur að Miðjarðarhafinu og Rauðahafinu. Það er sögusvið Biblíunnar svo langt sem hún nær, en gyðing- ar hafa í raun ekki haft fasta búsetu þar nema frá 1948, þegar Ísraelsríki var formlega stofnað. I dag búa í landinu rúmlega 4.2 milljónir manna, þar af um I milljón í Tel Aviv og nágrenni. Af þessum 4.2 milljónum er helmingurinn fæddur í Israel, en afgangurinn kemur frá öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu, enda búa þar bara mörgæsir. Þann 31. maí, tveim dögum eftir próflok, var haldið snemma morguns til Lundúnaborgar þar sem tíu tíma bið eftir flugi til ísrael beið okkar með óþreyju. Til að nýta þessa tíu tíma ákváðum við sem áhuga- samir læknanemar að fara og skoða Hunter’s líffærasafnið þar sern meðal annars beinagrind fílamannsins John Merrick er geymd. Við höfðum ekki hugmynd um hvar safnið var staðsett og kom- umst fljótt að því að við vorum ekki einir um það. Fyrirspurnir okkar leiddu okkur vítt og breitt um London. Eftir u.þ.b. 5 klukkustunda leit datt okkur í hug að líta inn á slökkvistöð bæjarins og spyrja til vegar, og var okkur þá loks bent á rétta leið. Þegar við að lokum komum á safnið eftir allar þessar hörmungar var okkur tjáð að við þyrftum skriflegt leyfi safnvarðarins til að skoða safnið, en slíkt leyfi þyrfti að panta með alla veganna tveggja vikna fyrirvara. Með það yfirgáfum við íslendingar safnið bölvandi breskum safnvörðum í sand og ösku, og héldum út á flugvöll. Þegar út á Heathrow var komið fórum við í gegnum öryggisleit þar sem við vorum spurðir hversdagslegra spurninga svo sem eins og hver hefði pakkað farangrinum okkar. Eftir vopnaleit var okkur svo vísað inn í sérherbergi þar sem allir farþegar til Israel voru saman komnir og máttum við ekki yfir- gefa það fram að brottför. Rétt fyrir brottförina var okkur svo tilkynnt að viðkomandi flugvél væri ónot- hæf fyrir okkur og önnur vél yrði í staðinn útveguð, en það tæki nokkurn tíma. Við þessar fréttir, sem við Islendingar vanir Flugleiðum h.f. tókum með jafnaðargeði, snéru samferðamenn okkar gyðingar- nir sér til veggjar og hófu bænasöngl sem stóð allt til brottfarar. Eftir 5 tíma tíðindalaust flug og samtals sólar- hringsferðalag í allt, komumst við loks til lands Biblíunnar. Rétt fyrir lendingu var tilkynnt að allar myndatökur út um glugga flugvélarinnar væru bann- aðar og eigum við því enga loftmynd af Israel. A flugvellinum var að sjálfsögðu enginn til að taka á móti okkur, reyndar hittum við aldrei fulltrúa Israelsku læknanemasamtakanna í allri ferðinni, og þurftum við hetjurnar því að redda okkur alveg sjálfir. A einhverjum upplýsingableðli sem við fengum áður en við lögðum í’ann voru leiðbeiningar um hvaða strætó við skyldum taka á áfangastað, The Chaim Sheba Medical Center í Tel Hashomer sem er út- hverfi Tel Aviv borgar. Þennan ágæta strætó fund- um við aldrei og hefur ekkert til hans spurst síðan (ekki heldur til Búkollu). Leigubíll skilaði okkur á réttan stað, nánar tiltekið á herbækistöð innan spítal- ans. Þar var okkur tekið feiknalega vel af ofursta nokkrum sem greiddi úr okkar málum og kom okkur til frú Bellu Nick, sem var tengiliður okkar á spítal- LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 77
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.