Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 87

Læknaneminn - 01.04.1990, Qupperneq 87
getur samt haldið áfram að nýmynda veirur. í öllum öðrum retroveirum sem bera oncogen, hefur hluti erfðaefnisins sem nauðsynlegur er fyrir margföldun veirunnar tapast. Þannig geta acut transforming veirur aðeins margfaldast í nærveru hjálpar veiru sem lætur þeim í té genin sem vantar. Við það nýmyndast veiran í bland við hjálpar veiruna og getur síðan sýkt aðrar frumur og umbreytt. Það er þó háð því að LTR basaraðirnar á endunum séu heilar, en talið er að þær stjórni umritun veirunnar inn í erfðaefni frutna og stjórni próteinmyndun þaðan. Þegar oncogen RSV var borið saman við erfðaefni hýsilfruma veirunnar kom í ljós að src genið var í öllum frumum dýrsins, bæði krabbameins- frumum og eðlilegum frumum. Þetta gen (nú nefnt c-src) er því ekki komið frá annarri endogen veiru, heldur er þetta eðlilegt frumugen sem á einhvern hátt hefur komist inn í erfðaefni exogen veirunnar. Eftir að þessi samsvörun fannst milli v-src í RSV og c-src í hænsnafrumum var erfðaefni annarra dýrafruma skoðað með tilliti til þessa. Kom þá í Ijós að frumur allra lífvera frá skordýrum til manna höfðu c-src í erfðaefni sínu. Ekki munar neina um 10-15% á basapararöð genanna í manna- og hænsnafumum sem bendir til að protooncogen þetta hafi veigamiklu hlutverki að gegna í frumustarfi. En þar sem genið virðist hafa ákveðna virkni senrer ekki að þvinga frumu til að vaxa stjórnlaust, hvernig breytist þá hlutverk þess við að umritast í erfðaefni veiru ? Hugsanlegt er að það megi skýra þetta þannig að þegar oncogenið er komið í erfðaefni veiru er það ekki lengur undir virkri stjórn eins og í frumu heldur stjórnað af LTR. Það gæti haft það í för með sér að annað hvort yrði magn próteina sem það skráir fyrir of mikið eða þá að próteinið myndast í rangri frumu. Slíkt gæti leitt til að venjulegt gen yrði onco- gen. Auk þessa finnast oft breytingar á gerð og byggingu próteina sem mynduð eru frá v-onc miðað við prótein sem c-onc mynda. Þessar breytingar á próteininu gætu leitt til annarrar verkunar þess eða þá að það starfaði á öðrum stað í frumunni þar sem hugsanlegt er að það ylli skaða. Þegar menn höfðu áttað sig á því að til væru einhver oncogen var f fyrstu talið að ef próteinin sem genin skráðu fyrir væru þekkt, mætti finna út hvað gerist í frumu þegar hún verður að æxlisfrumu. Það mætti þá einfaldlega bera saman virkni próteina sem genin mynda í eðlilegum frumum og virkni próteina frá oncogenum. Hefur þetta reynst mjög erfitt verk og af þeim oncogenum sem nú eru þekkt hefur aðeins verið skilgreind virkni fárra þeirra. Við athuganir áýmsum próteinum sem oncogen skrá fyrir kom í ljós að mörg þeirra höfðu sömu amínósýruraðir. Utfrá þessu var oncogenum skipt í fjölskyldur þannig að oncogen innan sömu fjöl- skyldna skrá fyrir próteinum sem annað hvort hafa svipaða ensímvirkni eða svipaða staðsetningu innan fruma sem bendir til þess að hlutverk þeirra í umbreytingu fruma í krabbameinsfrumur sé svipað (tafla 1). src skráir fyrir phosphopróteini. Próteinið sem src skráir fyrir er phoshoprótein (ppóOsrc) sem bundið er við innra borð frumuhimnunnar. Þessi binding er talin nauðsynleg fyrir oncogenvirkni próteinsins. Skömmu eftir áð próteinið fannst og löngu áður en það var einangrað, kom í ljós að það var prótein kínasi. Allir prótein kínasar sem fundust á undan ppóOsrc phosphórýlera annað hvort amínósýrurnar threonine eða serine í fjölpeptíðum en ppóOsrc flytur phosphóhóp af ATP yfir á tyrosine í subströtum sínum. Einnig er magn phósphótyrosine mjög lágt í eðlilegum frumum með src gen en tíu sinnum meira í æxlisfrumum. Er því ekki óhugs- andi að þessi sérstaka prótein kínasa virkni endur- spegli eða sé jafnvel í sambandi við umbreytingu fruma. Sýnt hefur verið fram á að hugsanlega örvi ppóOsrc inósítól lípíð boðkerfið óbeint. Phósphórýl- ering á inósítól lípíðum er marktækt aukin í frumum sem umbreyttar eru af RSV en líklega er það ekki vegna beinna áhrifa frá ppóOsrc, en myndun og niður- brot inósítól lípíða er í beinu sambandi við það þegar frumur skipta sér hratt. Við niðurbrot inósítól lípíða í frumuhimnunni losna díacýlglýceról og inósítól trífosfat en báðar þessar sameindir eru þekkt innan frumu boðefni. Díacýlglýceról virkjar prótein kín- asa C sem er talinn vera markprótein fyrir “æxlis- miðla” (promoters). Inósítól trífosfat flytur kalsíum frá innanfrumu kalsíum geymslum og þá virkar það sem innanfrumuboðefni. LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 85
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.