Læknaneminn - 01.04.1990, Side 93

Læknaneminn - 01.04.1990, Side 93
formaður kennslunefndar, Kristján Erlendsson, kennslustjóri, og námsbrautarstjórar hjúkrunarfræðibrautarinnar, sjúkraþjálfunar og lyfjafræðinnar. Nú í haust tók Gunnar Guðmundsson, prófessor við af Þórði Harðarsyni sem deildarforseti. Víkingur Arnórsson, prófessor og Hannes Blöndal, dósent, komu inn í staðinn fyrir Tómas Helgason og Gunn- laug Geirsson. Deildarfundir. Þar eru teknar ákvarðanir um öll ineiri háttar mál og eru þeir í raun æðsta vald Læknadeildar. Allir fastráðnir kennarar deildarinnar eiga þar sæti og 15-16 stúdentar (stjórn og fulltrúar á deildarfundi). Fundir eru haldnir a.m.k. einu sinni á misseri og hafa stúdentar atkvæðisrétt, nema þegar kosið er um fastráðningar kennara. Fundað var þrisvar sinnum í vetur. Voru þetta langir og strangir fundir og fjöldi mála á dagskrá, m.a. voru skýrslur og tillögur kynntar, valið í nefndir og ráð og kosið í kennara- stöður. Ekki gefst tóm til að tíunda allt hér, en vert er að nefna að á fyrsta deildarfundi 20.desember 1989 urðu mestar umræður um breytingartillöguna við 38. gr. Háskólalaga. Atkvæði læknanema réðu úrslitum um að málinu var frestað til að mönnum gæfist tæki- færi til að skoða það frekar. Því var haldinn aukadeildarfundur 31. janúar 1990. Nánar er fjallað um 38. gr. undir liðnum Yntis mál. Síðasti fundur var haldinn 2. maí 1990 en þá var brotið blað í sögu læknisfræðinnar því að sá fundur var haldinn í Læknagarði en ekki í Loftsölum eins og tíðkast hefur frá alda öðli. Einnig var það mál manna að þetta væri sérlega mannlegur fundur. Af því helsta sem læknanenta snertir ber að nefna að Framhaldsmenntunarráð lagði fram tillögur varðandi markmið og fyrirkomulag kandidatsársins. Gert var ráð fyrir 2ja ára kandidatablokkum þar sem fyrra árið væri almennt og gæti sem slíkt verið grundvöllur lækningaleyfis en hið síðara valbundið. Fyrra árið yrði þá: lyflækningadeild 4 mánuðir, geðdeild 4 mánuðir og handlækningadeild 4 mánuðir. (Síðan hafa margir gagnrýnt skyldu á geðdeild í 4 mánuði og hafa nú komið fram nýjar tillögur um að skylda sé að vera á Iyflækningadeild í 4 mánuði, á handlækningadeild í 2 mánuði og hina 6 mánuðina valfrjálsa.) Þetta er mikilvægt mál, sem er í fæðingu og læknanemar þurfa að kynna sér betur, og taka þátt í að móta. Annað markvert á fundinum var að í umræðu um umsóknir í kennarastöður gerði einn ræðumanna lítið úr niðurstöðum kennslukönnunar læknanema. Þótti mér miður að kennari í deildinni skyldi hafa þannig afstöðu. Læknanemar eru að sjálfsögðu vel hæfir til að dæma um þá kennslu sem þeir fá. Þegar kennsla er talin upp í afrekaskrá umsækjenda um kennslustöður hlýtur gæði þeirrar kennslu að skipta máli. Þykir mér sjálfsagt að framvegis verði mat nemenda á kennslu haft til hliðsjónar þegar metin er hæfni umsækjenda til kennslu. Þess má geta að víða erlendis eru umsagnir sem þessar hafðar til hliðsjónar við ráðningar kennara svo sem við Harvard háskólann í Boston. Útgáfustarfsemi. Meinvörp voru gefin út með glæsibrag, alls átta sinnum á s.l. ári, og skiluðu nemendum hvað eftir annað upp í hæstu hæðir. Fyrirlestrar kennara áttu oft erfitt með að standast samanburðinn. Til marks um hversu víðfemur lesendahópurinn var má geta þess að deildarforseti og kennslustjóri urðu fastir áskrifendur og eins beið litla systir (12 ára) alltaf spennt eftir næsta blaði. Símaskráin hét að þessu sinni Símfysis. Haldin var samkeppni um nafn og geta má þess að um 25 tillögur bárust og þar af 22 frá tveimur ónefndum einstaklingum. Ferdinand Jónsson og Helgi Birgisson fengu vegleg verðlaun fyrir hugmyndina að þessu nafni og Jóhannes Kári Kristinsson fyrir teikningu sína á forsíðu. Galli hefur verið á síðastliðnum árum hversu seint að hausti símaskráin er gefin út. Það getur tekið töluverðan tíma að láta símaskrárlistana ganga og safna þeim saman. Því var ákveðið að láta þá ganga strax í haust, en ekki að bíða eftir nýrri stjórn. Þessari undirbúningsvinnu er nú lokið og listamir bíða tilbúnir eftir nýrri og gallvaskri stjórn. Tengsl við önnur stúdentafélög og stúdentaráð. Formannafundir voru haldnir nokkuð reglubundið yfir veturinn, þó var einhver brestur á að formanni FL væri boðið á alla fundina. Mætti ég þó LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.