Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 99

Læknaneminn - 01.04.1990, Síða 99
 okt. nóv. des. jan. feb. mar. apr. maí jún. júl. ág- sep. í boði 76 160 248 172 120 98 181 290 1456 1496 1262 162 mannað 50 75 131 57 83 53 171 274 1186 1211 940 122 ómannað 26 85 117 115 37 45 10 16 270 285 322 40 Yfirlit yfir læknastöður 1989 - 1990 (dagafjöldi) sjúkrahúsum stóðu læknanemum til boða. Vel gekk að manna stöður í apríl og maí en verr aðra vetrarmánuði. I sumar má segja að allir sem vildu læknisstöðu hafi fengið vinnu og á það jafnt við um þá sem komu af 4. og 5. ári. Námsstaðan á ísafirði er inni í uppgjörinu hér að ofan og tókst að manna hana frá sept.- maí að mars og apríl undanskildum. Vilji er fyrir hendi jafnt frá læknanemum og núver- andi yfirlækni á ísafirði að halda þessari stöðu. Hjúkrunarstöður voru ekki boðnar út í ár. Nóg framboð var af slíkum stöðum en sumar voru eftirsóttari en aðrar. Fengu færri en vildu stöðu á slysadeild og gjörgæsludeildum. Til greina kemur að taka þessar tilteknu stöður inn í ráðningakerfið. Slfkt yrði ákvörðun ráðningastjóra á hverju ári eftir að þeir hafa metið væntanlegt framboð og eftirspurn og mundi ákvörðun þeirra liggja fyrir t.d. á aðalráðningafundi í janúar. Ráðningafundir voru haldnir mánaðarlega og auk þess aukaráðningafundur með 5. árs nemum um miðjan maí. Fundarsókn var misgóð. Aðalráðningafundur var nú haldinn í janúar í stað nóvember áður, skv. reglugerðarbreytingu er samþykkt var á síðasta aðalfundi. Er líða tók að vori var haldinn fræðslufundur um reikningagerð í héraði og var sá fundur vel sótt- ur og tókst mjög vel. Reglugerðin. í fyrra voru gerðar nokkrar breytingar á reglugerð FL um ráðningar. Fellt var niður ákvæði um að ráðningastjórar skyldu semja um kaup og kjör og stjóm FL falið að sjá um þau mál. Að fenginni reynslu síðasta árs er Ijóst að skilgreina þarf nánar hverjir skuli sjá um launamál o.fl. og styðja ráðningastjórar því heilshugar tillögu um að sett verði á laggirnar hagsmunanefnd FL. Mikill styrr stóð um 11. gr. félagslaga á síðasta aðalfundi og var ákvæðum hennar aldrei beitt á starfsárinu. Ráðningagjöld. Flestir borguðu fljótt og vel en aðrir á síðustu stundu eftir áminningar. Félagið hefur sem fyrr nokkrar tekjur af ráðningagjöldunum (sjá nánar “ársreikning ráðningastjóra”). Deilumál. Ekki komu upp alvarleg deiluefni á árinu. Næg vinna hefur verið í boði og því ekki hörð refsing að vera settur aftast í ráðningaröð. Því verður á aðalfundi flutt tillaga um að teknar verði upp peningasektir fyrir brot á reglugerð FL um ráðningar. Ráðningastjórar hafa átt gott samstarf við læknanema. Hluta af okkar starfi höfum við unnið í samvinnu við landlækni og aðstoðarmenn hans og vonumst við eftir að sú samvinna eigi eftir að aukast. Þá hafa ráðningastjórar átt ánægjuleg samskipti við Iækna víða um land. Öllum þessum aðilum færi ég bestu þakkir og sérstakar þakkir fá Ama Guðmundsdóttir (sem bar hitann og þungann af starfinu yfir sumarmánuðina) og Rannveig Pálsdóttir. Anna Stefánsdóttir, aðalráðningastjóri SKÝRSLA FRÆÐSLUNEFNDAR í störfum fræðslunefndar felst aðallega tvennt. Annars vegar umsjón með fræðabúrinu og hins vegar að skipuleggja fræðslufundi um ýmis mál er snerta læknanema. LÆKNANEMINN 1 1990 43. árg. 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.