Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 4

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 4
Greining og meðferð háþrýstings Inngangur Háþrýstingur er algengasti áhættuþáttur kransæðasjúk- dóma, hjartabilunar, heilaáfalla, útæðasjúkdóma og ótímabærra dauðsfaila í vestrænum löndum'. Talið er að 20-25% Bandaríkjamanna hafi háþrýsting, langflest- ir þó á vægu stigi2. Það var Korotkoff sem fyrstur manna lýsti aðferð við að mæla blóðþrýsting bæði í slagbili (systole) og lagbili3 (diastole) og hefur aðferðin verið kennd við hann síðan. Snemma beindist athygli lækna að nýrum og nýrnahettum í leit að orsökum svæs- ins háþrýstings, enda reyndust nýrun oft vera skorpin við krufningu þessara sjúklinga. Tilraunir til meðhöndl- unar háþrýstings með brottnámi nýrnahetta og sympa- tectomy í byrjun síðustu aldar reyndust þó ekki vel og leiddi þetta til nafngiftarinnar „essential“ háþrýstings. Var það skilningur manna að úr því að sjúklingarnir lifðu ekki af meðferðina, hlyti þessi háþrýstingur að vera þeim nauðsynlegur. 1 dag er ennþá talað um essential en þó oftar primer háþrýsting og er þá átt við þann háþrýstingssjúkdóm þegar enginn skilgreindur út- leysandi þáttur finnst, en það mun gilda um mikinn meirihluta tilfella (u.þ.b. 98%). Síðar á öldinni sem leið fóru menn að gera tilraunir með að loka fyrir blóðflæði til nýrna í tilraunadýrum og framkalla á þann hátt há- þrýsting með örvun renin-angiotensin kerfisins. Nú á tímum er skilningur okkar á þessum sjúkdómi sá, að hann sé afleiðing truflunar í stýrikerfi fjölmargra þátta sem hafa áhrif á samdráttarhæfni hjartavöðva og mót- stöðu í slagæðatré. Inn í þetta kerfi fléttast bæði arf- bundnir þættir, saltbúskapur, renin-angiotensin kerfið, sympatiska taugakerfið, vascular vöðvaspenna og hypertrophia ásamt metaboliskum þáttum eins og hyperinsulinemia og insulin resistans. Karl Andersen dr.med Hjartadeild Landspítala Háskólasjúkrahús 101 Reykjavík andersen@landspitali.is Dr. med. Karl Andersen læknir sérfræöingur í hjartasjúkdómum og almennum lyflækningum, Hjartadeild Landspltaia Háskólasjúkrahúsi Meingerð Hár blóðþrýstingur er talinn fjölgena sjúkdómur í erfða- fræðilegum skilníngi4. Hjá einstaklingum með sterka ættarsögu um háþrýsting er hlutfallsleg áhætta (relative risk) þess að fá sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni nærri fjórfold miðað við viðmiðunarhóp5. Hins vegar er ákveðinn erfðagalli ekki þekktur nema í undan- tekningartilfellum. Komið hefur í ljós að háþrýstingur er fátíður meðal þjóða þar sem saltinntaka er lítil í fæðu. 1 vestrænum samfélögum er talið að um þriðjungur þeirra sem hafa háþrýsting séu salt-næmir og liggur þetta til grundvall- ar þeim ráðleggingum sem gefin eru háþrýstisjúkl ing- um að forðast saltneyslu. Hins vegar er engin góð að- ferð til, sem greinir þá sem fá aukinn blóðþrýsting við saltneyslu og umdeilt er hversu áhrifaríkt þetta ráð er í meðferð háþrýstings6-7-8. Hjá normotensivum einstaklingum eykst útskilnaður natrium og vatns við aukinn blóðþrýsting, sem leiðir af sér að blóðþrýstingur verður lægri. Hjá sumum há- þrýstisjúklingum er blóðflæði til nýrna skert, hugsan- lega vegna samdráttar í efferent arteriolum nýrna. Við það eykst endurupptaka salts og vatns peritubulert og blóðrúmmál og blóðþrýstingur eykst. Hjá öðrum er fremur um að ræða fækkun gaukla og þar með minnkað heildarflatarmál til síunar. Nýrnablóðflæði er meðal annars stjórnað af renin sem losnar frá juxtaglomerular apparatus nýrna eftir örvun frá macula densa sem skynj- ar aukna sympatiska virkni og hækkaðan arteriolar þrýsting. Renin hvatar umbreytingu angiotensinogens í angiotensin I, sem aftur breytist í angiotensin II sem hefur æðaherpandi áhrif, eykur framleiðslu aldosterons og veldur hypertrophiu í hjarta og æðum’. Þrátt fyrir þetta reynist renin ekki bælt hjá háþrýstisjúklingum og virðist um að kenna truflaðri stjórnun renin-angiotensin kerfisins. Mælingar á einstökum þáttum renin-angiot- ensinkerfisins eru því ekki gagnlegar til að stýra með- 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.