Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 62
Niðurstaöa: Alls fundust 97 sjúklingar (58 karlar og 39 konur) sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar og voru þeir á aldr- inum 11-72 ára með meðalaldur 38,3 ár. Sprautufikl- ar voru 77 (79,4%) af 97, blóðþegar 12 (12,4%) en sjö (7,2%) reyndust hafa óþekkta smitleið. Meðaltal bólgudrepsstuðuls var 2,84 (bil 0-8) en bandvefsstuð- ullinn 0,95 (bil 0-6). Alls reyndust 70 (72,6%) sjúk- lingar með enga/mjög væga bólgu (0-3) og 83 (85,5%) með enga/mjög væga bandvefsmyndun (0-1). Konur reyndust hafa örlítið meiri meðaltals bólgumyndun en karlar (3,05:2,65) og einnig bandvefsmyndun (1,05:0,88). Áætlaður smittími reyndist vera frá einu ári upp í allt að 31 ári en ekki reyndist nein fylgni vera á milli smittíma og bólgu- og bandvefsstuðlanna. Ald- ur við smit, greiningu og sýnatöku sýndi þó fram á fylgni við bandvefsmyndun og hækkanir á lifrarens- ímum við bólgumyndun. Anti-HBc jákvæðir voru 18 (18,6%) þar af tveir HbsAb jákvæðir (2,1%). Ályktanir: 1. Lang flestir voru með enga eða mjög væga bólgu- og bandvefsmyndun. 2. Konur og eldri einstaklingar hafa meiri lifrarbólgu og bandvefsmyndun. 3. Lifrar- ensim hækkanir sýndu fram á fylgni við bólgumynd- un. Næringargjöf og næringarástand minnstu fyrirburanna Signý Vala Sveinsdóttir', Gestur Pálsson2, Þóröur Þórkelsson12, Sveinn Kjartansson2, Hörður Bergsteinsson2, Atli Dagbjartsson1-2 Læknadeild Háskóla íslands', Barnaspítali Hringsins2 Inngangur: Næringarefnum fyrirbura er gjarnan skipt í sykur, prótein og fitu. Mjög mikilvægt er að þessi börn fái nægilega mikið af þeim næringarefnum sem eðlilegur vöxtur og þroski þeirra fyrstu ævidagana og -vikurnar gerir kröfur um. Sýnt hefur verið fram á að næringar- gjöf fyrirbura á þessum viðkvæma tíma hafi mikil áhrif á seinni tíma þroska. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta hversu mikið fyrirburar fá af einstökum næringarefnum og hvernig þau tengjast þyngdaraulcn- ingu þeirra fyrstu dagana og vikurnar. Einnig að kanna hvaða aðrir þættir hafa áhrif á þyngdina. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til barna sem fæddust á Landspítalanum árin 1999 og 2000 og vógu 1250 g við fæðingu og/eða fæddust fyrir 33 vilcna meðgöngu. Sjúkraskýrslur 20 barna sem uppfylltu til- greind skilyrði voru athugaðar og skráð niður hversu mikið þau fengu af næringarvökva í æð, þ.e. glúkósa, vaminolac og intralípíðum og fæðu, þ.e. brjóstamjólk, SMA þurrmjólk, LBW (low birth weight) formúlu og bætiefnadufti (presempi). Út frá þeim gildum var reiknað út hvað börnin fengu í heildina af próteinum, fitu og hitaeiningum hvern dag á meðan á spítalavist- inni stóð. Aðrir þættir svo sem preeclampsia móður, meðgöngulengd, þyngd, lengd og höfuðummál, önd- unarvélarmeðferð og steragjöf barnanna voru einnig skráðir. Niðurstöður: Fyrstu 5 vikurnar var meðalhitaeiningainntakan 103,4 kcal/kg-dag (SD: 12,3), meðalfituinntakan 5,8 g/ kg-dag (SD: 1,0) og meðalpróteininntakan 2,3 g/kg-dag (SD: 0,3). Meðalþyngdaraukningin yfir sama tímabil var 15,0 g/kg-dag (SD: 3,7). Jákvætt samband fékkst milli meðgöngulengdar og meðal- þyngdaraulcningar (p<0,05) og milli meðgöngulengd- ar og meðalhitaeiningainntöku fyrstu 5 vikurnar (p<0,05). Ályktanir: Fyrstu vikur lífsins fá smæstu fyrirburarnir með stystu meðgöngulengdina minna af hitaeiningum/kg og þyngjast minna en þeir sem stærri eru. Hugsanlegt er að hægt sé að auka næringarinntöku minnstu fyrirbur- anna og með því bæta næringarástand þeirra og vöxt. Áhrif Transforming Growfh Factor-(1 (TGF-(1) á tjáningu viðloðunar- og chemokine sameinda T-frumna hjá sjúklingum með psoriasis Sigríöur Reynisdóttir', Hekla Sigmundsdóttir2, Helgi Valdimarsson2, Björn Rúnar Lúðvíksson2. 1 Læknadeild Háskóla íslands,2 Rannsóknarstofa Háskólans I ónæmisfræði Inngangur: TGF-(1 hefur víðtæk áhrif á starfsemi margvíslegra fruma og getur verkunarmáti verið mismunandi eftir tegundum ónæmisfruma og hvernig þær eru ræstar. Líklegt er að meingerð psoriasis liggi m.a. í ræsingu T- fruma eftir streptokokkasýkingu. Voru því rannsökuð áhrif TGf-(l á starfsemi T-fruma eftir ræsingu hjá ein- staklingum með og án psoriasis. Efniviður og aðferðir: Hnattkjarna hvítfrumur voru einangraðar með percoll aðferð frá sex einstaklingum með og sex einstakl- ingum án psoriasis. Frumurnar voru ræstar gegnum T- frumuviðtakann með anti-CD3 mótefni eða strept- okokka súperantigenum (SPEC). ÁhrifTGf-(l voru metin eftir lág- og háskammta ræsingar. Frumufjölgun var metin með 3H-thýmidín upptöku og frumuflæð- 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.