Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 48

Læknaneminn - 01.04.2002, Síða 48
íslendingar með sjúkdóma í heiladingli Ásta Bragadóttir', Árni V. Þórsson’2 Gunnar Sigurösson1-3 'Læknadeild Háskóla íslands, "Barnadeild Landspítalans í Fossvogi, 3Lyflækningadeild Landspítalans í Fossvogi Inngangur: Skortur á heiladingulshormónum veldur flóknu sjúk- dómsástandi og er meðferð oft vandasöm. A síðari árum hefur meðferð sjúklinga með vanstarfsemi heila- dinguls breyst verulega. Rannsóknir hafa staðfest að vaxtarhormón er nauðsynlegt til að fólk haldi heilsu og orku ævilangt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði heiladingulssjúkdóma á Islandi en það hefur ekki verið gert áður. Einnig var ætlunin að komast að því hvort staðla eða samræma þyrfti betur meðferð. Hugsanlegur ávinningur gæti orðið fyrir sjúklinga sem ekki voru í eftirliti hjá læknum og því á ófullnægjandi eða engri meðferð. Efniviöur og aðferðír: Eftir að tilskilin leyfi fengust voru dregnar út sjúkra- skrár sjúklinga sem höfðu greinst skv. ICD greining- arkerfi með heiladingulssjúkdóm átímabilinu 1. janú- ar 1984 þar til nú. Sjúklingarnir höfðu legið á Land- spítalanum við Hringbraut, Landspítalanum í Foss- vogi eða á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Rann- sóknin var einnig unnin í samvinnu við alla innkirtla- sérfræðinga landsins sem gáfu upplýsingar um sína sjúlclinga. Niöurstöður: Alls fundust 222 einstaklingar með heiladingulssjúk- dóm, 99 karlar og 123 konur. Af þeim eru 194 lifandi og 28 látnir. Algengi er (prevalence) 0,00069. Með skort á einu eða fleiri heiladingulshormónum fundust 152 (hypopituitarismus), 80 karlar, 72 konur. Af þeim eru 20 látnir. Með skort á þremur eða fleiri hormón- um fundust 26 sjúlclingar án þess að hjá þeim hafi ver- ið greindur skortur á vaxtarhormóni. Ofstarfsemi heiladinguls fannst hjá 72 sjúklingum, 25 körlum, 47 konum, 8 þeirra eru látnir. Acromegaly höfðu 17, Cushing’s sjúkdóm 8, gónadótrópínóma 1, prólact- ínóma 41, hyperprólactínemiu höfðu 5 án þess að æxli fyndist. Með æxli í heiladingli eða í heila greindust 138 sjúklingar. Af þeim höfðu 59 (42,8%) sjóntrufl- anir við greiningu, 62 eru á lífi með greinda vanstarf- semi, 11 látnir. Æxli greindist hjá 19 sjúklingum án hormónaraskana. Af 194 sjúklingum með heilading- ulssjúkdóma eru 140 (72,2%) í eftirliti og meðferð hjá innkirtlasérfræðingum, 54 (27,8%) virðast ekki vera í slíku eftirliti. Af 69 sjúklingum á lífi sem greindust með vaxtarhormónskort eru 33 (47,8%) á meðferð með vaxtarhormónum. Af 64 sjúklingum með greind- an skort á gónadótrópínum (FSH/LH) virðast 51 (79,7%) vera á meðferð með kynhormónum. Ekki fannst marktækur munur í landfræðilegri dreifingu sjúklinga. Ályktun: Rannsóknin hefur leitt í ljós að á Islandi er umtals- verður fjöldi fólks sem þjáist af heiladingulssjúkdóm- um. Ætla má að hluti sjúklinga með skort á 3 eða fleiri hormónum án vaxtarhormónaskorts séu elcki rannsakaðir að fullu. Rúmlega fjórðungur sjúklinga virðist ekki vera í reglubundnu eftirliti hjá sérfræðing- um. A Islandi sem og í öðrum löndum kemur i ljós að nauðsynlegt er að samræma eða staðla uppbótarmeð- ferð með hormónum. Frekari athugun á afdrifum sjúklinga sem ekki eru í eftirliti virðist biýn. ÁHRIF HEILABLÓDFALLS Á HJARTASTARFSEMI Benedikt Kristjánsson, læknanemi; Haukur Hjaltason', læknir; Sigurjón B. Stefánsson', læknir Bakgrunnur og tilgangur: Sýnt hefur verið fram á að heilablóðfall hefur áhrif á sjálfráða taugastarfsemi til hjarta. Einnig er vitað að röskun á jafnvæginu sympatík/parasympatík í hjarta- starfsemi spáir fyrir um auknar líkur á tilurð og versnun ýmissa hjartasjúkdóma. Vitandi þetta hafa vísindamenn kannað óútskýrð dauðsföll eins og skyndidauða, þar sem hjartað gefur sig skyndilega, í kjölfar heilablóðfalls. Megin hugmyndin í dag er sú að orsök þessara tegunda dauðsfalla sé truflun á starf- semi sjálfráða taugakerfisins, sem leiði til hjartsláttar- truflunar. Tvær tilgátur þessarar rannsóknar eru annars vegar að heilablóðfall raski jafnvæginu sympa- tík/parasympatík og þar með auknum líkum á hjart- sláttaróreglu og hjartaritsbreytingum, og hins vegar að heilablóðfall í hægra heilahveli valdi meiri röskun að þessu leyti en áverki í vinstra heilahveli. Aðferðir og efniviður: 12 heilablóðfallssjúklingar voru bornir saman við 9 samanburðarþátttakendur. í fyrri hópnum voru sjúkl- ingar sem lögðust inn á Landspítalann við Hringbraut á rannsóknartímabilinu janúar-mars 2001. Saman- burðarhópurinn hafði svipaða aldurs- og kyndreifingu og án sögu um hjarta-og heilasjúkdóma. Klínísk ein- kenni allra sjúklinganna voru metin samkvæmt NIH heilaslagsskalanum. Stafrænt hjartarit var tekið af öll- um þátttakendum rannsóknarinnar. Til þess að mæla áhrif heilablóðfalls ájafnvægið sympatík/parasympa- tík var stuðst við tíðnigreiningu á breytileika í hjart- sláttarhraða (heart rate variability). Tíðnigreining var 46

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.