Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 36
Krabbamein í eistum -yfirlitsgrein- Tómas Guðbjartssorvl), Kjartan Magnússon 2), Guðmundur Vikar Einarsson 3) Inngangur Krabbamein í eistum eru algengustu illkynja æxlin sem greinast í ungurn karlmönnum á Islandi. Ný krabbameinslyf, markvissari geislameðferð og bættar greiningaraðferðir hafa bætt lífshorfur þessara sjúkl- inga umtalsvert og í dag eru þau í hópi þeirra krabba- meina sem mestar líkur eru á að lækna. í þessari yfir- litsgrein er fyrst og fremst lögð áhersla á nýjungar í greiningu og meðferð. Auk þess verður getið ís- lenskra rannsókna en síðustu ár hafa höfundar stund- að rannsóknir á eistnakrabbameini. Faraldsfræöi og orsakir Krabbamein í eistum eru tiltölulega sjaldgæfá Islandi með nýgengi í kringum 4/100.000 karla á ári (1,2), tæp 2% af nýgreindum krabbameinum (3). Engu að síður eru þau algengustu illkynja æxli sem greinast hjá körlum á aldrinum 20-34 ára (3). Miðað við ná- grannalönd er nýgengi á Islandi um meðallag en í Danmörku og Noregi er eistnakrabbamein miklu al- gengara (4,5) (mynd 1). í Asíu og Afríku er sjúkdóm- urinn hinsvegar sjaldgæfari og í N-Ameríku er ný- gengi ívið lægra en í N-Evrópu. I Bandaríkjunum er nýgengi fjórum sinnum hærra hjá hvítum en svörtum og líkur á því að þeir fyrrnefndu fái krabbamein í eistu einhvern tímann á ævinni eru 0,2% (6,7). Svo virðist sem tíðni sjúkdómsins sé hærri hjá körlum í efri þrep- um þjóðfélagsstigans (6). I Danmörku og Noregi, á Englandi og fleiri löndum, hefur nýgengi eistna- krabbameins aukist (8-10) og er ýmislegt sem bendir til þess að aukningar sé einnig að vænta á íslandi (1). Karlar sem greinast með eistnakrabbamein eru yfir- leitt ungir en meðalaldur hér á landi er í lcringum 30 ár (1,2). Sjúkdómurinn getur greinst í ungum drengjum 1) Höfundur er skurðlæknir og starfar viö háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svíþjóð. 2) Höfundur starfar sem sérfræðingur á krabbameins- lækningadeild Landspftala háskólasjúkrahúss. 3) Höfundur er yfir- læknir á þvagfæraskurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss og dósent við Læknadeild Háskóla íslands. og eldri körlum þó eistnakrabbamein sé sjaldséð hjá körlum yfir fimmtugt (6). Faraldsfræði og orsakir Lítið er vitað um orsakir krabbameina í eistum. Eini áhættuþátturinn með augljós tengsl er launeista (ret- entio testis) þar sem áhætta er allt að 35 föld en launeista skýrir þó sennilega aðeins 6-10% tilfella (10,11). Athyglisvert er að 20% eistnakrabbameina greinast í hinu eistanu, sem í flestum tilvikum er ekki launeista. Auk þess virðist skurðaðgerð, þar sem launeista er fært niður í pung (orchidopexy), ekki fyr- irbyggja eistnakrabbamein þótt líkurnar á því minnki (6,12). Orsakasamband þarf því ekki að vera á milli launeista og eistnakrabbameins, heldur getur verið um sameiginlega orsök að ræða, t.d. þegar á fósturskeiði. Sjúkdómurinn tengist sjaldan erfðum (13) og virðist flest benda til þess að þættir í umhverfi okkar og lífstíll ráði mestu um það hverjir séu í aukinni hættu á að fá eistnakrabbamein. Þessir áhættuþættir eru ekki þekktir í dag og sennilegt að um flókið samspil sé að ræða. Meingerö Krabbamein í eistum eru í 90-95% tilvika upprunnin í frjófrumum eistans (germinal cells)) (14,41) en frjófrumuæxfin eru hin eiginlegu eistnakrabbamein. Mun sjaldgæfari eru Leydig- og Sertolifrumu- krabbamein (1-3% af öllum eistnakrabbameinum) en einkenni þeirra eru fjölbreyttari vegna hormónafram- leiðslu æxlanna, t.d. aukinn hárvöxtur, stækkun brjósta, og kynfæra. Svokölluð gonadoblastoma eru enn sjaldgæfari og sjást aðallega hjá sjúklingum með vanþroskuð kynfæri (gonadal dysplasia). Önnur ill- kynja æxli í eistum eru eitilkrabbamein (lymphoma) og eru þau algengustu illkynja æxlin í eistum hjá körl- um yfir fimmtugt (6). Einnig getur útbreitt hvítblæði (aðallega ALL) sest í eistu og sömuleiðis meinvörp 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.