Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 46
Ahrif mismunandi skammta af ACTH á blóðfitu Arnar Þór Rafnsson', Margrét Árnadóttir2, Magnús Jóhannsson3. 'Læknadeild HÍ, 2Landspítali-háskólasjúkrahús, 3Rannsóknastofa Háskólans í lyfjafræöi. Inngangur Nýlegar rannsóknir sýndu að skammtimameðferð með háum skömmtum af ACTH (lmg daglega) hefur veruleg blóðfitulækkandi áhrif. Einkum lækkaði þéttni þeirra lípópróteina sem innihalda apólípó- prótein B. Tilgangur þessarar rannsóknar var að at- huga sambandið á milli mismunandi ACTH-skammta og blóðfitulækkandi áhrifa sem og kortisólútskilnaðar. Efniviður og aðferðir 32 hraustir karlkyns nemar á aldrinum 21-33 ára tóku þátt í rannsókninni. Þeim var skipt í fjóra 8 manna hópa með slembiröðun; einn hópur fékk 50 mg Corto- ne (kortisón) en hinir hóparnir fengu Synacthen Ret- ard (ACTHl-24) í skömmtunum 0,1 mg, 0,5 mg eða 1,0 mg. Lyfin voru gefin einu sinni á dag fjóra daga í röð. Blóðsýni voru dregin og þvagi safnað í sólarhring fyrir meðferð og við lok meðferðar. Einn þátttakandi hætti í miðri rannsókn af persónulegum ástæðum og því lulcu sjö manns rannsókn í þeim hópi sem fékk 1.0 mg af Synacthen Retard. Niðurstöður ACTH-meðferð leiddi til marktækrar lækkunar á kól- esteróli, LDL kólesteróli, apólípóproteini B og lípópróteini(a) í 0,5 mg og 1,0 mg hópunum. í 0,1 mg hópnum jöðruðu þessar breytingar við að vera mark- tækar. Ekki urðu marktækar breytingar á HDL kól- esteróli eða apólipópróteini AI en svörun þríglýseríða var breytileg. I kortisónhópnum urðu engar breytingar á blóðfitu. Þær breytingar sem urðu á kólesteróli, LDL kólesteróli, apólípópróteini B og lípópróteini (a) í ACTH-hópunum fylgdu venjulegum skammta-svör- unarferli. ANOVA sýndi að marktækur munur var á dreifingu gilda milli þessara hópa fyrir LDL kólester- ól. Umræöa ACTH veldur aukinni steramyndun í nýrnahettum. Því má nota ACTH í stað stera þegar þörf er á bólgueyð- andi og/eða ónæmisbælandi meðferð. ACTH hefúr blóðfitulækkun umfram stera og er því mögulegt að aukning verði á ACTH-meðferð í framtíðinni. Þessi rannsókn sýnir að til að ná hámarksáhrifum af ACTH á blóðfitur verður að nota skammtinn 1,0 mg. Er samsvörun milli Mannose binding lectin og IgA eða IgG undirflokka í ungbörnum Ása Eiríksdóttir Inngangur Mannose Binding Lectin (MBL) er akút fasa serum prótein sem binst við yfirborðssykrur sýkla og ræsir þá komplíment. MBL skortur (<500ng/ml) er mjög algengur (uþb 25% fólks). „Class switching“ ónæmis- glóbúlína er stýrt að mestu af „cytokines“ , en kom- líment ræsing er þó talin hafa áhrif. Mikilvægi MBL í sýklavörnum er talið vera mest fyrstu mánuðina eftir að mótefni frá móðurinni eru uppurin og áður en þroskun eigin mótelha er nægilega á veg komin. Rannsóknir á mikilvægi MBL í sýkingavörnum hafa aðallega beinst að börnum með óeðlilegar sýkingar. Því var ákveðið að athuga tengsl MBL styrks og mis- munandi tegunda ónæmisglóbúlína í handahófsúrtaki heilbrigðra barna. Efniviður og aöferöir Notuð voru serum sýni úr handahófsúrtaki 163 fjórtán mánaða barna. Upplýsingar um sýkingartíðni, of- næmiseinkenni, magn IgA, IgM, IgG og IgG undir- flokka (ákvarðað með agarútfellingar aðferð) lágu fyr- ir. MBL þéttni var mæld með ELISA samlokuaðferð. Niðurstöður Jákvæð fylgni fannst milli magns MBL og IgG2 hjá börnum með MBL skort. Öfug fylgni var í þessum hópi milli MBL þéttni og IgA og IgM þéttni í sermi. Önnur fylgni fannst ekki. Færri börn voru með MBL skort en búist hafði verið við (24 eða 14.7%). Ályktanir Framleiðsla IgG2 fyrir 14 mánaða aldur gæti verið háð MBL þéttni. Aðrir undirflokkar IgG þroskast fyrr en IgG2, og því þyrfti að skoða yngri börn í því sam- hengi. Börn á þessum aldri fá oft sýkingar, sem gæti skýrt tiltölulega háa þéttni MBL í þessu þýði. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.