Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 46
Ahrif mismunandi skammta af ACTH á blóðfitu
Arnar Þór Rafnsson', Margrét Árnadóttir2,
Magnús Jóhannsson3.
'Læknadeild HÍ, 2Landspítali-háskólasjúkrahús,
3Rannsóknastofa Háskólans í lyfjafræöi.
Inngangur
Nýlegar rannsóknir sýndu að skammtimameðferð
með háum skömmtum af ACTH (lmg daglega) hefur
veruleg blóðfitulækkandi áhrif. Einkum lækkaði
þéttni þeirra lípópróteina sem innihalda apólípó-
prótein B. Tilgangur þessarar rannsóknar var að at-
huga sambandið á milli mismunandi ACTH-skammta
og blóðfitulækkandi áhrifa sem og kortisólútskilnaðar.
Efniviður og aðferðir
32 hraustir karlkyns nemar á aldrinum 21-33 ára tóku
þátt í rannsókninni. Þeim var skipt í fjóra 8 manna
hópa með slembiröðun; einn hópur fékk 50 mg Corto-
ne (kortisón) en hinir hóparnir fengu Synacthen Ret-
ard (ACTHl-24) í skömmtunum 0,1 mg, 0,5 mg eða
1,0 mg. Lyfin voru gefin einu sinni á dag fjóra daga í
röð. Blóðsýni voru dregin og þvagi safnað í sólarhring
fyrir meðferð og við lok meðferðar. Einn þátttakandi
hætti í miðri rannsókn af persónulegum ástæðum og
því lulcu sjö manns rannsókn í þeim hópi sem fékk 1.0
mg af Synacthen Retard.
Niðurstöður
ACTH-meðferð leiddi til marktækrar lækkunar á kól-
esteróli, LDL kólesteróli, apólípóproteini B og
lípópróteini(a) í 0,5 mg og 1,0 mg hópunum. í 0,1 mg
hópnum jöðruðu þessar breytingar við að vera mark-
tækar. Ekki urðu marktækar breytingar á HDL kól-
esteróli eða apólipópróteini AI en svörun þríglýseríða
var breytileg. I kortisónhópnum urðu engar breytingar
á blóðfitu. Þær breytingar sem urðu á kólesteróli, LDL
kólesteróli, apólípópróteini B og lípópróteini (a) í
ACTH-hópunum fylgdu venjulegum skammta-svör-
unarferli. ANOVA sýndi að marktækur munur var á
dreifingu gilda milli þessara hópa fyrir LDL kólester-
ól.
Umræöa
ACTH veldur aukinni steramyndun í nýrnahettum. Því
má nota ACTH í stað stera þegar þörf er á bólgueyð-
andi og/eða ónæmisbælandi meðferð. ACTH hefúr
blóðfitulækkun umfram stera og er því mögulegt að
aukning verði á ACTH-meðferð í framtíðinni. Þessi
rannsókn sýnir að til að ná hámarksáhrifum af ACTH
á blóðfitur verður að nota skammtinn 1,0 mg.
Er samsvörun milli Mannose binding lectin og
IgA eða IgG undirflokka í ungbörnum
Ása Eiríksdóttir
Inngangur
Mannose Binding Lectin (MBL) er akút fasa serum
prótein sem binst við yfirborðssykrur sýkla og ræsir
þá komplíment. MBL skortur (<500ng/ml) er mjög
algengur (uþb 25% fólks). „Class switching“ ónæmis-
glóbúlína er stýrt að mestu af „cytokines“ , en kom-
líment ræsing er þó talin hafa áhrif. Mikilvægi MBL í
sýklavörnum er talið vera mest fyrstu mánuðina eftir
að mótefni frá móðurinni eru uppurin og áður en
þroskun eigin mótelha er nægilega á veg komin.
Rannsóknir á mikilvægi MBL í sýkingavörnum hafa
aðallega beinst að börnum með óeðlilegar sýkingar.
Því var ákveðið að athuga tengsl MBL styrks og mis-
munandi tegunda ónæmisglóbúlína í handahófsúrtaki
heilbrigðra barna.
Efniviður og aöferöir
Notuð voru serum sýni úr handahófsúrtaki 163 fjórtán
mánaða barna. Upplýsingar um sýkingartíðni, of-
næmiseinkenni, magn IgA, IgM, IgG og IgG undir-
flokka (ákvarðað með agarútfellingar aðferð) lágu fyr-
ir. MBL þéttni var mæld með ELISA samlokuaðferð.
Niðurstöður
Jákvæð fylgni fannst milli magns MBL og IgG2 hjá
börnum með MBL skort. Öfug fylgni var í þessum
hópi milli MBL þéttni og IgA og IgM þéttni í sermi.
Önnur fylgni fannst ekki.
Færri börn voru með MBL skort en búist hafði verið
við (24 eða 14.7%).
Ályktanir
Framleiðsla IgG2 fyrir 14 mánaða aldur gæti verið
háð MBL þéttni. Aðrir undirflokkar IgG þroskast fyrr
en IgG2, og því þyrfti að skoða yngri börn í því sam-
hengi.
Börn á þessum aldri fá oft sýkingar, sem gæti skýrt
tiltölulega háa þéttni MBL í þessu þýði.
44