Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 53
hafa ekki verið könnuð í æðaþelsfrumum (HUVEC) en þekkt er að þau valdi MAPK örvun. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif histamíns, thrombíns og EGF á PKB/Akt örvun í æða- þelsfrumum og hugsanleg tengsl við MAPK örvun. Efni og aðferðir: Ræktaðar voru æðaþelsfrumur úr bláæðum nafla- strengja og frumurnar örvaðar með ýmsum áverkunar- efnum og fosfórun á Akt athuguð með SDS rafdrætti og immunoblotti gegn fosfóruðum Akt. Niðurstöður: EGF örvar PKB/Akt í æðaþelsfrumum. Histamin og thrombín örva ekki PKB/Akt en draga úr grunnvirkni hans og hindra EGF örvun. Wortmannin hindrar ekki MAPK örvun af völdum histamíns eða thrombíns. Meðferð með cPLA2 hindranum MAFP dregur úr PKB/Akt örvun af völdum EGF. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að örvun G-próteintengdra við- taka með histamini eða thrombíni dregur úr grunn- virkni PKB/Akt og virkjun af völdum EGF. Einnig að virkni cPLA2 er forsenda örvunar á PKB/Akt með EGF. Nánar þarf að rannsaka hvernig þessi tengsl eru og hvaða áhrif hindrun á PKB/Akt hefur á starfsemi æðaþelsins. Stökkbreytingar í stuttum endurteknum röðum í MED1 geni í MSI æxlum. Hafsteinn Ingi Pétursson Inngangur: MEDl (MBD4) genið hefur fundist stökkbreytt í æxlisvef með MSI arfgerð (sérstaklega í ristilæxlum). Áður hefur verið tilkynnt um 25% og 43% tíðni stökk- breytinga í AIO röð í útröð (e. exon) gensins og nú ný- lega hefur verið tilkynnt um 89% tíðni. Ekki hefur verið tilkynnt um stökkbreytingu í kímlínu. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga tíðni stökkbreytinga í AIO röð og einni A6 röð í MBD4 geninu og hvort stökkbreyting væri til staðar í kímlínu. Einnig var at- hugað hvort brotfall á litningi væri til staðar. Efniviður og aðferðir: Fengin voru DNA sýni, frá Rannsólcnastofu Háskól- ans í meinafræði, úr þremur æxlistegundum: ristilæxli, magaæxli og legbolsæxli, aulc samsvarandi eðlilegra sýna frá sömu einstaklingum. DNA raðir voru magnaðar með fjölliðunarensímkeðjuhvarfi (PCR), PCR afurðirnar voru rafdregnar, blottaðar (Southern), Ijómaðar og merkið flutt yfir á ljósnæma filmu þar sem hægt var að lesa niðurstöðurnar beint af filmunni. Nokkur sýni voru raðgreind til að fá skýrari niðurstöður. Niðurstöður: Tíðni stökkbreytinga í AIO röð MBD4 gensins er 28% í íslenskum efnivið, þar af flestar úrfellingar á einu A núkleótíði eða 22%, innskot á einu A núkleótíði sáust í 6% sýna. Ekki fannst stökkbreyting í A6 röðinni og ekki fannst heldur stökkbreyting í kímlínu. Fjögur erfðamörk sýndu brotfall á litningum í hæst 10% og lægst 27% sýna. Niðurstöður úr raðgreiningu studdu fyrri niðurstöður. Umræöa: Rannsóknin sýndi svipaða tíðni stökkbreytinga á A10 röðinni í MSI æxlum og áður hefur verið tilkynnt um burtséð frá nýlegri rannsókn (89% sýna með stökk- breytingu) en þar var notuð önnur aðferð við undir- búning sýna eða örsneiðun (e. microdissection). Talið hefur verið líklegt að Mbd4 próteinið sé hluti af MMR kerfinu þar sem galli í því kerfi veldur óstöðugleika í microsatellie röðum en nýlegar niðurstöður styrkja ekki þá tilgátu. Líklegra þykir að stökkbreyting í A10 röðinni sé afleiðing microsatellite óstöðugleika (MSI) vegna galla í MMR frekar en orsök MSI. Viöhorf til þjónustu einkarekinnar læknastöðvar Haukur Björnsson’, Magnús Páll Albertsson2, Björn Tryggvason2 Læknadeild HÍ', Læknastöðin Álftamýri 52 Inngangur: Á undanförnum árum hafa orðið töluverðar breyting- ar á heilbrigðisþjónustu hér á landi í átt til einkavæð- ingar og hefur meðal annars fjöldi einkarekinna læknastöðva farið vaxandi. Mjög skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar þróunar og spurning hvort ýta eigi undir hana eða sporna við henni. Margar hliðar eru á þessu máli en hins vegar er eitt atriði sem er hvað mik- ilvægast að hafa í huga við mat á ágæti þessarar þró- unar og er það viðhorf sjúklinganna á þjónustu lækna- stöðvanna sem þangað hafa leitað til úrlausnar á vandamálum sínum. Efniviður og aöferöir: Úrtak 289 einstaklinga sem mættu í viðtal á lækna- stöðina, frá septemberbyrjun til nóvemberloka árið 2000, fékk sendan spurningalista til könnunar á við- horfi til móttökunnar og viðtalsins við lækninn. Ann- að úrtak upp á 368 manns, sem fór í aðgerð á lælcna- 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.