Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.04.2002, Blaðsíða 22
af vetrinum og minnkandi þátttöku sjálfboðaliða eftir því sem leið á veturinn náðum við að tala við hátt í 3000 krakka. Farið var í 15 framhaldsskóla, samtals í 80 bekki, auk allra þeirra félagsmiðstöðva sem heim- sóttar voru. Við sinntum langflestum af þeim beiðnum sem okkur bárust en reyndum að draga mörkin við að fara ekki í lO.bekki. Við urðum engu að síður að láta undan nokkrum skólum á Reykjavíkursvæðinu og því var um fornámsbekki, 10. bekkjar nema eða hefð- bundna l.bekki í framhaldsskóla að ræða. Vísitölu- heimsóknin var tvær kennslustundir að lengd, eða með frímínútum 80-100 mínútur og er skemmst frá því að segja að það er allt of lítill tími fyrir fræðslu sem þessa. Krakkar standa mjög misvel að vígi hvað þessi málefni varðar og við vorum oft kjaftstopp bæði út af vanþekkingu og ofþekkingu þeirra!! Það sýndi sig nefnilega að þótt fullkomin þörf sé á fræðslu um kyn- sjúkdóma og aðra fylgikvilla kynlífs, t.d. ótímabærar þunganir, þá er ekki síður þörf á almennri fræðslu um samskipti kynjanna. Margir eru mjög ósjálfstæðir á þessum aldri í samskiptum sínum við hitt kynið og rákumst við á ótrúlegustu dæmi þess í heimsóknum okkar. Til dæmis eru skiptar skoðanir um nauðgan- ir, þótt ótrúlegt megi virðast! Misskilningur í sam- bandi við notkun pillunnar er algengur, stelpur eru hræddar við að fara til læknis út af kvenskoðuninni og taka því frekar áhættuna. Neyðargetnaðarvörnin er illa kynnt og því lítið notaður kostur hjá þessum hóp og svo mætti lengi telja. Umræðuefnin beinast sitt í hverja áttina í hverri einustu heimsókn. Það getur t.d. verið erfitt að rökræða og halda þolinmæði við 16 ára krakka, bæði stráka og stelpur, um nauðganir þegar þeir halda því fram að stelpurnar bjóði bar?. upp á þetta með klæðaburði og framkomu o.s.frv. Eða að koma inn í hóp þar sem æðsta markmiðið í lífinu er að fara að hrúga niður krökkum 16 ára. Þá heyrir maður setningar á borð við: „hún Sigga sem er hér í skólan- um var ólétt í vetur og gekk alveg ógeðslega, meiri- háttar vel hjá henni“ Það voru þó ekki eingöngu skólarnir sem sýndu starfinu áhuga. Okkur var meðal annars boðin þátt- taka í Astra-Zeneca deginum sem haldin er fyrir heim- ilislækna árlega þar sem við vorum meðal annarra frummælenda á málþingi um Unglinginn og heilsu- gæsluna. Lýstu heimilislæknar yfir mikilli ánægju með fræðsluna í ljósi þeirra erfiðleika sem þeir finna sjálfir fyrir við að nálgast þennan skjólstæðingahóp. Það má alveg ímynda sér að einhvers konar samstarf gæti myndast á milli þeirra og forvarnastarfsins í framtíðinni Formaður starfsins Jón Þorkell Einarsson fór í viðtal í flestum helstu fjölmiðlum landsins, og birtist hann m.a. á síðum Morgunblaðsins með hinn svo mjög tvíeggja banana að vopni ef einhverjir muna eftir því. Virðist því sem áhuginn á málefninu sé til staðar og að einhver smá vakning hafi átt sér stað hjá fólki um þessi málefni. Samfés og Alnæmissamtökin fengu okkur í samstarf til að fara með alnæmissmituð- um einstaklingi í heimsóknir til að fræða starfsfólk félagsmiðstöðva um kynsjúkdóma, ótímabærar þung- anir, getnaðarvarnir og allt sem við hreinlega gátum frætt það um í sambandi við kynlíf unglinga! Þetta leiddi svo af sér að forvarnastarfsmeðlimir fóru á stráka- og stelpukvöld í nokkrum félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og töluðu við 14-16 ára ung- linga. Mæltist það afar vel fyrir því þar eins og annars staðar virðist fólk hreinlega ekki treysta sér til að tala um þessi málefni við krakkana. Það vantar almenna fræðslu um tíðni og aldursdreifingu algengustu sjúk- dómana, pilluna, notkun smokksins og leiðréttingu á öllum þeim misskilningi sem er til staðar um margt sem þetta varðar. Takandi tillit til alls þessa get ég ekki annað en lit- ið framtíð starfsins mjög björtum augum. Þetta fyrsta alvöru starfsár gekk vel þrátt fyrir ýmiss konar byrj- endamistök og er ásókn í fræðsluna nú meiri en nokkru sinni. Við höfum mætt miklum velvilja hjá öll- um þeim sem hafa á annað borð kynnt sér starfsemina sem fram fer. Ég tel þó að grundvallarforsenda þess að starfið vaxi og dafni sé sú að einhverjir þátttakend- ur verði til staðar úr hópi læknanema. Það er undir okkur sjálfum komið að þróa starfið og bæta t.d með því að hrinda í framkvæmd öllum þeim hugmyndum sem eru uppi í sambandi við þátttöku eldri ára. Ég hvet því alla sem hafa áhuga að kynna sér málið betur. Ég lofa að þátttakan í starfinu kemur skemmtilega á óvart. Þrátt fyrir að vera búin að starfa í forvarnastarfinu núna í rúmlega tvö ár finnst mér ég eiga mjög mikið ólært. Maður finnur alltaf fyrir pínulitlu óöryggi að fara inn í hópinn því krakkarnir virðast geta komið manni endalaust á óvart en ég stend á því fostum fót- um að ég hafi öðlast ómetanlega reynslu sem á eftir að skila sér til baka þegar ég fer að starfa sem læknir. Þá er enn ósagt hvað það er rosalega gaman og gefandi að taka þátt í starfinu. Hver einasta heimsókn er algjört kick og krakkarnir halda manni á tánum allan tímann. Þetta á eftir að verða einn mest krefjandi skjólstæð- ingahópur okkar í framtíðinni og því fyrr sem við þjálfumst í að ná til þeirra þeim mun betra fyrir okkur sem lækna. Fyrir hönd félaga í forvarnastarfi læknanema Kolbrún Pálsdóttir 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.